Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar 10. nóvember 2024 13:00 Lengi hafa verið deildar meiningar um skattlagningu lífeyris. Ekki hvort eigi að skattleggja lífeyri heldur hvenær, við greiðslur í sjóðinn eða þegar greitt er úr honum. Þegar ég gegndi formennsku í BSRB á árum áður vildum við þar á bæ að lífeyrisiðgjöldin yrðu skattlögð eins og aðrar tekjur okkar áður en þau rynnu inn í lífeyrissjóðinn. Fyrir bragðið yrðu greiðslurnar úr sjóðunum skattlausar svo og «ávöxtunin» sem gæti legið í plús en einnig í mínus eins og gerist með lífeyrissjóði og olíusjóði og aðra sjóði sem háðir eru sveiflum kapítalismans.Alþýðusambandið var á öndverðum meiði við okkur í BSRB og vildi láta skattleggja greiðslurnar þegar þær kæmu úr lífeyrissjóðnum en iðgjöldin undanþegin skatti. Deildar meiningar Í kjölfar hrunsins blossaði þessi ágreiningur upp á nýjan leik. Við vildum sum hver breyta skattlagningunni að þessu leyti - það er skattleggja iðgjöldin - og vorum auk þess fylgjandi því að fólk hefði sem mestan aðgang að séreignasparnaði sínum til húsnæðiskaupa. Því fékkst framgengt og hefur séreignasparnaðurinn verið aðgengilegur og skattlaus ef hann er nýttur í þessu skyni. Vel að merkja - og þetta er ekkert aukaatriði - séreignasparnaðurinn skyldi alla tíð vera mjög takmarkaður, að mínu mati og skoðanasystkina minna, og takmarkaðri en síðar var samið um á almennum launamarkaði. Forsendur mismunandi sjónarmiða Annars vegar var sagt að sparnaði almennings væri best fyrir komið hjá lífeyrissjóðum. Þeir byðu upp á árangursríkustu leiðina til þess að láta sparnað ávaxta sig; þeir leituðu uppi þá fjárfestingarkosti sem gæfu mest í aðra hönd jafnframt því að vera traustir. Þess vegna ætti að láta þá fá eins mikið til ráðstöfunar og kostur væri. Og einmitt þess vegna mætti ekki skattleggja iðgjöldin og rýra þar með þá fjárhæð sem lífeyrissjóðirnir fengju í hendur til ráðstöfunar.Á hinn bóginn var bent á, réttilega að mínu mati, að hagur okkar í samfélaginu væri ekki aðeins kominn undir gengi lífeyrissjóða heldur einnig ríkissjóðs og þangað ætti lífeyrissparnaður að renna í einhverjum mæli. Fyrr á tíð hefðu lífeyrissjóðir ávaxtað sitt pund á hóflegum kjörum með lánveitingum til nota í velferðarkerfinu, ekki síst húsnæðiskerfinu. Svo runnu upp nýir tímar og varð þá viðkvæðið hjá mörgum að lífeyrissjóðirnir ættu að hætta öllu daðri við ríkissjóð og ættu þess í stað að sækjast eftir sem hæstri ávöxtun fjármagnsins hvar sem hana væri að finna. Sparnaður landsmanna fór nú að streyma í auknum mæli til fjárfestingarbraskara en ekki inn í húsnæðiskerfið og til styrkingar innviðum samfélagsins. Þegar lífeyrissjóðirnir verða eyðileggjandi afl Fyrir um áratug orðaði ég þá hugsun að lífeyrissjóðirnir væru orðnir of fyrirferðarmiklir í hagkerfinu og ættum við að endurskoða fjárstreymi lífeyris, beina hluta sparnaðarins inn í samneysluna (sem ávaxtaði hana á félagslega gefandi hátt) en draga úr sjóðsmynduninni. Kerfið yrði þannig að hluta til gegnumstreymiskerfi eins og það upphaflega var. Sú hætta sem ég þóttist greina að væri að ágerast hér landi sem annars staðar var sú að allt það mikla fjármagn sem hlæðist upp í lífeyrissjóðunum kæmi í bakið á launafólkinu sem ætti sparnaðinn þegar allt kæmi til alls. Það gerðist þegar allt þetta fé á húsi skorti bithaga. Þá yrðu þeir hagar. Hagar fundnir Nema nú vildu lífeyrissjóðirnir ekki lengur lána til uppbyggingar þessara innviða. Nú vildu þeir eiga þá og hagnast á þeim. Nýjasta skrefið er útrás Kviku banka í Bretlandi þar sem fjárfest er í elliheimilum með ávöxtun „umfram væntingar“ að sögn Heimildarinnar 17.-23. maí sl.Umfjöllun blaðsins bar fyrirsögnina Íslenska útrásin í bresku elliheimilin. Þar segir m.a. að fjárfestingarhópur á vegum þessara útrásarbraskara (Kviku og þar með íslenskra lífeyrissjóða) sé kominn hingað til lands til að „mæla fyrir aukinni einkavæðingu í velferðarþjónustu á Íslandi.“Með öðrum orðum, fyrirsjáanlegt er að gamla fólkið muni fá heldur þynnri súpu þegar fram líða stundir. Síðustu fréttir af lífeyrissjóðum Síðustu fréttir eru svo þær að lífeyrissjóðirnir sem eiga Haga sem aftur eiga Haugkaup ætla sér að taka yfir dreifingu áfengis sem er milljarðabisniss sem hingað til hefur runnið í ríkissjóð sem fjármagnar heilbrigðiskerfið þar á meðal afleiðingar áfengisneyslu. Ábyrgir lífeyrissjóðir? Varla. En í samræmi við margt annað í kortunum sem stjórnmálamenn og samfélagið allt þarf að horfa til þegar lífeyrissjóðir eru annars vegar.Yfir lífeyrissjóðina hefur rignt kröfum um að sýna ábyrgð varðandi Haga, Hagkaup og áfengið. En ekkert hefur gerst. Forstjóri Hagkaups segir vera rífandi bisniss í brennivínssölunni sem allir vita þó að er ólögleg. Rök færð fyrir nauðsyn breytinga Hvað varðar framtíð lífeyrissjóðanna reyndi ég að færa rök fyrir nauðsyn breytinga í nokkrum greinum sem ég skrifaði á hrunárunum og í kjölfar þeirra.Eftirfarandi eru slóðir sem vísa á nokkrar þeirra. Ég rek augun í tilvísun í svokallaðan þjóðarsjóð sem margir vildu stofna á þessum árum og var talsvert rætt um hvernig hann skyldi nýttur. Þessi hugmynd þróaðist síðan og var áður en langt um leið farið að tala um Auðlindasjóð. Þeirri hugmynd hafa einkavæðingarsinnar ákaft veifað sem tálbeitu fyrir þjóðina svo hún rísi ekki upp á afturfæturna þegar Landsvirkjun og Gvendarbrunnarnir varða seldir. Þá fari hluti af arði nýrra eigenda -fjárfestanna – í þennan sjóð. Þetta er hugmynd og á hana líst mér illa. https://www.ogmundur.is/is/greinar/framtid-lifeyriskerfisins https://www.ogmundur.is/is/greinar/lifeyriskerfid-tharf-ad-endurmeta https://www.ogmundur.is/is/greinar/hvernig-a-ad-lydraedisvaeda-lifeyrissjodina https://www.ogmundur.is/is/greinar/lifeyrissjodir-a-villigotum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Lífeyrissjóðir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Sjá meira
Lengi hafa verið deildar meiningar um skattlagningu lífeyris. Ekki hvort eigi að skattleggja lífeyri heldur hvenær, við greiðslur í sjóðinn eða þegar greitt er úr honum. Þegar ég gegndi formennsku í BSRB á árum áður vildum við þar á bæ að lífeyrisiðgjöldin yrðu skattlögð eins og aðrar tekjur okkar áður en þau rynnu inn í lífeyrissjóðinn. Fyrir bragðið yrðu greiðslurnar úr sjóðunum skattlausar svo og «ávöxtunin» sem gæti legið í plús en einnig í mínus eins og gerist með lífeyrissjóði og olíusjóði og aðra sjóði sem háðir eru sveiflum kapítalismans.Alþýðusambandið var á öndverðum meiði við okkur í BSRB og vildi láta skattleggja greiðslurnar þegar þær kæmu úr lífeyrissjóðnum en iðgjöldin undanþegin skatti. Deildar meiningar Í kjölfar hrunsins blossaði þessi ágreiningur upp á nýjan leik. Við vildum sum hver breyta skattlagningunni að þessu leyti - það er skattleggja iðgjöldin - og vorum auk þess fylgjandi því að fólk hefði sem mestan aðgang að séreignasparnaði sínum til húsnæðiskaupa. Því fékkst framgengt og hefur séreignasparnaðurinn verið aðgengilegur og skattlaus ef hann er nýttur í þessu skyni. Vel að merkja - og þetta er ekkert aukaatriði - séreignasparnaðurinn skyldi alla tíð vera mjög takmarkaður, að mínu mati og skoðanasystkina minna, og takmarkaðri en síðar var samið um á almennum launamarkaði. Forsendur mismunandi sjónarmiða Annars vegar var sagt að sparnaði almennings væri best fyrir komið hjá lífeyrissjóðum. Þeir byðu upp á árangursríkustu leiðina til þess að láta sparnað ávaxta sig; þeir leituðu uppi þá fjárfestingarkosti sem gæfu mest í aðra hönd jafnframt því að vera traustir. Þess vegna ætti að láta þá fá eins mikið til ráðstöfunar og kostur væri. Og einmitt þess vegna mætti ekki skattleggja iðgjöldin og rýra þar með þá fjárhæð sem lífeyrissjóðirnir fengju í hendur til ráðstöfunar.Á hinn bóginn var bent á, réttilega að mínu mati, að hagur okkar í samfélaginu væri ekki aðeins kominn undir gengi lífeyrissjóða heldur einnig ríkissjóðs og þangað ætti lífeyrissparnaður að renna í einhverjum mæli. Fyrr á tíð hefðu lífeyrissjóðir ávaxtað sitt pund á hóflegum kjörum með lánveitingum til nota í velferðarkerfinu, ekki síst húsnæðiskerfinu. Svo runnu upp nýir tímar og varð þá viðkvæðið hjá mörgum að lífeyrissjóðirnir ættu að hætta öllu daðri við ríkissjóð og ættu þess í stað að sækjast eftir sem hæstri ávöxtun fjármagnsins hvar sem hana væri að finna. Sparnaður landsmanna fór nú að streyma í auknum mæli til fjárfestingarbraskara en ekki inn í húsnæðiskerfið og til styrkingar innviðum samfélagsins. Þegar lífeyrissjóðirnir verða eyðileggjandi afl Fyrir um áratug orðaði ég þá hugsun að lífeyrissjóðirnir væru orðnir of fyrirferðarmiklir í hagkerfinu og ættum við að endurskoða fjárstreymi lífeyris, beina hluta sparnaðarins inn í samneysluna (sem ávaxtaði hana á félagslega gefandi hátt) en draga úr sjóðsmynduninni. Kerfið yrði þannig að hluta til gegnumstreymiskerfi eins og það upphaflega var. Sú hætta sem ég þóttist greina að væri að ágerast hér landi sem annars staðar var sú að allt það mikla fjármagn sem hlæðist upp í lífeyrissjóðunum kæmi í bakið á launafólkinu sem ætti sparnaðinn þegar allt kæmi til alls. Það gerðist þegar allt þetta fé á húsi skorti bithaga. Þá yrðu þeir hagar. Hagar fundnir Nema nú vildu lífeyrissjóðirnir ekki lengur lána til uppbyggingar þessara innviða. Nú vildu þeir eiga þá og hagnast á þeim. Nýjasta skrefið er útrás Kviku banka í Bretlandi þar sem fjárfest er í elliheimilum með ávöxtun „umfram væntingar“ að sögn Heimildarinnar 17.-23. maí sl.Umfjöllun blaðsins bar fyrirsögnina Íslenska útrásin í bresku elliheimilin. Þar segir m.a. að fjárfestingarhópur á vegum þessara útrásarbraskara (Kviku og þar með íslenskra lífeyrissjóða) sé kominn hingað til lands til að „mæla fyrir aukinni einkavæðingu í velferðarþjónustu á Íslandi.“Með öðrum orðum, fyrirsjáanlegt er að gamla fólkið muni fá heldur þynnri súpu þegar fram líða stundir. Síðustu fréttir af lífeyrissjóðum Síðustu fréttir eru svo þær að lífeyrissjóðirnir sem eiga Haga sem aftur eiga Haugkaup ætla sér að taka yfir dreifingu áfengis sem er milljarðabisniss sem hingað til hefur runnið í ríkissjóð sem fjármagnar heilbrigðiskerfið þar á meðal afleiðingar áfengisneyslu. Ábyrgir lífeyrissjóðir? Varla. En í samræmi við margt annað í kortunum sem stjórnmálamenn og samfélagið allt þarf að horfa til þegar lífeyrissjóðir eru annars vegar.Yfir lífeyrissjóðina hefur rignt kröfum um að sýna ábyrgð varðandi Haga, Hagkaup og áfengið. En ekkert hefur gerst. Forstjóri Hagkaups segir vera rífandi bisniss í brennivínssölunni sem allir vita þó að er ólögleg. Rök færð fyrir nauðsyn breytinga Hvað varðar framtíð lífeyrissjóðanna reyndi ég að færa rök fyrir nauðsyn breytinga í nokkrum greinum sem ég skrifaði á hrunárunum og í kjölfar þeirra.Eftirfarandi eru slóðir sem vísa á nokkrar þeirra. Ég rek augun í tilvísun í svokallaðan þjóðarsjóð sem margir vildu stofna á þessum árum og var talsvert rætt um hvernig hann skyldi nýttur. Þessi hugmynd þróaðist síðan og var áður en langt um leið farið að tala um Auðlindasjóð. Þeirri hugmynd hafa einkavæðingarsinnar ákaft veifað sem tálbeitu fyrir þjóðina svo hún rísi ekki upp á afturfæturna þegar Landsvirkjun og Gvendarbrunnarnir varða seldir. Þá fari hluti af arði nýrra eigenda -fjárfestanna – í þennan sjóð. Þetta er hugmynd og á hana líst mér illa. https://www.ogmundur.is/is/greinar/framtid-lifeyriskerfisins https://www.ogmundur.is/is/greinar/lifeyriskerfid-tharf-ad-endurmeta https://www.ogmundur.is/is/greinar/hvernig-a-ad-lydraedisvaeda-lifeyrissjodina https://www.ogmundur.is/is/greinar/lifeyrissjodir-a-villigotum
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun