Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. nóvember 2024 22:06 Svandísi finnst sorglegt að Snorri hafi gengið til liðs við Miðflokkinn. vísir Svandísi Svavarsdóttur formanni Vinstri grænna finnst sorglegt að sjá að „ungur maður eins og Snorri Másson“ ali á ótta og fordómum með orðræðu sinni í forystu Miðflokksins. Orðræða flokksins sé til þess fallin að sundra samfélaginu. Svandís lét þessi orð falla í hlaðvarpinu Ein pæling. Þar sagði hún ljóst að kvenfyrirlitning og karlremba risi í stjórnmálum, bæði vestanhafs og í Evrópu. „Við sjáum svona sprota hér. Og mér finnst átakanlegt að ungir karlmenn skuli hlaupa undir það ljós sem er sprottið af hatri og forréttindablindu gagnvart hópum sem eru jaðarsettir, hvort sem það eru konur, fólk af erlendum uppruna, hinsegin fólk, og beita orðræðu gegn þessum hópum af miklu alvöruleysi og eru þar með að fiska í gruggugu vatni að mínu mati,“ sagði Svandís. Það sé auðvelt að vera óábyrgur í stjórnmálum og kalla fram fordóma og hatur gagnvart einstökum hópum. Flóknara en „aðlögun“ eða „inngilding“ „Og það að ungur maður eins og Snorri Másson skuli stíga það skref inn í forystu Miðflokksins finnst mér alvarlegt. Mér finnst fylgja því mikil ábyrgð og mér finnst það sorglegt gagnvart málaflokkum sem eru þannig að það er við það að tendrast mikið bál haturs,“ segir Svandís sem vísar til nýrrar könnunar sem hafi verið gerð í Noregi og sýni að töluverður fjöldi ungra karlmanna hefðu kosið Donald Trump nýkjörinn forseta Bandaríkjanna í afstöðnum Bandaríkjakosningum. „Þetta er fyrst og fremst sprottið af þessari rót. Mér finnst að við getum ekki talað um þessi mál af léttuð. Við getum ekki talað um þessi mál eins og það snúist um smekksatriði líkt og hvort við segjum „aðlögun“ eða „inngilding“ eða eitthvað slíkt. Málið er bara miklu flóknara og alvarlegra en svo að við eigum að gera það með opin augun að teyma íslenskt samfélag inn í svona hatursorðræðu,“ sagði Svandís. Magna upp ótta við hið óþekkta Þórarinn Hjartarsson þáttastjórnandi setti spurningamerki við notkun hennar á orðinu hatur. Hann viðurkenndi að hann væri sammála mörgu sem Snorri hefði sagt og taldi orð hans sprottin út frá óþoli gagnvart pólitískum rétttrúnaði sem hafi tekið sér dagskrárvald. Hann gæti ekki litið á heilan kjósendahóp, og vísaði þar til kjósendahóps Trump, sem hatursfullan. Opinskáar umræður um viðkvæm málefni líkt útlendingamál og málefni transfólks þurfi að eiga sér stað, sagði Þórarinn, og beindi sérstaklega sjónum að álitamálum tengdum transfólki og íþróttum, klósettum og fangelsi. Svandís sagðist ekki halda því fram að einhverjir kjósendahópar væru hatursfyllri en aðrir. „En þegar ég tala um að fiska í gruggugu vatni, þá er ég að tala um að beita orðræðunni til að magna upp ótta við hið óþekkta og þar með að kalla fram fylgi við sjónarmið sem næra það að samfélagið sé aðskilið en ekki sameinað,“ sagði Svandís. Hún rakti í framhaldinu vinnu í tengslum við löggjöf um kynrænt sjálfræði, sem unnið var í samráði við samtökin Trans Ísland og Intersex Ísland árið 2017. „Sem betur fer var það pólitískt fært að klára þessa löggjöf, þó að þar sé ekki þar með sagt að öllum spurningum sé svarað. Þú nefnir hér nokkrar spurningar og það má alveg tala um þau mál. En ef að það hvernig við kynskiptum klósettum er með því stærsta sem þar er eftir, þá höfum við tekist á við flóknari mál en það. Við hliðina á því að transfólk njóti mannréttinda, njóti þess að fá að skilgreina sitt kyn og fólk sem er intersex fái að njóta þeirrar stöðu að það sé ekki um að ræða inngrip í þeirra líkama án þeirra samþykkis. Þetta er grundvallaratriði,“ sagði Svandís. Hlusta má á viðtalið hér að neðan. Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Miðflokkurinn Málefni trans fólks Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Svandís lét þessi orð falla í hlaðvarpinu Ein pæling. Þar sagði hún ljóst að kvenfyrirlitning og karlremba risi í stjórnmálum, bæði vestanhafs og í Evrópu. „Við sjáum svona sprota hér. Og mér finnst átakanlegt að ungir karlmenn skuli hlaupa undir það ljós sem er sprottið af hatri og forréttindablindu gagnvart hópum sem eru jaðarsettir, hvort sem það eru konur, fólk af erlendum uppruna, hinsegin fólk, og beita orðræðu gegn þessum hópum af miklu alvöruleysi og eru þar með að fiska í gruggugu vatni að mínu mati,“ sagði Svandís. Það sé auðvelt að vera óábyrgur í stjórnmálum og kalla fram fordóma og hatur gagnvart einstökum hópum. Flóknara en „aðlögun“ eða „inngilding“ „Og það að ungur maður eins og Snorri Másson skuli stíga það skref inn í forystu Miðflokksins finnst mér alvarlegt. Mér finnst fylgja því mikil ábyrgð og mér finnst það sorglegt gagnvart málaflokkum sem eru þannig að það er við það að tendrast mikið bál haturs,“ segir Svandís sem vísar til nýrrar könnunar sem hafi verið gerð í Noregi og sýni að töluverður fjöldi ungra karlmanna hefðu kosið Donald Trump nýkjörinn forseta Bandaríkjanna í afstöðnum Bandaríkjakosningum. „Þetta er fyrst og fremst sprottið af þessari rót. Mér finnst að við getum ekki talað um þessi mál af léttuð. Við getum ekki talað um þessi mál eins og það snúist um smekksatriði líkt og hvort við segjum „aðlögun“ eða „inngilding“ eða eitthvað slíkt. Málið er bara miklu flóknara og alvarlegra en svo að við eigum að gera það með opin augun að teyma íslenskt samfélag inn í svona hatursorðræðu,“ sagði Svandís. Magna upp ótta við hið óþekkta Þórarinn Hjartarsson þáttastjórnandi setti spurningamerki við notkun hennar á orðinu hatur. Hann viðurkenndi að hann væri sammála mörgu sem Snorri hefði sagt og taldi orð hans sprottin út frá óþoli gagnvart pólitískum rétttrúnaði sem hafi tekið sér dagskrárvald. Hann gæti ekki litið á heilan kjósendahóp, og vísaði þar til kjósendahóps Trump, sem hatursfullan. Opinskáar umræður um viðkvæm málefni líkt útlendingamál og málefni transfólks þurfi að eiga sér stað, sagði Þórarinn, og beindi sérstaklega sjónum að álitamálum tengdum transfólki og íþróttum, klósettum og fangelsi. Svandís sagðist ekki halda því fram að einhverjir kjósendahópar væru hatursfyllri en aðrir. „En þegar ég tala um að fiska í gruggugu vatni, þá er ég að tala um að beita orðræðunni til að magna upp ótta við hið óþekkta og þar með að kalla fram fylgi við sjónarmið sem næra það að samfélagið sé aðskilið en ekki sameinað,“ sagði Svandís. Hún rakti í framhaldinu vinnu í tengslum við löggjöf um kynrænt sjálfræði, sem unnið var í samráði við samtökin Trans Ísland og Intersex Ísland árið 2017. „Sem betur fer var það pólitískt fært að klára þessa löggjöf, þó að þar sé ekki þar með sagt að öllum spurningum sé svarað. Þú nefnir hér nokkrar spurningar og það má alveg tala um þau mál. En ef að það hvernig við kynskiptum klósettum er með því stærsta sem þar er eftir, þá höfum við tekist á við flóknari mál en það. Við hliðina á því að transfólk njóti mannréttinda, njóti þess að fá að skilgreina sitt kyn og fólk sem er intersex fái að njóta þeirrar stöðu að það sé ekki um að ræða inngrip í þeirra líkama án þeirra samþykkis. Þetta er grundvallaratriði,“ sagði Svandís. Hlusta má á viðtalið hér að neðan.
Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Miðflokkurinn Málefni trans fólks Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira