Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 7. nóvember 2024 09:02 Sagnaarfur Biblíunnar er oft sagður grundvöllur siðmenningar okkar en það fylgir sjaldnar sögunni hvers vegna Biblían er jafn mikilvæg menningu okkar og raun ber vitni. Biblían er safn rita sem lagt hefur grundvöllinn að trúarlífi, siðferðis- og lagaumhverfi og menningararfi Íslendinga frá örófi alda og án þekkingar á henni erum við sem samfélag illa í stakk búin til að takast á við viðfangsefni samtímans. Rétturinn til náms um eigin trúararfleifð Undanfarin ár hef ég kennt við guðfræðideild í Þýskalandi en þar er það stjórnarskrárvarinn réttur nemenda að fá fræðslu um eigin trúararf og er sú fræðsla í ríkisreknum grunn- og framhaldsskólum unnin í samstarfi við viðkomandi kirkjudeildir eða trúarbrögð. Rétturinn var tryggður þegar Vestur-Þýskaland varð til árið 1949, en þá höfðu stríðsárin sýnt fram á hörmungar þess að umbera andúð í garð trúarhópa og trúarbragða og í Austur-Þýskalandi var trúfrelsið fótum troðið í nafni trúleysis og kommúnisma. Vaxandi fjöldi innflytjenda frá múslimalöndum hefur í kjölfarið sannað gildi þess að kenna trúarbragðafræði í almennum skólum. Fræðslan er tvískipt, annarsvegar almenn umfjöllun um kristindóm sem öllum nemendum er skylt að sitja, og hins vegar játningarbundin fræðsla þar sem kristinfræði er kennd í samstarfi við mótmælendakirkjur og kaþólsku kirkjuna. Nemendur af öðrum trúarbrögðum fá fræðslu um eigin trúarhefð. Ef lágmarksfjöldi nemenda við skólann tilheyrir sömu trúarbrögðum er ráðinn háskólamenntaður kennari til að kenna þeim um eigin sið. Ennfremur fer fram helgihald í skólunum, sem er valkvætt fyrir nemendur og sambærilegt við skólaheimsóknir um jól sem tíðkast hafa hér á landi. Markmið fræðslunnar er margþætt og í námsskrá þess sambandsríkis sem ég hef starfað í, Norðurrín-Vestfalíu, eru m.a. nefnd atriði á borð við lífsleikni, undirbúning nemenda undir viðfangsefni lífsins – sorg, tilgang, frelsi og hamingju, menningarlæsi og fjölmenningarfærni. Í lýsingunni er gengið út frá því að þekking á trú og trúarhefðum sé grundvöllur farsællar sambúðar trúarbragðanna. Sömu sjónarmið eiga við hér á landi. Áhrif kristni á íslenska menningu Óhætt er að fullyrða að enginn hluti íslenskrar menningar sé ósnortinn af kristnum menningaráhrifum. Frá upphafi landnáms hefur íslenskt samfélag verið undir áhrifum af kristinni trú. Þeir norrænu höfðingjar sem hingað sigldu þekktu til kristindómsins, sem var óðum að festa rætur á ný í Norður-Evrópu, og það keltneska fólk sem hingað kom hefur tekið með sér kristna trú. Jafnvel heiðnar heimildir á borð við Völuspá og Gylfaginningu eru gegnsýrðar af kristnum áhrifum, eða „kristin áhrif [hafa] glapið Snorra [Sturlusyni] sýn“ eins og Sigurður Norðdal orðaði það (Snorri Sturluson, 1930, s. 121). Elsta handrit Íslendinga er Hómilíubókin, leiðbeiningar til prédikunar á Íslandi frá árinu 1200, og fræg eru ummæli Jóns Helgasonar að „Óvíða flóa lindir íslenzk máls tærari en í þessari gömlu bók, og er sá íslenzkur rithöfundur sem ekki hefur þaullesið hana, litlu betur undir starf sitt búinn en sá prestur sem enn á ólesna fjallræðuna“ (Handritaspjall, 1958, s. 16). Fornbókmenntir okkar er fullar af kristnum vísunum, eins og Siân E. Grønlie hefur nýverið bent á. Handritin okkar innihalda stórbrotnar þýðingar og útleggingar á Biblíunni eins og finna má í Stjórnog AM 227, sem er líklega fegursta handrit íslenskra miðalda. Sé litið til lagaumhverfis okkar er lögsaga Íslendinga er samofin ritskýringu á Biblíunni, en elsta lögbókin Grágás hefst á orðunum „Það er upphaf laga vorra að allir menn skulu kristnir vera á landi hér“ og eftirfari hennar Járnsíða hefst á signingu, „Í nafni föður og sonar og andans helga“. Lagakerfi okkar grundvallast á ritskýringu á biblíutextum og þó að löggjafarvaldið sé í dag óháð kirkju og kristni, eiga grundvallarviðmið samfélagsins ennþá rætur sínar að rekja til kristinnar trúar. Jafnvel táknmyndir þjóðarinnar byggja á kristnum grunni, fáninn ber kross Krists, landvættirnir eiga fyrirmynd í guðspjallamönnum Nýja testamentisins og þjóðsöngurinn er ortur út frá 90. Davíðssálmi. Um Biblíufræðslu í skólum á Íslandi Sú hugmynd að ekki eigi að leggja meiri áherslu á kristindóminn í skólakerfinu en önnur trúarbrögð er jafn fráleit og íslenskan eigi ekki að njóta sérstöðu þar, umfram önnur tungumál. Það er óhugsandi að vera læs á íslenska menningu án grunnþekkingar á Biblíunni. Með vaxandi trúarlegum fjölbreytileika í samfélagi okkar, í kjölfar innflytjenda og annarra erlendra áhrifa, verður þekking á trúarbrögðum mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Virðing fyrir ólíkum menningarhefðum er markmið fræðslu á sviði trúarbragða og forsendur slíkrar virðingar er að nemendur séu upplýstir um eigin trúarhefð. Slík ígrundun snertir dýpra en persónuleg trúarafstaða, því virðing fyrir trú og menningu annarra, grundvallast á virðingu fyrir eigin trúararfi og meðvitund um sína persónulegu trúarafstöðu. Þekkingarleysi á Biblíunni veldur því að nemendur eru illlæsir á þann stóra hluta menningar okkar sem ritningin hefur alið af sér og það mun ekki auka skilning og umburðarlyndi á tímum fjölmenningar. Biblían fjallar um leit mannsins að hinu guðlega og um mót Guðs og manns. Þeirri leit er sannarlega ekki lokið. Má í því sambandi nefna, þann mikla fjölda nútíma sjálfshjálparbókmennta sem gefinn er út, en þar er oft biblíulegt efni sett í nýjan búning. Læsi á Biblíuna og kristinn trúararf gerir nemendur gagnrýnni og upplýstari á markaðstorgi guðanna. Það ætti að vera ein af frumskyldum íslensks skólakerfis að gera nemendur kunnuga Biblíunni. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Sagnaarfur Biblíunnar er oft sagður grundvöllur siðmenningar okkar en það fylgir sjaldnar sögunni hvers vegna Biblían er jafn mikilvæg menningu okkar og raun ber vitni. Biblían er safn rita sem lagt hefur grundvöllinn að trúarlífi, siðferðis- og lagaumhverfi og menningararfi Íslendinga frá örófi alda og án þekkingar á henni erum við sem samfélag illa í stakk búin til að takast á við viðfangsefni samtímans. Rétturinn til náms um eigin trúararfleifð Undanfarin ár hef ég kennt við guðfræðideild í Þýskalandi en þar er það stjórnarskrárvarinn réttur nemenda að fá fræðslu um eigin trúararf og er sú fræðsla í ríkisreknum grunn- og framhaldsskólum unnin í samstarfi við viðkomandi kirkjudeildir eða trúarbrögð. Rétturinn var tryggður þegar Vestur-Þýskaland varð til árið 1949, en þá höfðu stríðsárin sýnt fram á hörmungar þess að umbera andúð í garð trúarhópa og trúarbragða og í Austur-Þýskalandi var trúfrelsið fótum troðið í nafni trúleysis og kommúnisma. Vaxandi fjöldi innflytjenda frá múslimalöndum hefur í kjölfarið sannað gildi þess að kenna trúarbragðafræði í almennum skólum. Fræðslan er tvískipt, annarsvegar almenn umfjöllun um kristindóm sem öllum nemendum er skylt að sitja, og hins vegar játningarbundin fræðsla þar sem kristinfræði er kennd í samstarfi við mótmælendakirkjur og kaþólsku kirkjuna. Nemendur af öðrum trúarbrögðum fá fræðslu um eigin trúarhefð. Ef lágmarksfjöldi nemenda við skólann tilheyrir sömu trúarbrögðum er ráðinn háskólamenntaður kennari til að kenna þeim um eigin sið. Ennfremur fer fram helgihald í skólunum, sem er valkvætt fyrir nemendur og sambærilegt við skólaheimsóknir um jól sem tíðkast hafa hér á landi. Markmið fræðslunnar er margþætt og í námsskrá þess sambandsríkis sem ég hef starfað í, Norðurrín-Vestfalíu, eru m.a. nefnd atriði á borð við lífsleikni, undirbúning nemenda undir viðfangsefni lífsins – sorg, tilgang, frelsi og hamingju, menningarlæsi og fjölmenningarfærni. Í lýsingunni er gengið út frá því að þekking á trú og trúarhefðum sé grundvöllur farsællar sambúðar trúarbragðanna. Sömu sjónarmið eiga við hér á landi. Áhrif kristni á íslenska menningu Óhætt er að fullyrða að enginn hluti íslenskrar menningar sé ósnortinn af kristnum menningaráhrifum. Frá upphafi landnáms hefur íslenskt samfélag verið undir áhrifum af kristinni trú. Þeir norrænu höfðingjar sem hingað sigldu þekktu til kristindómsins, sem var óðum að festa rætur á ný í Norður-Evrópu, og það keltneska fólk sem hingað kom hefur tekið með sér kristna trú. Jafnvel heiðnar heimildir á borð við Völuspá og Gylfaginningu eru gegnsýrðar af kristnum áhrifum, eða „kristin áhrif [hafa] glapið Snorra [Sturlusyni] sýn“ eins og Sigurður Norðdal orðaði það (Snorri Sturluson, 1930, s. 121). Elsta handrit Íslendinga er Hómilíubókin, leiðbeiningar til prédikunar á Íslandi frá árinu 1200, og fræg eru ummæli Jóns Helgasonar að „Óvíða flóa lindir íslenzk máls tærari en í þessari gömlu bók, og er sá íslenzkur rithöfundur sem ekki hefur þaullesið hana, litlu betur undir starf sitt búinn en sá prestur sem enn á ólesna fjallræðuna“ (Handritaspjall, 1958, s. 16). Fornbókmenntir okkar er fullar af kristnum vísunum, eins og Siân E. Grønlie hefur nýverið bent á. Handritin okkar innihalda stórbrotnar þýðingar og útleggingar á Biblíunni eins og finna má í Stjórnog AM 227, sem er líklega fegursta handrit íslenskra miðalda. Sé litið til lagaumhverfis okkar er lögsaga Íslendinga er samofin ritskýringu á Biblíunni, en elsta lögbókin Grágás hefst á orðunum „Það er upphaf laga vorra að allir menn skulu kristnir vera á landi hér“ og eftirfari hennar Járnsíða hefst á signingu, „Í nafni föður og sonar og andans helga“. Lagakerfi okkar grundvallast á ritskýringu á biblíutextum og þó að löggjafarvaldið sé í dag óháð kirkju og kristni, eiga grundvallarviðmið samfélagsins ennþá rætur sínar að rekja til kristinnar trúar. Jafnvel táknmyndir þjóðarinnar byggja á kristnum grunni, fáninn ber kross Krists, landvættirnir eiga fyrirmynd í guðspjallamönnum Nýja testamentisins og þjóðsöngurinn er ortur út frá 90. Davíðssálmi. Um Biblíufræðslu í skólum á Íslandi Sú hugmynd að ekki eigi að leggja meiri áherslu á kristindóminn í skólakerfinu en önnur trúarbrögð er jafn fráleit og íslenskan eigi ekki að njóta sérstöðu þar, umfram önnur tungumál. Það er óhugsandi að vera læs á íslenska menningu án grunnþekkingar á Biblíunni. Með vaxandi trúarlegum fjölbreytileika í samfélagi okkar, í kjölfar innflytjenda og annarra erlendra áhrifa, verður þekking á trúarbrögðum mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Virðing fyrir ólíkum menningarhefðum er markmið fræðslu á sviði trúarbragða og forsendur slíkrar virðingar er að nemendur séu upplýstir um eigin trúarhefð. Slík ígrundun snertir dýpra en persónuleg trúarafstaða, því virðing fyrir trú og menningu annarra, grundvallast á virðingu fyrir eigin trúararfi og meðvitund um sína persónulegu trúarafstöðu. Þekkingarleysi á Biblíunni veldur því að nemendur eru illlæsir á þann stóra hluta menningar okkar sem ritningin hefur alið af sér og það mun ekki auka skilning og umburðarlyndi á tímum fjölmenningar. Biblían fjallar um leit mannsins að hinu guðlega og um mót Guðs og manns. Þeirri leit er sannarlega ekki lokið. Má í því sambandi nefna, þann mikla fjölda nútíma sjálfshjálparbókmennta sem gefinn er út, en þar er oft biblíulegt efni sett í nýjan búning. Læsi á Biblíuna og kristinn trúararf gerir nemendur gagnrýnni og upplýstari á markaðstorgi guðanna. Það ætti að vera ein af frumskyldum íslensks skólakerfis að gera nemendur kunnuga Biblíunni. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun