Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2024 11:03 Hakan Calhanoglu tryggði Inter sigur á Arsenal. getty/Piero Cruciatti Inter vann Arsenal, Atlético Madrid sigraði Paris Saint-Germain á dramatískan hátt og öskubuskuævintýri Brest hélt áfram. Þetta og margt fleira gerðist í Meistaradeild Evrópu í gær. Öll mörk gærdagsins má sjá í fréttinni. Hakan Calhanoglu skoraði eina mark leiksins þegar Inter tók á móti Arsenal í gær. Markið kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Inter hefur ekki enn fengið á sig mark í Meistaradeildinni. Ángel Correa skoraði sigurmark Atlético Madrid gegn PSG þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, 1-2. Warren Zaïre-Emery kom Parísarliðinu yfir en Nahuel Molina jafnaði fyrir Spánverjana. Correa skoraði svo sigurmarkið á elleftu stundu. Robert Lewandowski skoraði tvö mörk þegar Barcelona vann Rauðu stjörnuna, 2-5, í Belgrad. Pólski framherjinn hefur nú skorað 99 mörk í Meistaradeildinni og vantar aðeins eitt mark til að verða sá þriðji til að skora hundrað mörk í keppninni, á eftir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. Inigo Martínez, Raphinha og Fermín López skoruðu einnig fyrir Barcelona í gær. Silas Katompa Mvumpa og Felício Milson skoruðu mörk Rauðu stjörnunnar sem hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum í Meistaradeildinni. Eftir tvö töp í röð sigraði Bayern München Benfica, 1-0, á heimavelli. Jamal Musiala skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu. Aston Villa tapaði sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Club Brugge, 1-0. Hans Vaneken skoraði markið úr víti í upphafi seinni hálfleiks. Tyrone Mings, varnarmaður Villa, gerði skelfileg mistök í aðdraganda vítisins. Atalanta hélt hreinu í fjórða sinn í jafn mörgum leikjum í Meistaradeildinni er liðið bar sigurorð af Stuttgart, 0-2. Ademola Lookman og Nicolo Zaniolo skoruðu mörk ítalska liðsins. Hinn tvítugi Karim Konaté skoraði tvívegis þegar Red Bull Salzburg vann sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni, 1-3 gegn Feyenoord. Daouda Guindo skoraði einnig fyrir austurrísku meistarana en Anis Hadj Moussa gerði mark Hollendinganna. Brest heldur áfram að gera frábæra hluti í Meistaradeildinni og vann 1-2 sigur á Sparta Prag á útivelli. Edimilson Fernandes skoraði fyrir Brest og Kasper Kairinen gerði svo sjálfsmark. Victor Olatunji lagaði stöðuna fyrir Sparta Prag. Klippa: Sparta Prag 1-2 Brest Shakhtar Donetsk vann góðan sigur á Young Boys í Gelsenkirchen í Þýskalandi, 2-1. Kastriot Imeri kom Svisslendingunum yfir en Oleksandr Zubkov og Heorhiy Sudakov svöruðu fyrir Úkraínumennina. Öll mörkin úr Meistaradeildinni í gær má sjá hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Barcelona vann góðan útisigur í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi en einn leikmaður liðsins er vel merktur eftir kvöldið í Belgrad. 7. nóvember 2024 08:02 Atlético Madríd stal sigrinum í París Atlético Madríd tryggði sér frækinn sigur á París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu. Eftir að lenda undir komu gestirnir frá Madríd til baka og tryggðu sér stigin þrjú með síðustu spyrnu leiksins. 6. nóvember 2024 22:30 Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Inter Milan lagði Arsenal 1-0 í einum af stórleikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Skytturnar hans Mikel Arteta hafa nú farið tvívegis til Ítalíu á leiktíðinni og mistekist að skora í báðum leikjum sínum þar. 6. nóvember 2024 19:32 Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Barcelona gerði góða ferð til Belgrað í Serbíu þegar lærisveinar Hansi Flick sóttu Rauðu stjörnuna heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. nóvember 2024 19:32 Glórulaus Mings kostaði Villa Aston Villa komst ekki á topp Meistaradeildar Evrópu eftir 1-0 tap gegn Club Brugge á útivelli. Sigurmarkið kom eftir að Tyrone Mings, miðvörður Villa, fékk á sig glórulausa vítaspyrnu. 6. nóvember 2024 17:17 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Sjá meira
Hakan Calhanoglu skoraði eina mark leiksins þegar Inter tók á móti Arsenal í gær. Markið kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Inter hefur ekki enn fengið á sig mark í Meistaradeildinni. Ángel Correa skoraði sigurmark Atlético Madrid gegn PSG þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, 1-2. Warren Zaïre-Emery kom Parísarliðinu yfir en Nahuel Molina jafnaði fyrir Spánverjana. Correa skoraði svo sigurmarkið á elleftu stundu. Robert Lewandowski skoraði tvö mörk þegar Barcelona vann Rauðu stjörnuna, 2-5, í Belgrad. Pólski framherjinn hefur nú skorað 99 mörk í Meistaradeildinni og vantar aðeins eitt mark til að verða sá þriðji til að skora hundrað mörk í keppninni, á eftir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. Inigo Martínez, Raphinha og Fermín López skoruðu einnig fyrir Barcelona í gær. Silas Katompa Mvumpa og Felício Milson skoruðu mörk Rauðu stjörnunnar sem hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum í Meistaradeildinni. Eftir tvö töp í röð sigraði Bayern München Benfica, 1-0, á heimavelli. Jamal Musiala skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu. Aston Villa tapaði sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Club Brugge, 1-0. Hans Vaneken skoraði markið úr víti í upphafi seinni hálfleiks. Tyrone Mings, varnarmaður Villa, gerði skelfileg mistök í aðdraganda vítisins. Atalanta hélt hreinu í fjórða sinn í jafn mörgum leikjum í Meistaradeildinni er liðið bar sigurorð af Stuttgart, 0-2. Ademola Lookman og Nicolo Zaniolo skoruðu mörk ítalska liðsins. Hinn tvítugi Karim Konaté skoraði tvívegis þegar Red Bull Salzburg vann sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni, 1-3 gegn Feyenoord. Daouda Guindo skoraði einnig fyrir austurrísku meistarana en Anis Hadj Moussa gerði mark Hollendinganna. Brest heldur áfram að gera frábæra hluti í Meistaradeildinni og vann 1-2 sigur á Sparta Prag á útivelli. Edimilson Fernandes skoraði fyrir Brest og Kasper Kairinen gerði svo sjálfsmark. Victor Olatunji lagaði stöðuna fyrir Sparta Prag. Klippa: Sparta Prag 1-2 Brest Shakhtar Donetsk vann góðan sigur á Young Boys í Gelsenkirchen í Þýskalandi, 2-1. Kastriot Imeri kom Svisslendingunum yfir en Oleksandr Zubkov og Heorhiy Sudakov svöruðu fyrir Úkraínumennina. Öll mörkin úr Meistaradeildinni í gær má sjá hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Barcelona vann góðan útisigur í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi en einn leikmaður liðsins er vel merktur eftir kvöldið í Belgrad. 7. nóvember 2024 08:02 Atlético Madríd stal sigrinum í París Atlético Madríd tryggði sér frækinn sigur á París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu. Eftir að lenda undir komu gestirnir frá Madríd til baka og tryggðu sér stigin þrjú með síðustu spyrnu leiksins. 6. nóvember 2024 22:30 Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Inter Milan lagði Arsenal 1-0 í einum af stórleikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Skytturnar hans Mikel Arteta hafa nú farið tvívegis til Ítalíu á leiktíðinni og mistekist að skora í báðum leikjum sínum þar. 6. nóvember 2024 19:32 Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Barcelona gerði góða ferð til Belgrað í Serbíu þegar lærisveinar Hansi Flick sóttu Rauðu stjörnuna heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. nóvember 2024 19:32 Glórulaus Mings kostaði Villa Aston Villa komst ekki á topp Meistaradeildar Evrópu eftir 1-0 tap gegn Club Brugge á útivelli. Sigurmarkið kom eftir að Tyrone Mings, miðvörður Villa, fékk á sig glórulausa vítaspyrnu. 6. nóvember 2024 17:17 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Sjá meira
Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Barcelona vann góðan útisigur í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi en einn leikmaður liðsins er vel merktur eftir kvöldið í Belgrad. 7. nóvember 2024 08:02
Atlético Madríd stal sigrinum í París Atlético Madríd tryggði sér frækinn sigur á París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu. Eftir að lenda undir komu gestirnir frá Madríd til baka og tryggðu sér stigin þrjú með síðustu spyrnu leiksins. 6. nóvember 2024 22:30
Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Inter Milan lagði Arsenal 1-0 í einum af stórleikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Skytturnar hans Mikel Arteta hafa nú farið tvívegis til Ítalíu á leiktíðinni og mistekist að skora í báðum leikjum sínum þar. 6. nóvember 2024 19:32
Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Barcelona gerði góða ferð til Belgrað í Serbíu þegar lærisveinar Hansi Flick sóttu Rauðu stjörnuna heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. nóvember 2024 19:32
Glórulaus Mings kostaði Villa Aston Villa komst ekki á topp Meistaradeildar Evrópu eftir 1-0 tap gegn Club Brugge á útivelli. Sigurmarkið kom eftir að Tyrone Mings, miðvörður Villa, fékk á sig glórulausa vítaspyrnu. 6. nóvember 2024 17:17