Heilbrigðismál í aðdraganda kosninga Jón Magnús Kristjánsson skrifar 12. nóvember 2024 07:33 Heilbrigðismál eru mikilvægasta málefnið Endurtekið hefur almenningur nefnt heilbrigðismál sem mikilvægasta málefnið sem stjórnvöld eigi að setja í forgang, núna síðast í könnun Gallup sem birt var á mbl.is 11. nóvember. Í þeirri könnun gildir þetta hvort sem spurt er um þrjú eða fimm mikilvægustu málefnin. Efnahagsmál og húsnæðismál eru í öðru og þriðja sæti yfir mikilvægi í sömu könnun. Málefni flóttafólks er síðan í níunda sæti og innflytjendamál í sjötta sæti á eftir menntamálum og samgöngumálum í því fjórða og fimmta. Ég tel að túlka megi niðurstöðuna sem sterkt ákall almennings til stjórnvalda um að ná góðum tökum á efnahagsmálum með því að stöðva hallarekstur ríkissjóðs, ná niður verðbólgu og vöxtum og tryggja stóraukið framboð húsnæðis á viðráðanlegum kjörum en ekki hvað síst að almenningur telji að hið opinbera eigi að nýta bolmagn sitt og sameiginlega sjóði til þess að tryggja öflugt heilbrigðiskerfi öðrum kerfum fremur. Það kemur því á óvart hversu lítið fer fyrir raunverulegri umræðu um heilbrigðiskerfið í aðdraganda kosninganna sérstaklega í samanburði við mikla umræðu um málefni flóttafólks. Við þurfum umræðu Við þurfum umræðu jafnt um þá hluta heilbrigðiskerfisins sem þarf að bæta, svo sem styrkingu á grunnþjónustu heilsugæslunnar og eflingu þjónustu við aldraða, sem og um þá hluti þar sem sóun er í núverandi kerfi, sem dæmi að sjúklingar eru sendir erlendis í aðgerðir sem hægt er að gera á Íslandi eða óþarfa vottorð og tilvísanir. Við þurfum umræðu sem nær umfram óljósar hugmyndir um aukin framlög eða niðurskurð, umræðu sem ekki fellur í skotgrafir um rekstrarform heldur umræðu þar sem við fáum raunverulega innsýn inn í skilning flokkana á heilbrigðiskerfinu í heild sinni og forgangsröðun þeirra í málaflokknum. Það er nefnilega svo að við munum ekki sjálfkrafa fá betra kerfi með því að auka framlög til þess heldur þurfum við að bæta það á sama tíma. Auk þess verða fjármunirnir alltaf takmarkaðir. Við þurfum því að fá að heyra á hvaða þætti leggja flokkarnir áherslu. Er það á bætta þjónustu við einstaklinga með fíknisjúkdóm? Er það á grunnþjónustu heilsugæslunnar? Er það á uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni? Er það á þjónustu við aldraða? Er það á geðheilbrigðismál? Eða eitthvað allt annað? Við viljum heyra raunverulegan skilning og raunverulegar áætlanir um úrbætur. Ég skora á fjölmiðla að krefja frambjóðendur um raunveruleg svör frá frambjóðendum og flokkum um framtíðarsýn heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Höfundur er bráðalæknir og fyrrverandi yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Jón Magnús Kristjánsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Sjá meira
Heilbrigðismál eru mikilvægasta málefnið Endurtekið hefur almenningur nefnt heilbrigðismál sem mikilvægasta málefnið sem stjórnvöld eigi að setja í forgang, núna síðast í könnun Gallup sem birt var á mbl.is 11. nóvember. Í þeirri könnun gildir þetta hvort sem spurt er um þrjú eða fimm mikilvægustu málefnin. Efnahagsmál og húsnæðismál eru í öðru og þriðja sæti yfir mikilvægi í sömu könnun. Málefni flóttafólks er síðan í níunda sæti og innflytjendamál í sjötta sæti á eftir menntamálum og samgöngumálum í því fjórða og fimmta. Ég tel að túlka megi niðurstöðuna sem sterkt ákall almennings til stjórnvalda um að ná góðum tökum á efnahagsmálum með því að stöðva hallarekstur ríkissjóðs, ná niður verðbólgu og vöxtum og tryggja stóraukið framboð húsnæðis á viðráðanlegum kjörum en ekki hvað síst að almenningur telji að hið opinbera eigi að nýta bolmagn sitt og sameiginlega sjóði til þess að tryggja öflugt heilbrigðiskerfi öðrum kerfum fremur. Það kemur því á óvart hversu lítið fer fyrir raunverulegri umræðu um heilbrigðiskerfið í aðdraganda kosninganna sérstaklega í samanburði við mikla umræðu um málefni flóttafólks. Við þurfum umræðu Við þurfum umræðu jafnt um þá hluta heilbrigðiskerfisins sem þarf að bæta, svo sem styrkingu á grunnþjónustu heilsugæslunnar og eflingu þjónustu við aldraða, sem og um þá hluti þar sem sóun er í núverandi kerfi, sem dæmi að sjúklingar eru sendir erlendis í aðgerðir sem hægt er að gera á Íslandi eða óþarfa vottorð og tilvísanir. Við þurfum umræðu sem nær umfram óljósar hugmyndir um aukin framlög eða niðurskurð, umræðu sem ekki fellur í skotgrafir um rekstrarform heldur umræðu þar sem við fáum raunverulega innsýn inn í skilning flokkana á heilbrigðiskerfinu í heild sinni og forgangsröðun þeirra í málaflokknum. Það er nefnilega svo að við munum ekki sjálfkrafa fá betra kerfi með því að auka framlög til þess heldur þurfum við að bæta það á sama tíma. Auk þess verða fjármunirnir alltaf takmarkaðir. Við þurfum því að fá að heyra á hvaða þætti leggja flokkarnir áherslu. Er það á bætta þjónustu við einstaklinga með fíknisjúkdóm? Er það á grunnþjónustu heilsugæslunnar? Er það á uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni? Er það á þjónustu við aldraða? Er það á geðheilbrigðismál? Eða eitthvað allt annað? Við viljum heyra raunverulegan skilning og raunverulegar áætlanir um úrbætur. Ég skora á fjölmiðla að krefja frambjóðendur um raunveruleg svör frá frambjóðendum og flokkum um framtíðarsýn heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Höfundur er bráðalæknir og fyrrverandi yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun