Skoðun

Væri ekki í lagi að gefa Sjálf­stæðis­flokknum, Fram­sóknar­flokknum og Vinstri-grænum frí?

Kjartan Eggertsson skrifar

Afrakstur 7 ára ríkisstjórnarsamstarfs þessara flokka er skelfilegur. Nokkur dæmi:

1. Skortur á íbúðahúsnæði

2. Vextir íbúðalána himinháir.

3. 60 þúsund heimili eiga varla fyrir afborgunum á húsnæði sínu eða leigugjöldum.

4. Tugum milljarða eytt í hælisleitendur og landmæri Ísland opin nánast hverjum sem er.

5. Eldra fólk sem ekki er í vinnu eða fær ekki vinnu býr við afar þröngan kost og ekkert fjárhagsöryggi.

6. Í samvinnu við ríkisstjórnina en enn þrengt að flugvellinum í Vatnsmýri og öryggi hans.

7. Ríkisstjórnin hefur ekkert gert í því að laga samgöngur á helstu umferðaræðum höfuðborgarinnar, þó svo hættulegt umferðaröngþveiti skapist þar daglega á stórum gatnamótum.

8. Íslenskukunnáttu ungmenna hrakar.

9. Enn er bráðamóttaka Landsspítalans alla daga yfirfull og hættuástand ávallt yfirvofandi.

10. Í hverju viku kaupa erlendir aðilar upp bújarðir á Íslandi á nokkurra skilyrða.

11. Ráðist er að atvinnugreinum og gerð tilraun til að banna þær á forsendum tilfinningasemi og uppspuna meintra náttúruverndarsinna um dýraníð.

12. Milljörðum er eytt í málefni loftslagsvár af mannavöldum þó engar vísindalegar sannanir liggi að baki.

13. Dælt er inn í íslenskt réttarkerfi lögum og reglugerðum frá Evrópusambandinu sem íþyngja atvinnugreinum og valda gríðarlegum kostnaði við óþarfa eftirlit og truflun á starfsemi fyrirtækja.

14. Áfram er sótt að sjávarbyggðum og smábátaflotanum með ofstjórn við þorskveiðar og grásleppuveiðar.

Og svo má nefna nokkur áform sem runnu út í sandinn eins og byggingu 700 hjúkrunarrýma, þjóðarhöll í Laugadal, meðferðarheimili fyrir unglinga og björgunarmiðstöð.

Höfundur er tónlistarkennari og er í 5. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Reykjavík suður fyrir Alþingiskosningar 2024.




Skoðun

Skoðun

Þúsundir kusu Sönnu

Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar

Sjá meira


×