Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 9. nóvember 2024 11:32 Allt of gróflega er verið að skera niður, draga úr þjónustu við börn eins og rakið er í mörgum liðum í yfirliti frá skóla- og frístundasviði í Greinargerð fagsviða sem birt var með í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025. Brúa á 1,1 ma.kr. halla sem er fullkomlega óraunhæft ef ekki á að koma illa niður á þjónustu við börn. Óumflýjanlegt er að skerðingarnar komi niður á þjónustu við börn. Hér verða tekin nokkur dæmi. Hagræða á í Brúarskóla sem er löngu sprunginn. Taka á upp samkennslu 1.-2. bekk og 3.-4. bekk sem leiða mun til þess að hvert barn fær minni athygli. Ráðast skal í að fresta verkefnum eins og „Fyrr á frístundaheimili“. Niðurskurðarhnífnum er jafnframt beitt á þjónustu frístundaheimila. Stytta á opnunartíma frístundaheimila frá skólabyrjun til skólaslita. Fækka á keyptum kennslustundum af tónlistarskólum og breyta samningi við Myndlistarskólann. Listinn er mun lengri og þess utan á að hækka gjaldskrár um 3,5% þann 1. janúar 2025. Ekki gert ráð fyrir óvissuþáttum Flokkur fólksins hefur áhyggjur af fjölda verkefna sem tengjast líðan barna og unglinga og sem snúa að því að sporna við einelti, ofbeldi og hatursumræðu. Einnig verkefnum sem tengjast álagi á starfsfólk og fjarvistum vegna veikinda. Það kann ekki góðri lukku að stýra að hagræða svo mikið að ekkert svigrúm er til veita aðstoð ef upp koma óvænt tilfelli/atvik. Flokkur fólksins vill nefna hér nokkur brýn dæmi sem borgin ætti að stíga inn með fjárhagsstuðning og ekki síst sálrænan stuðning í formi áfallahjálpar. Fyrst er að nefna þolendur bakteríusýkingar e.coli sem kom upp á leikskólanum Mánagarði. Bjóða ætti foreldrum, börnum og starfsfólki á Mánagarði áfallahjálp og /eða annan stuðning eftir atvikum/þörfum. Það er það minnsta sem borgin getur gert í svona aðstæðum til að hjálpa fólkinu sem tengdist þessu erfiða máli að ná sér. Fleiri mál má nefna sem borgin þarf að stíga inn í og veita bæði fjármagn og andlega aðstoð. Flokkur fólksins leggur til að styrkur sá sem Reykjavíkurborg ætlar að veita Foreldrahúsi að upphæð 10 m.kr. verði hækkaður. Í stað 10 m.kr. verði styrkurinn 15 m.kr. Það er hætta á að Foreldrahús þurfi að leggja niður starfsemi sína vegna fjárskorts. Um er að ræða eina úrræðið sem foreldrum barna og ungmenn í vímuefnavanda stendur til boða. Þriðja atriðið sem mætti nefna er afleiðingar myglu og raka í skólabyggingum. Borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði árið 2023 fram tillögu um skaðabætur til þeirra sem komu verst út úr veikindum og fjarveru vegna myglu í skólahúsnæði. Dæmi eru um að starfsfólk hafi hrökklast úr starfi vegna veikinda tengdum myglu og að einhver börn séu orðin langveik og veikindin rakin til myglu- og raka í skólabyggingu. Nefna má í þessu sambandi þrautagöngu Laugarnesskóla. Vitlaust gefið Flokkur fólksins hefur sagt það árum saman að það hefur ekki verið rétt gefið rétt í þessari borg, forgangsröðun hefur verið röng. Börn og viðkvæmir minnihlutahópar hafa orðið verst fyrir barðinu á rangri forgangsröðun fjármagns. Nóg er nú samt lagt á börnin um þessar mundir, mörg eru að koma illa út námslega, líður illa og mörg hafa hallað sér í meiri mæli en gott er að símum og samfélagsmiðlum. Það væri nær að styrkja og auka þjónustu við börn og fjölskyldur í stað þess að skerða þjónustu við börn og ungmenni. Flokkur fólksins vill að fólkið sé sett í forgang, Fólkið fyrst og svo allt hitt. , sálfræðingur er borgarfulltrúi Flokks fólksins og skipar einnig 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi Alþingiskosningum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Allt of gróflega er verið að skera niður, draga úr þjónustu við börn eins og rakið er í mörgum liðum í yfirliti frá skóla- og frístundasviði í Greinargerð fagsviða sem birt var með í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025. Brúa á 1,1 ma.kr. halla sem er fullkomlega óraunhæft ef ekki á að koma illa niður á þjónustu við börn. Óumflýjanlegt er að skerðingarnar komi niður á þjónustu við börn. Hér verða tekin nokkur dæmi. Hagræða á í Brúarskóla sem er löngu sprunginn. Taka á upp samkennslu 1.-2. bekk og 3.-4. bekk sem leiða mun til þess að hvert barn fær minni athygli. Ráðast skal í að fresta verkefnum eins og „Fyrr á frístundaheimili“. Niðurskurðarhnífnum er jafnframt beitt á þjónustu frístundaheimila. Stytta á opnunartíma frístundaheimila frá skólabyrjun til skólaslita. Fækka á keyptum kennslustundum af tónlistarskólum og breyta samningi við Myndlistarskólann. Listinn er mun lengri og þess utan á að hækka gjaldskrár um 3,5% þann 1. janúar 2025. Ekki gert ráð fyrir óvissuþáttum Flokkur fólksins hefur áhyggjur af fjölda verkefna sem tengjast líðan barna og unglinga og sem snúa að því að sporna við einelti, ofbeldi og hatursumræðu. Einnig verkefnum sem tengjast álagi á starfsfólk og fjarvistum vegna veikinda. Það kann ekki góðri lukku að stýra að hagræða svo mikið að ekkert svigrúm er til veita aðstoð ef upp koma óvænt tilfelli/atvik. Flokkur fólksins vill nefna hér nokkur brýn dæmi sem borgin ætti að stíga inn með fjárhagsstuðning og ekki síst sálrænan stuðning í formi áfallahjálpar. Fyrst er að nefna þolendur bakteríusýkingar e.coli sem kom upp á leikskólanum Mánagarði. Bjóða ætti foreldrum, börnum og starfsfólki á Mánagarði áfallahjálp og /eða annan stuðning eftir atvikum/þörfum. Það er það minnsta sem borgin getur gert í svona aðstæðum til að hjálpa fólkinu sem tengdist þessu erfiða máli að ná sér. Fleiri mál má nefna sem borgin þarf að stíga inn í og veita bæði fjármagn og andlega aðstoð. Flokkur fólksins leggur til að styrkur sá sem Reykjavíkurborg ætlar að veita Foreldrahúsi að upphæð 10 m.kr. verði hækkaður. Í stað 10 m.kr. verði styrkurinn 15 m.kr. Það er hætta á að Foreldrahús þurfi að leggja niður starfsemi sína vegna fjárskorts. Um er að ræða eina úrræðið sem foreldrum barna og ungmenn í vímuefnavanda stendur til boða. Þriðja atriðið sem mætti nefna er afleiðingar myglu og raka í skólabyggingum. Borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði árið 2023 fram tillögu um skaðabætur til þeirra sem komu verst út úr veikindum og fjarveru vegna myglu í skólahúsnæði. Dæmi eru um að starfsfólk hafi hrökklast úr starfi vegna veikinda tengdum myglu og að einhver börn séu orðin langveik og veikindin rakin til myglu- og raka í skólabyggingu. Nefna má í þessu sambandi þrautagöngu Laugarnesskóla. Vitlaust gefið Flokkur fólksins hefur sagt það árum saman að það hefur ekki verið rétt gefið rétt í þessari borg, forgangsröðun hefur verið röng. Börn og viðkvæmir minnihlutahópar hafa orðið verst fyrir barðinu á rangri forgangsröðun fjármagns. Nóg er nú samt lagt á börnin um þessar mundir, mörg eru að koma illa út námslega, líður illa og mörg hafa hallað sér í meiri mæli en gott er að símum og samfélagsmiðlum. Það væri nær að styrkja og auka þjónustu við börn og fjölskyldur í stað þess að skerða þjónustu við börn og ungmenni. Flokkur fólksins vill að fólkið sé sett í forgang, Fólkið fyrst og svo allt hitt. , sálfræðingur er borgarfulltrúi Flokks fólksins og skipar einnig 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi Alþingiskosningum
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun