Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar 4. nóvember 2024 12:32 Landssamband eldri borgara LEB eru samtök 56 aðildarfélaga sem eru dreifð um allt land með um 36.000 félaga. Þeir sem eru orðnir 60 ára geta gengið í félögin. Markmið landssambandsins LEB er að: Vinna að hagsmuna-, velferðar- og áhugamálum aldraðra og kemur fram fyrir hönd aðildarfélaganna gagnvart stjórnvöldum og öðrum sem sinna málefnum aldraðra fyrir landið í heild. LEB stuðlar að samvinnu aðildarfélaganna og gætir hlutleysis gagnvart trúmálum og stjórnmálum. Starf LEB og félaganna um allt land, er viðamikið og fjöldin allur sem vinnur þar mjög óeigingjarnt starf til að efla samtakamátt okkar eldri borgara. Innan LEB er starfandi kjaranefnd sem ásamt stjórn sambandsins sér um að berjast fyrir bættum kjörum. Á undanförnum árum hefur ekki vantað loforðin hjá frambjóðendum flokkanna, að nú skuli gert vel við þá sem aldnir eru orðnir. En þetta hefur jafnan gleymst eftir kosningar og svo koma menn aftur í næstu kosningum og lofa jafnvel því sama og þeir hafa svikið frá síðustu kosningum. LEB hefur endalaust rætt við þingmenn og ráðherra um stöðu mála en lítið hefur mjakast er varðar kjaramálin. Á undanförnum vikum hafa formaður LEB og formaður kjaranefndar farið um landið og hitt stjórnir og fulltrúa flestra félaga á alls níu fundum. Þessir fundir hafa verið fjölsóttir og er hugur í fólki ekki síst núna fyrir kosningar þar sem möguleiki er á að ná í frambjóðendur þeirra flokka sem bjóða fram. En hvernig er staða þeirra sem eru orðnir eldri borgarar í þessu landi? Það er ljóst að eldri borgarar eru ekki einsleitur hópur. Ég skipti þeim gjarnan í fjóra hópa; þeir sem hafa það mjög gott, þeir sem hafa það gott, þeir sem hafa það sæmilegt og þeir sem hafa það skítt. Á fundaferð okkar um landið var útskýrt hvernig staðan er. Um 15.000 eldri borgarar eru með greiðslur samtals frá Tryggingarstofnun og lífeyrissjóðum undir lægsta taxta Starfsgreinasambands Íslands fyrir 18 ára og eldri sem í dag er kr. 425.985 á mánuði. Grunnlífeyrir frá TR er kr. 333.194. Þetta eru tölur frá TR vegna ársins 2024. Skerðingarmörk er varða greiðslur frá lífeyrissjóðum eru kr. 25.000 og skerðist því hver króna sem er umfram 25.000 kr., greiðslur frá TR um 45 aura. Þessi skerðingarmörk hafa ekki hækkað frá 1. janúar 2017 eða í heil átta ár. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2025 sem liggur nú fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir að þessi skerðingamörk á almenna frítekjumarkinu hækki í 36.500 kr. sem er lítið skref en í rétta átt. Þessi hækkun skilar sér í hækkun á greiðslu til viðkomandi fyrir skatta um kr. 5.175, út af skerðingum. Hver 10.000 króna hækkun á almenna frítekjumarkinu skilar viðkomandi 4.500 kr. greiðslu fyrir skatta. Raunveruleikinn sem blasir við okkur eldri borgurum er að bilið á milli grunnlífeyris TR og lægsta taxta SGS er í dag 92.791 kr. og eykst sífellt. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2025 er gert ráð fyrir hækkun grunnlífeyris TR um 4,30% sem gerir kr. 14.327 á mánuði. Lægsti taxti SGS hækkar þá um 23.750 og þá eykst munurinn um tæplega 10.000 kr. Ef þetta gengur eftir þá er mismunurinn á grunnlífeyri TR. og taxta SGS um næstu áramót kr. 102.214. Er þetta eitthvað sem getur gengið? Svarið á fundunum okkar hefur verið skýrt, þetta er alls ekki boðlegt. Mikið var rætt á fundunum um að stjórnvöld séu að hvetja fólk til að spara, menn hafa nurlað saman örfáum krónum til að taka á óvæntum útgjöldum, en mönnum er hegnt fyrir þetta, með því að hver króna í vexti af þessum sparnaði skerðir grunnlífeyrir frá TR um 45 aura. En hverju viljum við koma á framfæri við frambjóðendur í komandi kosningum? Sérstakar leiðréttingar fyrir þá 15.000 sem eru fyrir neðan almennan kauptaxta. Að hækka ellilífeyri til samræmis við taxta SGS og tengja launavísitölu, til að komast hjá kjaragliðnun í framtíðinni. Hækka skerðingamörkin verulega og að þau sé vísitölutryggð. Að samræma frítekjumark vegna fjármagnstekna í takti við skattalög Ég hvet alla eldri borgara til að standa upp og krefjast leiðréttingar á þessu misrétti sem okkur er endalaust boðið upp á. Er í lagi að við eigum að lifa af launum sem eru á annað hundrað þúsund lægri en lægsti taxti á almennum vinnumarkaði? Svari hver fyrir sig. En ágætu frambjóðendur ekki bara grípa til loforðalistans til að ná eyrum okkar eldri borgara, ef þið ætlið ekki að standa við þau loforð. Við munum fylgja okkar kröfum eftir af mikilli festu og einurð. Hættið að tala á tyllidögum um áhyggjulaust ævikvöld eldri borgara, og sýnið okkur viljann í verki. Höfundur er formaður kjarahóps LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Eldri borgarar Björn Snæbjörnsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Landssamband eldri borgara LEB eru samtök 56 aðildarfélaga sem eru dreifð um allt land með um 36.000 félaga. Þeir sem eru orðnir 60 ára geta gengið í félögin. Markmið landssambandsins LEB er að: Vinna að hagsmuna-, velferðar- og áhugamálum aldraðra og kemur fram fyrir hönd aðildarfélaganna gagnvart stjórnvöldum og öðrum sem sinna málefnum aldraðra fyrir landið í heild. LEB stuðlar að samvinnu aðildarfélaganna og gætir hlutleysis gagnvart trúmálum og stjórnmálum. Starf LEB og félaganna um allt land, er viðamikið og fjöldin allur sem vinnur þar mjög óeigingjarnt starf til að efla samtakamátt okkar eldri borgara. Innan LEB er starfandi kjaranefnd sem ásamt stjórn sambandsins sér um að berjast fyrir bættum kjörum. Á undanförnum árum hefur ekki vantað loforðin hjá frambjóðendum flokkanna, að nú skuli gert vel við þá sem aldnir eru orðnir. En þetta hefur jafnan gleymst eftir kosningar og svo koma menn aftur í næstu kosningum og lofa jafnvel því sama og þeir hafa svikið frá síðustu kosningum. LEB hefur endalaust rætt við þingmenn og ráðherra um stöðu mála en lítið hefur mjakast er varðar kjaramálin. Á undanförnum vikum hafa formaður LEB og formaður kjaranefndar farið um landið og hitt stjórnir og fulltrúa flestra félaga á alls níu fundum. Þessir fundir hafa verið fjölsóttir og er hugur í fólki ekki síst núna fyrir kosningar þar sem möguleiki er á að ná í frambjóðendur þeirra flokka sem bjóða fram. En hvernig er staða þeirra sem eru orðnir eldri borgarar í þessu landi? Það er ljóst að eldri borgarar eru ekki einsleitur hópur. Ég skipti þeim gjarnan í fjóra hópa; þeir sem hafa það mjög gott, þeir sem hafa það gott, þeir sem hafa það sæmilegt og þeir sem hafa það skítt. Á fundaferð okkar um landið var útskýrt hvernig staðan er. Um 15.000 eldri borgarar eru með greiðslur samtals frá Tryggingarstofnun og lífeyrissjóðum undir lægsta taxta Starfsgreinasambands Íslands fyrir 18 ára og eldri sem í dag er kr. 425.985 á mánuði. Grunnlífeyrir frá TR er kr. 333.194. Þetta eru tölur frá TR vegna ársins 2024. Skerðingarmörk er varða greiðslur frá lífeyrissjóðum eru kr. 25.000 og skerðist því hver króna sem er umfram 25.000 kr., greiðslur frá TR um 45 aura. Þessi skerðingarmörk hafa ekki hækkað frá 1. janúar 2017 eða í heil átta ár. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2025 sem liggur nú fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir að þessi skerðingamörk á almenna frítekjumarkinu hækki í 36.500 kr. sem er lítið skref en í rétta átt. Þessi hækkun skilar sér í hækkun á greiðslu til viðkomandi fyrir skatta um kr. 5.175, út af skerðingum. Hver 10.000 króna hækkun á almenna frítekjumarkinu skilar viðkomandi 4.500 kr. greiðslu fyrir skatta. Raunveruleikinn sem blasir við okkur eldri borgurum er að bilið á milli grunnlífeyris TR og lægsta taxta SGS er í dag 92.791 kr. og eykst sífellt. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2025 er gert ráð fyrir hækkun grunnlífeyris TR um 4,30% sem gerir kr. 14.327 á mánuði. Lægsti taxti SGS hækkar þá um 23.750 og þá eykst munurinn um tæplega 10.000 kr. Ef þetta gengur eftir þá er mismunurinn á grunnlífeyri TR. og taxta SGS um næstu áramót kr. 102.214. Er þetta eitthvað sem getur gengið? Svarið á fundunum okkar hefur verið skýrt, þetta er alls ekki boðlegt. Mikið var rætt á fundunum um að stjórnvöld séu að hvetja fólk til að spara, menn hafa nurlað saman örfáum krónum til að taka á óvæntum útgjöldum, en mönnum er hegnt fyrir þetta, með því að hver króna í vexti af þessum sparnaði skerðir grunnlífeyrir frá TR um 45 aura. En hverju viljum við koma á framfæri við frambjóðendur í komandi kosningum? Sérstakar leiðréttingar fyrir þá 15.000 sem eru fyrir neðan almennan kauptaxta. Að hækka ellilífeyri til samræmis við taxta SGS og tengja launavísitölu, til að komast hjá kjaragliðnun í framtíðinni. Hækka skerðingamörkin verulega og að þau sé vísitölutryggð. Að samræma frítekjumark vegna fjármagnstekna í takti við skattalög Ég hvet alla eldri borgara til að standa upp og krefjast leiðréttingar á þessu misrétti sem okkur er endalaust boðið upp á. Er í lagi að við eigum að lifa af launum sem eru á annað hundrað þúsund lægri en lægsti taxti á almennum vinnumarkaði? Svari hver fyrir sig. En ágætu frambjóðendur ekki bara grípa til loforðalistans til að ná eyrum okkar eldri borgara, ef þið ætlið ekki að standa við þau loforð. Við munum fylgja okkar kröfum eftir af mikilli festu og einurð. Hættið að tala á tyllidögum um áhyggjulaust ævikvöld eldri borgara, og sýnið okkur viljann í verki. Höfundur er formaður kjarahóps LEB.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun