Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Árni Sæberg skrifar 7. nóvember 2024 11:57 Kristrún varar við hugmyndum Ingu um lífeyrissjóðakerfið. Vísir/Anton Brink Hugmyndir Ingu Sæland um að sækja níutíu milljarða á ári með aukinni skattheimtu á innborganir í lífeyrissjóði hafa farið öfugt ofan í ýmsa. Varaþingmaður segir Ingu lýsa því hvernig hún muni „varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum á framtíðarkynslóðir“ og formaður Samfylkingar telur áformin feigðarflan. Inga lýsti áformum sínum í viðtali í Spursmálum á dögunum. Þar sagði hún að Flokkur fólksins ætlaði að „taka níutíu milljarða af lífeyrissjóðunum á hverju einasta, einasta, einasta ári.“ Þetta sagði hún munu verða gert með því að skattleggja iðgjöld sem greidd eru í lífeyrissjóði þegar þau eru greidd, en ekki við útgreiðslu úr sjóðunum. Hendi kerfinu á haugana Kári Gautason, varaþingmaður og aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur, formanns Vinstri grænna, segir í færslu á Facebook að viðtalið við Ingu sé það mest upplýsandi sem tekið hefur verið í Spursmálum í aðdraganda kosningana, en þangað hefur fjöldi frambjóðanda mætt. „Ég heyri ekki betur en að þarna sé Inga Sæland að lýsa því hvernig hún muni í nokkrum öruggum skrefum varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum á framtíðarkynslóðir. Kynslóð dóttur minnar og hennar jafnaldra. Með því að taka næstum því fullklárað lífeyrissjóðakerfi og henda því á haugana, færa verðmæti til núlifandi kynslóða og binda klafa á framtíðina,“ segir hann. Myndi draga úr ávöxtun Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, vitnaði í viðtal Morgunblaðsins við Ingu þegar þær mættu í kosningapallborðið á Vísi í gær ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins. Umræðan um lífeyrismálin hefst á 22. mínútu. „Ég veit ekki hvort þetta sé eitthvað sem þau munu áfram standa við en stór partur af áxöxtun inni í lífeyrissjóði ræðst af því hvað þú greiðir inn í þá. Ef þú tekur skattinn fyrir fram út, stóran hluta af því, þá er auðvitað minni ávöxtun. Ég skil það alveg, ég skil það mjög vel, að fólk hafi efasemdir varðandi lífeyrissjóðskerfið, að það sé ekki að fjárfesta á réttum stöðum og svo framvegis. Það er mjög eðlilegt að vera með svoleiðis skoðanir en það breytir því ekki að þrátt fyrir það að lífeyrissjóðrinir gætu gert margt öðruvísi, þá er þetta að mörgu leyti stórkostlegt kerfi og við höfum staðið okkur mjög vel hvað það varðar.“ Stórar efnahagslegar breytingar eins og þær sem Inga leggur til gætu að hennar mati haft mikil áhrif á þá hópa samfélagsins sem Inga hefur helst barist fyrir. Ætlar hiklaust að fylgja málinu eftir Inga bað um að fá að svara fyrir sig og sagði að Flokkur fólksins muni hiklaust fylgja hugmyndinni eftir. „Það er einn af stóru þáttunum sem við viljum ráðast í, að afnema þessa svokölluðu undanþágureglu lífeyrissjóðanna á staðgreiðslu skatta við innborgun, sem við öll hin þurfum hins vegar að taka á okkur.“ Lífeyrissjóðirnir sitji nú á um 9000 milljörðum í eignum og inn í þá flæði um 400 milljarðar á ári. „Við viljum fá staðgreiðsluna strax og það vita það allir, sem hafa unnið í sveita síns andlitis, að þegar það kemur að því að fá greitt út úr lífeyrissjóði og staðgreiðslan er tekin, og þau eru jafnvel að fá 180 þúsund á mánuði eftir heila starfsævi, þá eru þau skert á móti í almannatryggingakerfinu. Þegar það er alltaf verið að tala um að ávaxta fyrir fólkið, þetta er bara mantra, þetta er bara bull, ég hlusta ekki á þetta.“ Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Flokkur fólksins Vinstri græn Efnahagsmál Lífeyrissjóðir Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Sjá meira
Inga lýsti áformum sínum í viðtali í Spursmálum á dögunum. Þar sagði hún að Flokkur fólksins ætlaði að „taka níutíu milljarða af lífeyrissjóðunum á hverju einasta, einasta, einasta ári.“ Þetta sagði hún munu verða gert með því að skattleggja iðgjöld sem greidd eru í lífeyrissjóði þegar þau eru greidd, en ekki við útgreiðslu úr sjóðunum. Hendi kerfinu á haugana Kári Gautason, varaþingmaður og aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur, formanns Vinstri grænna, segir í færslu á Facebook að viðtalið við Ingu sé það mest upplýsandi sem tekið hefur verið í Spursmálum í aðdraganda kosningana, en þangað hefur fjöldi frambjóðanda mætt. „Ég heyri ekki betur en að þarna sé Inga Sæland að lýsa því hvernig hún muni í nokkrum öruggum skrefum varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum á framtíðarkynslóðir. Kynslóð dóttur minnar og hennar jafnaldra. Með því að taka næstum því fullklárað lífeyrissjóðakerfi og henda því á haugana, færa verðmæti til núlifandi kynslóða og binda klafa á framtíðina,“ segir hann. Myndi draga úr ávöxtun Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, vitnaði í viðtal Morgunblaðsins við Ingu þegar þær mættu í kosningapallborðið á Vísi í gær ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins. Umræðan um lífeyrismálin hefst á 22. mínútu. „Ég veit ekki hvort þetta sé eitthvað sem þau munu áfram standa við en stór partur af áxöxtun inni í lífeyrissjóði ræðst af því hvað þú greiðir inn í þá. Ef þú tekur skattinn fyrir fram út, stóran hluta af því, þá er auðvitað minni ávöxtun. Ég skil það alveg, ég skil það mjög vel, að fólk hafi efasemdir varðandi lífeyrissjóðskerfið, að það sé ekki að fjárfesta á réttum stöðum og svo framvegis. Það er mjög eðlilegt að vera með svoleiðis skoðanir en það breytir því ekki að þrátt fyrir það að lífeyrissjóðrinir gætu gert margt öðruvísi, þá er þetta að mörgu leyti stórkostlegt kerfi og við höfum staðið okkur mjög vel hvað það varðar.“ Stórar efnahagslegar breytingar eins og þær sem Inga leggur til gætu að hennar mati haft mikil áhrif á þá hópa samfélagsins sem Inga hefur helst barist fyrir. Ætlar hiklaust að fylgja málinu eftir Inga bað um að fá að svara fyrir sig og sagði að Flokkur fólksins muni hiklaust fylgja hugmyndinni eftir. „Það er einn af stóru þáttunum sem við viljum ráðast í, að afnema þessa svokölluðu undanþágureglu lífeyrissjóðanna á staðgreiðslu skatta við innborgun, sem við öll hin þurfum hins vegar að taka á okkur.“ Lífeyrissjóðirnir sitji nú á um 9000 milljörðum í eignum og inn í þá flæði um 400 milljarðar á ári. „Við viljum fá staðgreiðsluna strax og það vita það allir, sem hafa unnið í sveita síns andlitis, að þegar það kemur að því að fá greitt út úr lífeyrissjóði og staðgreiðslan er tekin, og þau eru jafnvel að fá 180 þúsund á mánuði eftir heila starfsævi, þá eru þau skert á móti í almannatryggingakerfinu. Þegar það er alltaf verið að tala um að ávaxta fyrir fólkið, þetta er bara mantra, þetta er bara bull, ég hlusta ekki á þetta.“
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Flokkur fólksins Vinstri græn Efnahagsmál Lífeyrissjóðir Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Sjá meira