„Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Árni Sæberg skrifar 11. nóvember 2024 12:20 Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, sem hringdu í þá feðga Jón og Gunnar, segjast enga aðkomu hafa haft að gerð leynilegra upptaka. Vísir Ritstjóri Heimildarinnar hefur vísað þungum ásökunum Jóns Gunnarssonar alfarið á bug. Hann sagði blaðamenn Heimildarinnar hafa staðið að því að tálbeita veiddi upplýsingar um hvalveiðar upp úr syni hans. Jón bar ásakanir sínar á borð á Facebook og í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að málið lægi þungt á allri fjölskyldu hans og að sonur hans íhugaði nú að leita réttar síns vegna þessa. Blaðamennirnir hefðu brotið freklega gegn friðhelgi einkalífs hans með því að koma því til leiðar að gerðar væru leynilegar upptökur af samtali hans við tálbeituna. „Ólíkt staðhæfingum Jóns er staðreyndin sú að Heimildin á enga aðkomu að gerð leyniupptaka sem erlendur aðili hefur gert af samtölum sínum við son Jóns, sem er jafnframt viðskiptafélagi Jóns og fyrrverandi formaður Félags hrefnuveiðimanna.“ Hafi sinnt hefðbundnu hlutverki sínu Í yfirlýsingu Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur, ritstjóra Heimildarinnar, segir að upptökur af samtölum sonar Jóns og tálbeitunnar hafi farið í dreifingu. Heimildin hafi um helgina haft samband við þá aðila sem efni samtalanna varpa grunsemdum á. Tilgangurinn sé að varpa ljósi á atburðarásina og að gefa málsaðilum færi á að skýra mál sitt, en það sé hefðbundið hlutverk fréttamiðla, ólíkt því að birta einhliða ásakanir eða ávirðingar, eins og þær sem Jón Gunnarsson hafi fært fram gegn Heimildinni og nafngreindum blaðamönnum. „Heimildin kom að engu leyti að gerð upptakanna. Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar, enda liggur fyrir að Jón hefur engar upplýsingar um aðkomu Heimildarinnar að málinu aðrar en spurningar blaðamanna um yfirlýsingar á upptökunni. Þvert á móti var tilurð fyrirspurnarinnar útskýrð í samtölum við son hans og viðskiptafélaga síðastliðinn föstudag.“ Engin tengsl við stjórnmálaflokka Loks segir að Jón hafi gefi í skyn að fyrirspurnir Heimildarinnar um yfirlýsingar sonar hans og viðskiptafélaga tengdust stjórnmálaflokknum Samfylkingunni. Jón benti í færslu sinni á Facebook á að tveir frambjóðenda Samfylkingarinnar hafi verið blaðamenn á Heimildinni eða forverum hennar, Stundinni og Kjarnanum. Það eru þeir Jóhann Páll Jóhannsson og Þórður Snær Júlíusson. Í yfirlýsingunni segir að Heimildin sé óháð hagsmuna- og stjórnmálaöflum. Hún sé í dreifðu eignarhaldi, meðal annars starfsmanna, og rekin með sjálfbærum hætti í krafti ákvarðana einstaklinga um að gerast áskrifendur. Nánar verði fjallað um atburðarásina í Heimildinni. Fjölmiðlar Alþingi Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira
Jón bar ásakanir sínar á borð á Facebook og í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að málið lægi þungt á allri fjölskyldu hans og að sonur hans íhugaði nú að leita réttar síns vegna þessa. Blaðamennirnir hefðu brotið freklega gegn friðhelgi einkalífs hans með því að koma því til leiðar að gerðar væru leynilegar upptökur af samtali hans við tálbeituna. „Ólíkt staðhæfingum Jóns er staðreyndin sú að Heimildin á enga aðkomu að gerð leyniupptaka sem erlendur aðili hefur gert af samtölum sínum við son Jóns, sem er jafnframt viðskiptafélagi Jóns og fyrrverandi formaður Félags hrefnuveiðimanna.“ Hafi sinnt hefðbundnu hlutverki sínu Í yfirlýsingu Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur, ritstjóra Heimildarinnar, segir að upptökur af samtölum sonar Jóns og tálbeitunnar hafi farið í dreifingu. Heimildin hafi um helgina haft samband við þá aðila sem efni samtalanna varpa grunsemdum á. Tilgangurinn sé að varpa ljósi á atburðarásina og að gefa málsaðilum færi á að skýra mál sitt, en það sé hefðbundið hlutverk fréttamiðla, ólíkt því að birta einhliða ásakanir eða ávirðingar, eins og þær sem Jón Gunnarsson hafi fært fram gegn Heimildinni og nafngreindum blaðamönnum. „Heimildin kom að engu leyti að gerð upptakanna. Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar, enda liggur fyrir að Jón hefur engar upplýsingar um aðkomu Heimildarinnar að málinu aðrar en spurningar blaðamanna um yfirlýsingar á upptökunni. Þvert á móti var tilurð fyrirspurnarinnar útskýrð í samtölum við son hans og viðskiptafélaga síðastliðinn föstudag.“ Engin tengsl við stjórnmálaflokka Loks segir að Jón hafi gefi í skyn að fyrirspurnir Heimildarinnar um yfirlýsingar sonar hans og viðskiptafélaga tengdust stjórnmálaflokknum Samfylkingunni. Jón benti í færslu sinni á Facebook á að tveir frambjóðenda Samfylkingarinnar hafi verið blaðamenn á Heimildinni eða forverum hennar, Stundinni og Kjarnanum. Það eru þeir Jóhann Páll Jóhannsson og Þórður Snær Júlíusson. Í yfirlýsingunni segir að Heimildin sé óháð hagsmuna- og stjórnmálaöflum. Hún sé í dreifðu eignarhaldi, meðal annars starfsmanna, og rekin með sjálfbærum hætti í krafti ákvarðana einstaklinga um að gerast áskrifendur. Nánar verði fjallað um atburðarásina í Heimildinni.
Fjölmiðlar Alþingi Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira