Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 12:16 Inga, Kristrún og Sigurður Ingi voru gestir Elínar Margrétar. Vísir/Anton Brink Þótt athyglin hafi að miklu leyti beinst að stjórnmálunum vestanhafs undanfarna daga er nóg framundan í pólitíkinni hér heima einnig. Í kosningapallborði fréttastofunnar í dag mæta formenn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Framsóknar til leiks og ræða kosningarnar framundan. Á mánudaginn var mættu fulltrúar Pírata, VG og Sósíalista í pallborðið og í síðustu viku var sjónum beint til hægri með formönnum Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins, Lýðræðisflokksins og Viðreisnar. Í dag er hins vegar komið að formönnum síðustu þriggja flokkanna sem bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Þetta eru Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins sem mæta í settið til Elínar Margrétar Böðvarsdóttur fréttamanns. Sigurður Ingi hefur gefið eftir oddvita sæti sitt í Suðurkjördæmi til nýliðans Höllu Hrundar Logadóttur. Sjálfur hefur hann verið fjármálaráðherra síðan Katrín Jakobsdóttir sagði skilið við stjórnmálin í vor en var þar áður innviðaráðherra. Kristrún hefur gagnrýnt stefnu ríkistjórnarinnar í báðum málaflokkum töluvert, en fylgi Samfylkingarinnar hefur verið að dragast örlítið saman í skoðanakönnunum að undanförnu þótt flokkurinn mælist enn með mest fylgi. Inga Sæland teflir fram nýjum oddvitum í tveimur kjördæmum fyrir Flokk fólksins, meðal annars úr röðum verkalýðshreyfingarinnar, á meðan sitjandi þingmaður flokksins hefur söðlað um og býður fram fyrir Miðflokkinn. Á sama tíma sækir flokkurinn aukinn liðsstyrk í fyrrverandi þingmanni VG sem nú skipar sæti ofarlega á lista flokksins. Það verður af nógu að taka og von á líflegum umræðum. Kosningapallborðið verður í beinni útsendingu á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi og hefst klukkan 14:00. Spilari verður aðgengilegur hér að ofan. Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Á mánudaginn var mættu fulltrúar Pírata, VG og Sósíalista í pallborðið og í síðustu viku var sjónum beint til hægri með formönnum Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins, Lýðræðisflokksins og Viðreisnar. Í dag er hins vegar komið að formönnum síðustu þriggja flokkanna sem bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Þetta eru Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins sem mæta í settið til Elínar Margrétar Böðvarsdóttur fréttamanns. Sigurður Ingi hefur gefið eftir oddvita sæti sitt í Suðurkjördæmi til nýliðans Höllu Hrundar Logadóttur. Sjálfur hefur hann verið fjármálaráðherra síðan Katrín Jakobsdóttir sagði skilið við stjórnmálin í vor en var þar áður innviðaráðherra. Kristrún hefur gagnrýnt stefnu ríkistjórnarinnar í báðum málaflokkum töluvert, en fylgi Samfylkingarinnar hefur verið að dragast örlítið saman í skoðanakönnunum að undanförnu þótt flokkurinn mælist enn með mest fylgi. Inga Sæland teflir fram nýjum oddvitum í tveimur kjördæmum fyrir Flokk fólksins, meðal annars úr röðum verkalýðshreyfingarinnar, á meðan sitjandi þingmaður flokksins hefur söðlað um og býður fram fyrir Miðflokkinn. Á sama tíma sækir flokkurinn aukinn liðsstyrk í fyrrverandi þingmanni VG sem nú skipar sæti ofarlega á lista flokksins. Það verður af nógu að taka og von á líflegum umræðum. Kosningapallborðið verður í beinni útsendingu á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi og hefst klukkan 14:00. Spilari verður aðgengilegur hér að ofan.
Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira