Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar 7. nóvember 2024 11:30 Lýðræðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að skipuð verði óháð rannsóknarnefnd til að rannsaka viðbrögð stjórnvalda þegar Covidflensan reið hér yfir. Við munum leggja til að í nefndinni verði fulltrúi þeirra sem hafi hlotið sprautuskaða, fulltrúi lækna sem fengu ávítur fyrir að fylgja læknaeið sínum og sannfæringu, fulltrúi smærri fyrirtækja, sem og fulltrúi yfirvalda. Á hvaða forsendum var fyrirtækjum skipað að loka í marga mánuði með gríðarlegu tap í för með sér sem ríkið þurfti síðan að bæta þeim á kostnað skattgreiðenda? Nokkrum mánuðum síðar greiddu stærstu fyrirtækin eigendum arðgreiðslur upp á milljarða. Á hvaða forsendum var fólki bannað að hitta ástvini og vini og skipað að halda sig heima? Á hvaða forsendum var fólki meinað að ferðast nema fá sprautu með efni sem var ekki búið að rannsaka nægilega? Á hvaða forsendum var fólki smalað í Laugardalshöll, þvingað í sprauturnar og löggæslumenn sáu til þess að enginn slyppi úr röðinni? Á hvaða forsendum var blaðamönnum og fjölmiðlum bannað að fjalla um aðrar leiðir til að kveða niður Covid en þær sem þríeykið básúnaði undir stjórn ríkisstjórnar og alþingis? Á hvaða forsendum var málfrelsi Íslendinga heft og mannorð þeirra sem gagnrýndu skipanir yfirvalda eyðilagt? Af hverju voru skilaboð um að Lýsið okkar góða og D vítamín virkuðu sem forvörn þögguð niður? Þetta eru bara örfáar af mörgum spurningum sem brenna á þjóðinni og þarf að rannsaka. Ríkisstjórnin tók við fyrirmælum beint frá WHO alþjóðheilbrigðisstofnuninni sem er að stóru leyti fjármögnuð af auðugu fólki sem hefur beina hagsmuni af lyfja- og bóluefnasölu. Það var þeim í hag að ýta bóluefnum með takmarkaðar rannsóknir að fólki og þagga niður lyf sem höfðu reynst vel gegn Covid. Þríeykið flutti síðan fyrirmælin á daglegum fundum og fréttastofur upplýstu um dauðatölur heimsins og ný afbrigði til að viðhalda óttastjórnuninni og réttlæta takmarkanir og höft. Fyrirmæli um aðgerðir byggði WHO á niðurstöðum tveggja óhagnaðardrifinna félagasamtaka (NGO), The Imperial College Research Team í London og IHME, Institute for Health Metrics and Evaluation í Washington. Hinn 16. mars 2020 spáðu fyrri samtökin 500 þúsund dauðsföllum í Bretlandi og 2,2 milljónum í Bandaríkjunum ef stjórnvöld gripu ekki til strangra takmarkana. Hin samtökin, IHME, Institute For Health Metrics and Evaluation, staðfesti þessar upplýsingar og sagði að 1,5-2,2 milljónir Bandaríkjamanna myndu farast ef ekkert yrði að gert. Fyrir Covid fékk IHME 279 milljónir dollara úr sjóðum billjarðamæringanna og Imperial College hópurinn fékk 80 þúsund dollara. Hér eru því bein hagsmunatengsl. Það er ekki spurning hvort heldur hvenær næsta flensa kemur og óttastjórnunin tekur aftur við. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin er nú þegar byrjuð að seilast inn á valdsvæði ríkisstjórna og mun boða hertar aðgerðir um leið og bólar einhverri flensu. Við sáum það í ágúst s.l. þegar yfirmaður WHO lýsti yfir neyðarástandi í heiminum því einn var sagður hafa dáið úr apabólu. Við verðum að rannsaka hvað gerðist til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Það er stórhættulegt að tveir af þríeykinu séu í framboði því þeir munu að sjálfsögðu gera allt til að koma í veg fyrir svona rannsókn. Lýðræðisflokkurinn mun hins vegar beita sér fyrir slíkri rannsókn. Höfundur er rithöfundur og skipar 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lýðræðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Lýðræðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að skipuð verði óháð rannsóknarnefnd til að rannsaka viðbrögð stjórnvalda þegar Covidflensan reið hér yfir. Við munum leggja til að í nefndinni verði fulltrúi þeirra sem hafi hlotið sprautuskaða, fulltrúi lækna sem fengu ávítur fyrir að fylgja læknaeið sínum og sannfæringu, fulltrúi smærri fyrirtækja, sem og fulltrúi yfirvalda. Á hvaða forsendum var fyrirtækjum skipað að loka í marga mánuði með gríðarlegu tap í för með sér sem ríkið þurfti síðan að bæta þeim á kostnað skattgreiðenda? Nokkrum mánuðum síðar greiddu stærstu fyrirtækin eigendum arðgreiðslur upp á milljarða. Á hvaða forsendum var fólki bannað að hitta ástvini og vini og skipað að halda sig heima? Á hvaða forsendum var fólki meinað að ferðast nema fá sprautu með efni sem var ekki búið að rannsaka nægilega? Á hvaða forsendum var fólki smalað í Laugardalshöll, þvingað í sprauturnar og löggæslumenn sáu til þess að enginn slyppi úr röðinni? Á hvaða forsendum var blaðamönnum og fjölmiðlum bannað að fjalla um aðrar leiðir til að kveða niður Covid en þær sem þríeykið básúnaði undir stjórn ríkisstjórnar og alþingis? Á hvaða forsendum var málfrelsi Íslendinga heft og mannorð þeirra sem gagnrýndu skipanir yfirvalda eyðilagt? Af hverju voru skilaboð um að Lýsið okkar góða og D vítamín virkuðu sem forvörn þögguð niður? Þetta eru bara örfáar af mörgum spurningum sem brenna á þjóðinni og þarf að rannsaka. Ríkisstjórnin tók við fyrirmælum beint frá WHO alþjóðheilbrigðisstofnuninni sem er að stóru leyti fjármögnuð af auðugu fólki sem hefur beina hagsmuni af lyfja- og bóluefnasölu. Það var þeim í hag að ýta bóluefnum með takmarkaðar rannsóknir að fólki og þagga niður lyf sem höfðu reynst vel gegn Covid. Þríeykið flutti síðan fyrirmælin á daglegum fundum og fréttastofur upplýstu um dauðatölur heimsins og ný afbrigði til að viðhalda óttastjórnuninni og réttlæta takmarkanir og höft. Fyrirmæli um aðgerðir byggði WHO á niðurstöðum tveggja óhagnaðardrifinna félagasamtaka (NGO), The Imperial College Research Team í London og IHME, Institute for Health Metrics and Evaluation í Washington. Hinn 16. mars 2020 spáðu fyrri samtökin 500 þúsund dauðsföllum í Bretlandi og 2,2 milljónum í Bandaríkjunum ef stjórnvöld gripu ekki til strangra takmarkana. Hin samtökin, IHME, Institute For Health Metrics and Evaluation, staðfesti þessar upplýsingar og sagði að 1,5-2,2 milljónir Bandaríkjamanna myndu farast ef ekkert yrði að gert. Fyrir Covid fékk IHME 279 milljónir dollara úr sjóðum billjarðamæringanna og Imperial College hópurinn fékk 80 þúsund dollara. Hér eru því bein hagsmunatengsl. Það er ekki spurning hvort heldur hvenær næsta flensa kemur og óttastjórnunin tekur aftur við. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin er nú þegar byrjuð að seilast inn á valdsvæði ríkisstjórna og mun boða hertar aðgerðir um leið og bólar einhverri flensu. Við sáum það í ágúst s.l. þegar yfirmaður WHO lýsti yfir neyðarástandi í heiminum því einn var sagður hafa dáið úr apabólu. Við verðum að rannsaka hvað gerðist til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Það er stórhættulegt að tveir af þríeykinu séu í framboði því þeir munu að sjálfsögðu gera allt til að koma í veg fyrir svona rannsókn. Lýðræðisflokkurinn mun hins vegar beita sér fyrir slíkri rannsókn. Höfundur er rithöfundur og skipar 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun