Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2024 22:02 Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði segir margt áhugavert í nýrri Maskínukönnun. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir fylgi flokkanna enn á mikilli hreyfinu. Það sé ekki fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum en það gæti gerst núna. Hann segir að möguleiki sé á að sett verði nýtt Íslandsmet í dauðum atkvæðum. „Helsta breytingin í þessari könnun er að Viðreisn er að bæta vel við sig,“ segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fylgi flokkanna er á töluverðri hreyfingu nú þegar einungis rúmar þrjár vikur eru til kosninga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Viðreisn er á mikilli siglingu og bætir við sig þremur prósentustigum á milli kannana. Fylgið hefur ríflega tvöfaldast frá síðustu kosningum og stendur nú í 19,4 prósentum. Hann segir erfitt að vita hvað valdi. Það geti verið stefnumál eins og Evrópumál eða jafnvel framganga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns flokksins, í kappræðum á Stöð 2 og RÚV. „Við vitum hins vegar hvaðan fylgi Viðreisnar er að koma miðað við síðustu kosningar,“ segir Ólafur. Ríflega þriðjungur sem ætli að kjósa flokkinn hafi gert það líka síðast, þriðjungur hafi kosið Sjálfstæðisflokk eða Framsóknarflokk og svo hafi þriðjungur kosið Vinstri græn, Samfylkingu eða Pírata. „Viðreisn er að fá fylgið víða að.“ Ólafur segir að í könnuninni megi einnig sjá að fylgið flakki á milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks. Það sé samhljómur meðal þessara flokka. Auk þess hafi það sést vel í kappræðum á RÚV síðustu helgi að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lögðu báðir mikla áherslu á klassíska markaðshyggju, lítil ríkisafskipti og lága skatta. Fólk kjósi yfirleitt það sem það vill kjósa Í könnuninni má einnig sjá að margir flokkar eru enn að berjast við það að ná inn á þing. Það eru Sósíalistaflokkurinn, Vinstri græn og Píratar. Ólafur segir hugsanlegt að kjósendur þessara flokka kjósi taktískt svo að atkvæði þeirra falli ekki í glæ. Það sé hins vegar ekkert fordæmi fyrir því að kjósendur kjósi taktískt í alþingiskosningum. „Þeir hafa yfirleitt bara kosið það sem þeir vilja.“ Það hafi sést taktísk kosning forsetakosningunum í vor og því megi alveg vera að kjósendur ákveði að gera það sama í lok nóvember. „Ef að niðurstöðurnar yrðu eins og könnunin með þessa þrjá flokka, þá myndu 15 prósent atkvæða verða dauð í kosningunum, og það yrði nýtt Íslandsmet.“ Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Framsóknarflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Þingflokksformaður Pírata segir hreyfinguna stefna á að komast í stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins þótt á brattan hafi verið að sækja í könnunum. Í Samtalinu með Heimi Má segir hún enn nauðsynlegra en áður að taka upp viðræður um aðild að Evrópusambandinu eftir að Donald Trump var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2024 19:50 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Jakob Frímann Magnússon, frambjóðandi Miðflokksins, segir að hafi eitthvað borið í milli í aðdraganda þess að hann sagði sig úr Flokki fólksins, hafi borið í milli hvað varðaði listamannalaun. Hann hafi viljað fjölga listamönnum á launum en ekki þingflokkurinn. 7. nóvember 2024 08:39 Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump Afgerandi meirihluti Íslendinga vill að Kamala Harris vinni kosningarnar vestanhafs í dag. 41 prósent þeirra sem segjast munu kjósa Miðflokkinn í komandi alþingiskosningum vilja aftur á móti sjá Trump vinna. 5. nóvember 2024 13:55 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
„Helsta breytingin í þessari könnun er að Viðreisn er að bæta vel við sig,“ segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fylgi flokkanna er á töluverðri hreyfingu nú þegar einungis rúmar þrjár vikur eru til kosninga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Viðreisn er á mikilli siglingu og bætir við sig þremur prósentustigum á milli kannana. Fylgið hefur ríflega tvöfaldast frá síðustu kosningum og stendur nú í 19,4 prósentum. Hann segir erfitt að vita hvað valdi. Það geti verið stefnumál eins og Evrópumál eða jafnvel framganga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns flokksins, í kappræðum á Stöð 2 og RÚV. „Við vitum hins vegar hvaðan fylgi Viðreisnar er að koma miðað við síðustu kosningar,“ segir Ólafur. Ríflega þriðjungur sem ætli að kjósa flokkinn hafi gert það líka síðast, þriðjungur hafi kosið Sjálfstæðisflokk eða Framsóknarflokk og svo hafi þriðjungur kosið Vinstri græn, Samfylkingu eða Pírata. „Viðreisn er að fá fylgið víða að.“ Ólafur segir að í könnuninni megi einnig sjá að fylgið flakki á milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks. Það sé samhljómur meðal þessara flokka. Auk þess hafi það sést vel í kappræðum á RÚV síðustu helgi að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lögðu báðir mikla áherslu á klassíska markaðshyggju, lítil ríkisafskipti og lága skatta. Fólk kjósi yfirleitt það sem það vill kjósa Í könnuninni má einnig sjá að margir flokkar eru enn að berjast við það að ná inn á þing. Það eru Sósíalistaflokkurinn, Vinstri græn og Píratar. Ólafur segir hugsanlegt að kjósendur þessara flokka kjósi taktískt svo að atkvæði þeirra falli ekki í glæ. Það sé hins vegar ekkert fordæmi fyrir því að kjósendur kjósi taktískt í alþingiskosningum. „Þeir hafa yfirleitt bara kosið það sem þeir vilja.“ Það hafi sést taktísk kosning forsetakosningunum í vor og því megi alveg vera að kjósendur ákveði að gera það sama í lok nóvember. „Ef að niðurstöðurnar yrðu eins og könnunin með þessa þrjá flokka, þá myndu 15 prósent atkvæða verða dauð í kosningunum, og það yrði nýtt Íslandsmet.“
Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Framsóknarflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Þingflokksformaður Pírata segir hreyfinguna stefna á að komast í stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins þótt á brattan hafi verið að sækja í könnunum. Í Samtalinu með Heimi Má segir hún enn nauðsynlegra en áður að taka upp viðræður um aðild að Evrópusambandinu eftir að Donald Trump var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2024 19:50 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Jakob Frímann Magnússon, frambjóðandi Miðflokksins, segir að hafi eitthvað borið í milli í aðdraganda þess að hann sagði sig úr Flokki fólksins, hafi borið í milli hvað varðaði listamannalaun. Hann hafi viljað fjölga listamönnum á launum en ekki þingflokkurinn. 7. nóvember 2024 08:39 Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump Afgerandi meirihluti Íslendinga vill að Kamala Harris vinni kosningarnar vestanhafs í dag. 41 prósent þeirra sem segjast munu kjósa Miðflokkinn í komandi alþingiskosningum vilja aftur á móti sjá Trump vinna. 5. nóvember 2024 13:55 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Þingflokksformaður Pírata segir hreyfinguna stefna á að komast í stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins þótt á brattan hafi verið að sækja í könnunum. Í Samtalinu með Heimi Má segir hún enn nauðsynlegra en áður að taka upp viðræður um aðild að Evrópusambandinu eftir að Donald Trump var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2024 19:50
„Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Jakob Frímann Magnússon, frambjóðandi Miðflokksins, segir að hafi eitthvað borið í milli í aðdraganda þess að hann sagði sig úr Flokki fólksins, hafi borið í milli hvað varðaði listamannalaun. Hann hafi viljað fjölga listamönnum á launum en ekki þingflokkurinn. 7. nóvember 2024 08:39
Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump Afgerandi meirihluti Íslendinga vill að Kamala Harris vinni kosningarnar vestanhafs í dag. 41 prósent þeirra sem segjast munu kjósa Miðflokkinn í komandi alþingiskosningum vilja aftur á móti sjá Trump vinna. 5. nóvember 2024 13:55