Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir og Sigríður Auðunsdóttir skrifa 7. nóvember 2024 08:02 Hefur þú velt fyrir þér frjósemi þinni? Ef svo er á hvaða aldri varst þú þegar þessar pælingar þínar fóru af stað? Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur frjósemi aldrei verið minni á Íslandi frá því að mælingar hófust. Í september síðastliðnum voru stofnuð samnorræn samtök um ófrjósemi í Helsinki Finnlandi. Því ber að fagna að Norðurlandaþjóðirnar séu að taka höndum saman í þeirri baráttu sem margir eru að glíma við. Nýstofnuðu samtökin sendu frá sér ályktun þess efnis, að stjórnvöld á Norðurlöndunum þyrftu að gera sér grein fyrir því að ungt fólk hefur ekki velt fyrir sér frjósemi sinni. Ungt fólk er nefnilega alls ekki að hugsa út slíkt, þar sem það er að njóta lífsins og hjá mörgum barneignir ekki á planinu hjá þeim næstu árin. Ungt fólk hefur jafnvel ekki vitneskju um alla þá þætti sem valda frjósemisvanda. Bráðabirgða niðurstöður úr Fertility Europe FActs! könnun sem hefur verið gerð meðal ungmenna í Evrópu sýnir þá niðurstöðu að aðeins 12% ungmenna vita að frjósemi fer minnkandi með aldrinum. Þetta eru ekki góðar niðurstöður og því skiptir öllu máli að ungt fólk fái þá fræðslu að 1 af hverjum 6 glímir við ófrjósemi og sú tala fari stækkandi. Frjósemisvandi er mun algengari en okkur grunar. Því er það mikilvægt að þegar fólk fer að huga að barneignum að það hafi fengið fræðslu um mismunandi vandamál sem valda frjósemisvanda og geri sér grein fyrir því að það getur tekið tíma að eignast barn. Ungt fólk verður að fá að heyra um allan þann fjölda sem hefur gengið í gegnum þá erfiðu vegferð að þurfa að leita sér aðstoðar við að eignast börn. Það á ekki að vera feimnismál að tala opinskátt um ófrjósemi, því allir þekkja einhvern sem hefur þurft að ganga í gegnum slíka vegferð. Uppfræðum unga fólkið um frjósemi. Höfundar eru stjórnarmeðlimir í Tilveru- Samtökum um ófrjósemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Hefur þú velt fyrir þér frjósemi þinni? Ef svo er á hvaða aldri varst þú þegar þessar pælingar þínar fóru af stað? Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur frjósemi aldrei verið minni á Íslandi frá því að mælingar hófust. Í september síðastliðnum voru stofnuð samnorræn samtök um ófrjósemi í Helsinki Finnlandi. Því ber að fagna að Norðurlandaþjóðirnar séu að taka höndum saman í þeirri baráttu sem margir eru að glíma við. Nýstofnuðu samtökin sendu frá sér ályktun þess efnis, að stjórnvöld á Norðurlöndunum þyrftu að gera sér grein fyrir því að ungt fólk hefur ekki velt fyrir sér frjósemi sinni. Ungt fólk er nefnilega alls ekki að hugsa út slíkt, þar sem það er að njóta lífsins og hjá mörgum barneignir ekki á planinu hjá þeim næstu árin. Ungt fólk hefur jafnvel ekki vitneskju um alla þá þætti sem valda frjósemisvanda. Bráðabirgða niðurstöður úr Fertility Europe FActs! könnun sem hefur verið gerð meðal ungmenna í Evrópu sýnir þá niðurstöðu að aðeins 12% ungmenna vita að frjósemi fer minnkandi með aldrinum. Þetta eru ekki góðar niðurstöður og því skiptir öllu máli að ungt fólk fái þá fræðslu að 1 af hverjum 6 glímir við ófrjósemi og sú tala fari stækkandi. Frjósemisvandi er mun algengari en okkur grunar. Því er það mikilvægt að þegar fólk fer að huga að barneignum að það hafi fengið fræðslu um mismunandi vandamál sem valda frjósemisvanda og geri sér grein fyrir því að það getur tekið tíma að eignast barn. Ungt fólk verður að fá að heyra um allan þann fjölda sem hefur gengið í gegnum þá erfiðu vegferð að þurfa að leita sér aðstoðar við að eignast börn. Það á ekki að vera feimnismál að tala opinskátt um ófrjósemi, því allir þekkja einhvern sem hefur þurft að ganga í gegnum slíka vegferð. Uppfræðum unga fólkið um frjósemi. Höfundar eru stjórnarmeðlimir í Tilveru- Samtökum um ófrjósemi
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun