Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar 7. nóvember 2024 10:18 Skoðanakannanir gegna lykilhlutverki í íslenskum stjórnmálum. Þær virka sem spegill sem endurspeglar vilja og viðhorf kjósenda en eru einnig notaðar sem áhrifaríkt stjórntæki fyrir stjórnmálaflokka sem vilja aðlaga stefnu sína að síbreytilegum aðstæðum og væntingum almennings. Á meðal annarra atriða veita kannanir stjórnmálaflokkum rauntímaupplýsingar um stöðu sína í samfélaginu og skapa tækifæri til að þróa stefnu sem mætir nýjum áherslum, annaðhvort til að höfða til breiðari hóps kjósenda eða endurheimta traust sem hefur ef til vill glatast, til dæmis vegna hneykslismála eða annarra áhrifa. Með þetta í huga mà líta á skoðanakannanir sem tvíeggja sverð, sem bæði geta hjálpað stjórnmálaflokkum að móta stefnu í takt við vilja almennings en geta einnig verið notaðar á þann hátt að upplýsa kjósendur á villandi hátt eða gefa ranga mynd af raunverulegu almenningsáliti. Þessi hætta var meðal annars áréttuð í áliti Persónuverndar frá 25. október sl. þar sem farið var yfir notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum í kosningabaráttu. Viðhorfs- og markhópagreining eru lykilatriði þegar skoðanakannanir eru nýttar til að kortleggja almenningsálit og stjórnmálaflokkar nýta þær oft til að greina kjarnamarkhópa fyrir samfélagsmiðla. Þegar niðurstöður kannana benda til þess að ákveðnir hópar hafi sterk viðhorf til tiltekinna málefna, geta stjórnmálaflokkar nýtt þá vitneskju til miðlunar efnis sem beint er að þessum hópum. Til að mynda nýttu stjórnmálaflokkar sér ítarleg gögn, þar á meðal persónusnið frá Facebook í Alþingiskosningunum 2021, til að beina auglýsingum að markhópum með tiltekin áhugamál og skoðanir. Þegar skoðanakannanir eru nýttar til að byggja upp persónusnið eða skilgreina markhópa skiptir gagnsæi og meðalhóf miklu máli og er lögð rík áhersla á að stjórnmálaflokkar gæti þess að vinnsla persónuupplýsinga í kringum kosningar sé gagnsæ, markviss og í samræmi við ákveðinn tilgang. Það sem gerist þegar aðeins hluti úrslita er birtur eða þegar niðurstöður kannana eru notaðar með ógagnsæum hætti, er að kjósendur fá skakka mynd af ástandinu, sem er einnig tilfellið, þegar flokkar nýta persónusnið til að beina auglýsingum að afmörkuðum hópum. Það er því mikilvægt að kjósendur fái að vita hvað liggur að baki markaðssetningu, hvort sem sú markaðssetning byggir á skoðanakönnunum eða öðrum gögnum. Þegar skoðanakannanir eru notaðar til að stýra stefnumótun og hafa áhrif á samfélagsmiðlum vakna upp siðferðisleg álitamál og spurningar um árekstra við lýðræðisleg gildi. Í þessu sambandi mà nefna óviðeigandi notkun kannana, eins og „push-polling,“ sem felur í sér leiðandi spurningar sem miða að því að móta skoðanir fólks fremur en að safna áreiðanlegum upplýsingum. Í slíkum könnunum eru spurningar gjarnan settar fram á neikvæðan eða villandi hátt til að hafa áhrif á viðhorf kjósenda, oft með því að varpa skugga á einstakling eða málefni. Þetta er siðferðislega vafasöm aðferð sem getur blekkt kjósendur og hindrað upplýsta umræðu. Með því að beina kjósendum í ákveðna átt og gefa misvísandi upplýsingar getur þessi aðferð verið skaðleg fyrir lýðræðið, þar sem ákvarðanir kjósenda byggja á ófullnægjandi eða jafnvel röngum upplýsingum. En hver eru þá áhrif skoðanakannana á lýðræðislega þátttöku? Spegiláhrif skoðanakannana felast í því að almenningur fær tækifæri til að sjá endurspeglun á eigin viðhorfum og vilja í samfélaginu og gera skoðanakannanir það þannig að verkum að kjósendur sjá hvernig mismunandi sjónarmið standa í samanburði við önnur og fá þannig vitneskju um eigið mikilvægi innan lýðræðislegs ferlis. Þannig geta skoðanakannanir því virkað sem hvatning til þátttöku í ferlinu, sérstaklega fyrir hópa sem sjá að þeirra sjónarmið njóta stuðnings. Á hinn bóginn eru skoðanakannanir einnig stjórntæki fyrir stjórnmálaflokka, sem nýta niðurstöður til að laga stefnu sína að almenningsáliti og auka fylgi sitt. Þetta eykur lýðræðislega þátttöku að því marki sem stjórnmálaflokkar miða stefnumótun sína við rauntímaupplýsingar um kjósendur og markhópa. Þetta getur einnig leitt til markvissari stefnu sem endurspeglar breytilegar áherslur almennings og skapað tækifæri fyrir flokkana til að endurheimta traust eða byggja upp fylgi hjá hópum sem hafa tapað trú á þeim vegna fyrri atburða, eins og hneykslismála. Skoðanakannanir gegna því tvíþættu hlutverki í íslenskum stjórnmálum, bæði sem spegill og stjórntæki. Þær veita stjórnmálaflokkum mikilvægar upplýsingar um vilja kjósenda og gefa þeim tækifæri til að móta stefnu sem endurspeglar breyttar aðstæður og nýjar áherslur. Á sama tíma gefa þær almenningi tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri og hafa þannig áhrif á pólitískar ákvarðanir. Til að tryggja upplýsta kosningaþátttöku er mikilvægt að stjórnmálaflokkar fylgi siðferðilegum viðmiðum um að notkun persónuupplýsinga sé í anda lýðræðis og að upplýsingarnar sem kjósendur fá séu ekki hagsmunamengaðar umfram það sem sanngjarnt má teljast. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Skoðanakannanir gegna lykilhlutverki í íslenskum stjórnmálum. Þær virka sem spegill sem endurspeglar vilja og viðhorf kjósenda en eru einnig notaðar sem áhrifaríkt stjórntæki fyrir stjórnmálaflokka sem vilja aðlaga stefnu sína að síbreytilegum aðstæðum og væntingum almennings. Á meðal annarra atriða veita kannanir stjórnmálaflokkum rauntímaupplýsingar um stöðu sína í samfélaginu og skapa tækifæri til að þróa stefnu sem mætir nýjum áherslum, annaðhvort til að höfða til breiðari hóps kjósenda eða endurheimta traust sem hefur ef til vill glatast, til dæmis vegna hneykslismála eða annarra áhrifa. Með þetta í huga mà líta á skoðanakannanir sem tvíeggja sverð, sem bæði geta hjálpað stjórnmálaflokkum að móta stefnu í takt við vilja almennings en geta einnig verið notaðar á þann hátt að upplýsa kjósendur á villandi hátt eða gefa ranga mynd af raunverulegu almenningsáliti. Þessi hætta var meðal annars áréttuð í áliti Persónuverndar frá 25. október sl. þar sem farið var yfir notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum í kosningabaráttu. Viðhorfs- og markhópagreining eru lykilatriði þegar skoðanakannanir eru nýttar til að kortleggja almenningsálit og stjórnmálaflokkar nýta þær oft til að greina kjarnamarkhópa fyrir samfélagsmiðla. Þegar niðurstöður kannana benda til þess að ákveðnir hópar hafi sterk viðhorf til tiltekinna málefna, geta stjórnmálaflokkar nýtt þá vitneskju til miðlunar efnis sem beint er að þessum hópum. Til að mynda nýttu stjórnmálaflokkar sér ítarleg gögn, þar á meðal persónusnið frá Facebook í Alþingiskosningunum 2021, til að beina auglýsingum að markhópum með tiltekin áhugamál og skoðanir. Þegar skoðanakannanir eru nýttar til að byggja upp persónusnið eða skilgreina markhópa skiptir gagnsæi og meðalhóf miklu máli og er lögð rík áhersla á að stjórnmálaflokkar gæti þess að vinnsla persónuupplýsinga í kringum kosningar sé gagnsæ, markviss og í samræmi við ákveðinn tilgang. Það sem gerist þegar aðeins hluti úrslita er birtur eða þegar niðurstöður kannana eru notaðar með ógagnsæum hætti, er að kjósendur fá skakka mynd af ástandinu, sem er einnig tilfellið, þegar flokkar nýta persónusnið til að beina auglýsingum að afmörkuðum hópum. Það er því mikilvægt að kjósendur fái að vita hvað liggur að baki markaðssetningu, hvort sem sú markaðssetning byggir á skoðanakönnunum eða öðrum gögnum. Þegar skoðanakannanir eru notaðar til að stýra stefnumótun og hafa áhrif á samfélagsmiðlum vakna upp siðferðisleg álitamál og spurningar um árekstra við lýðræðisleg gildi. Í þessu sambandi mà nefna óviðeigandi notkun kannana, eins og „push-polling,“ sem felur í sér leiðandi spurningar sem miða að því að móta skoðanir fólks fremur en að safna áreiðanlegum upplýsingum. Í slíkum könnunum eru spurningar gjarnan settar fram á neikvæðan eða villandi hátt til að hafa áhrif á viðhorf kjósenda, oft með því að varpa skugga á einstakling eða málefni. Þetta er siðferðislega vafasöm aðferð sem getur blekkt kjósendur og hindrað upplýsta umræðu. Með því að beina kjósendum í ákveðna átt og gefa misvísandi upplýsingar getur þessi aðferð verið skaðleg fyrir lýðræðið, þar sem ákvarðanir kjósenda byggja á ófullnægjandi eða jafnvel röngum upplýsingum. En hver eru þá áhrif skoðanakannana á lýðræðislega þátttöku? Spegiláhrif skoðanakannana felast í því að almenningur fær tækifæri til að sjá endurspeglun á eigin viðhorfum og vilja í samfélaginu og gera skoðanakannanir það þannig að verkum að kjósendur sjá hvernig mismunandi sjónarmið standa í samanburði við önnur og fá þannig vitneskju um eigið mikilvægi innan lýðræðislegs ferlis. Þannig geta skoðanakannanir því virkað sem hvatning til þátttöku í ferlinu, sérstaklega fyrir hópa sem sjá að þeirra sjónarmið njóta stuðnings. Á hinn bóginn eru skoðanakannanir einnig stjórntæki fyrir stjórnmálaflokka, sem nýta niðurstöður til að laga stefnu sína að almenningsáliti og auka fylgi sitt. Þetta eykur lýðræðislega þátttöku að því marki sem stjórnmálaflokkar miða stefnumótun sína við rauntímaupplýsingar um kjósendur og markhópa. Þetta getur einnig leitt til markvissari stefnu sem endurspeglar breytilegar áherslur almennings og skapað tækifæri fyrir flokkana til að endurheimta traust eða byggja upp fylgi hjá hópum sem hafa tapað trú á þeim vegna fyrri atburða, eins og hneykslismála. Skoðanakannanir gegna því tvíþættu hlutverki í íslenskum stjórnmálum, bæði sem spegill og stjórntæki. Þær veita stjórnmálaflokkum mikilvægar upplýsingar um vilja kjósenda og gefa þeim tækifæri til að móta stefnu sem endurspeglar breyttar aðstæður og nýjar áherslur. Á sama tíma gefa þær almenningi tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri og hafa þannig áhrif á pólitískar ákvarðanir. Til að tryggja upplýsta kosningaþátttöku er mikilvægt að stjórnmálaflokkar fylgi siðferðilegum viðmiðum um að notkun persónuupplýsinga sé í anda lýðræðis og að upplýsingarnar sem kjósendur fá séu ekki hagsmunamengaðar umfram það sem sanngjarnt má teljast. Höfundur er lögfræðingur.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun