Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar 4. nóvember 2024 11:45 Mikið hefur verið rætt um þörfina á húsnæði sem hefur bara aukist með árunum. Þörfin hefur farið sívaxandi eftir því sem landsmönnum fjölgar. Mesta fjölgunin er innflutningur vinnuafls og svo bætast við aðrir innflytjendur auk eðlilegrar fjölgunar Íslendinga sem og breyting í aldursdreifingu. Það er því engin furða að aðalskipulög sveitarfélaga taki ekki mið af þessum fjölda. Í dag eru um 4 þúsund eignir til sölu á markaði á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim eru aðeins um 230 eignir sem eru undir 60 milljónum. Það er því húsnæðisverð og kjör húsnæðislána sem valda því að landsmenn finna ekki eign við hæfi. Íbúar þurfa ekki aðeins húsnæði, það þarf innviði og útisvæði. Í dag er fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu farin að hafa mikil áhrif á útivistarsvæði eins og Heiðmörk, Hvaleyrarvatn Víðistaðavatn og Elliðaárdal. Bílastæðin við útivistaperlurnar eru oftast full á hverjum degi og álagið á göngusvæðin mikið. Vistvænar byggingar og lítið kolefnisfótspor eru tvennt af því sem stefnt er að í skipulagsmálum Þar með er þétting byggðar talin lausn vandans. Þétting byggðar hjálpar til að koma fyrir fleiri íbúðum og starfsemi á minna svæði og það minnkar fótsporið. Lausnin er samt ekki svo einföld. Við sjáum strax vandann þar sem byggt er hátt og þétt. Borgir víðs vegar á jörðinni hafa stækkað jafnt og þétt í marga áratugi. Því meira sem byggð breiðir úr sér því hærra hitastig verður innan borga að völdum steypu og malbiks sem draga í sig hitann. Grænum svæðum í bæjum og borgum fjölgar ekki í takt við þróunina. Þetta hefur áhrif á hækkandi hitastig í borgarumhverfi. Hér á landi eru engar skipulagsreglur sem taka á lágmarks útisvæði á hverja íbúð í bæjum. Það er því oftast aðeins gert ráð fyrir bílastæðum og svo einhverjum smá runnagróðri til málamynda. Þetta kallar að sjálfsögðu á fleiri græn svæði í hverfisskipulaginu. Til að fá til heillegt og gott skipulag þarf því að fá verktaka og byggingraðila til að vera með í að splæsa í slík svæði ellegar gera ráð fyrir ákveðnum fjölda fermetra innan lóðar á hverja íbúð. Slíkt fyrirkomulag þekkist erlendis í samningum milli bæjaryfirvalda og byggingaverktaka. Lýðheilsa og borgarvistfræði Eitt af viðfangsefnum skipulagsfræðinnar er borgarvistfræðin. Grænu svæðin, almenningsgarðar og húsagarðar, tengja þéttbýli við óbyggð svæði. Þannig tengjast vistkerfi. Garðar með fjölbreyttum plöntum auka fjölbreytni vistkerfisins eins og skordýra og fugla. Hver vill ekki njóta fuglasöngs í almenningsgarði eða sjá hunangsflugur í gróskumiklu blómabeði? Fyrir vistkerfið er nauðsynlegt að flæðið inn og út úr þéttbýlinu verði sem auðveldast. Borgarlandslagið og lýðheilsa íbúa er samofin. Fyrir allmörgum árum skrifaði Jan Gehl bókina „Life between Buildings“ (1971). Þessi bók var tímamótarit og hefur verið þýdd á fjöldamörg tungumál. Mannlegur skali í skipulagi byggðar er eitt af lykilhugtökum bókarinnar. Það þarf að huga að rýminu milli bygginganna, tengingu bygginga við götu, birtuna og skjólið. Af öðrum kosti væri borgarumhverfið fátæklegt. Með því að byggja hátt og þétt missum við gæði í borgarrýminu. Við megum heldur ekki gleyma því að Ísland er ekki statt á sömu breiddargráðu og Berlín eða London og við búum við úthafsloftslag. Í bók Guðmundar Hannessonar læknis um borgarskipulag (gefin út 1921) eru m.a. birta, skjól og skuggamyndun mikilvægir þættir sem ákveða hæð bygginga og Rými‘ milli þeirra. Hugmyndafræði sem enn er góð og gild. Sjálfbær þróun Til að nálgast sem besta útkomu í skipulagi þurfum við því að tvinna þessi ofangreindu atriði saman. Velja vistvænt byggingarefni, taka mið af hagkvæmri nýtingu innviða og búa til hverfi sem eru eins sjálfbær og kostur er með blandaðri, lágreistri byggð, kjarnastarfsemi, útisvæðum og leiksvæðum barna. Fjölbreytt val af íbúðum, stærð og verð þarf að vera fast hlutfall af byggðu húsnæði. Gömlu iðnaðarsvæðin og eldri bæjarhlutar þurfa endurskoðun því þar eru margir möguleikar. Iðnaðarhúsnæði sem ekki lengur þjónar upprunalegri starfsemi getur fengið nýjan tilgang. Það eru til mýmörg dæmi um iðnaðarsvæði sem breytt hefur verið í svæði með blandaða byggð. Möguleikarnir eru margir. Höfundur er arkitekt og skipar 6. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um þörfina á húsnæði sem hefur bara aukist með árunum. Þörfin hefur farið sívaxandi eftir því sem landsmönnum fjölgar. Mesta fjölgunin er innflutningur vinnuafls og svo bætast við aðrir innflytjendur auk eðlilegrar fjölgunar Íslendinga sem og breyting í aldursdreifingu. Það er því engin furða að aðalskipulög sveitarfélaga taki ekki mið af þessum fjölda. Í dag eru um 4 þúsund eignir til sölu á markaði á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim eru aðeins um 230 eignir sem eru undir 60 milljónum. Það er því húsnæðisverð og kjör húsnæðislána sem valda því að landsmenn finna ekki eign við hæfi. Íbúar þurfa ekki aðeins húsnæði, það þarf innviði og útisvæði. Í dag er fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu farin að hafa mikil áhrif á útivistarsvæði eins og Heiðmörk, Hvaleyrarvatn Víðistaðavatn og Elliðaárdal. Bílastæðin við útivistaperlurnar eru oftast full á hverjum degi og álagið á göngusvæðin mikið. Vistvænar byggingar og lítið kolefnisfótspor eru tvennt af því sem stefnt er að í skipulagsmálum Þar með er þétting byggðar talin lausn vandans. Þétting byggðar hjálpar til að koma fyrir fleiri íbúðum og starfsemi á minna svæði og það minnkar fótsporið. Lausnin er samt ekki svo einföld. Við sjáum strax vandann þar sem byggt er hátt og þétt. Borgir víðs vegar á jörðinni hafa stækkað jafnt og þétt í marga áratugi. Því meira sem byggð breiðir úr sér því hærra hitastig verður innan borga að völdum steypu og malbiks sem draga í sig hitann. Grænum svæðum í bæjum og borgum fjölgar ekki í takt við þróunina. Þetta hefur áhrif á hækkandi hitastig í borgarumhverfi. Hér á landi eru engar skipulagsreglur sem taka á lágmarks útisvæði á hverja íbúð í bæjum. Það er því oftast aðeins gert ráð fyrir bílastæðum og svo einhverjum smá runnagróðri til málamynda. Þetta kallar að sjálfsögðu á fleiri græn svæði í hverfisskipulaginu. Til að fá til heillegt og gott skipulag þarf því að fá verktaka og byggingraðila til að vera með í að splæsa í slík svæði ellegar gera ráð fyrir ákveðnum fjölda fermetra innan lóðar á hverja íbúð. Slíkt fyrirkomulag þekkist erlendis í samningum milli bæjaryfirvalda og byggingaverktaka. Lýðheilsa og borgarvistfræði Eitt af viðfangsefnum skipulagsfræðinnar er borgarvistfræðin. Grænu svæðin, almenningsgarðar og húsagarðar, tengja þéttbýli við óbyggð svæði. Þannig tengjast vistkerfi. Garðar með fjölbreyttum plöntum auka fjölbreytni vistkerfisins eins og skordýra og fugla. Hver vill ekki njóta fuglasöngs í almenningsgarði eða sjá hunangsflugur í gróskumiklu blómabeði? Fyrir vistkerfið er nauðsynlegt að flæðið inn og út úr þéttbýlinu verði sem auðveldast. Borgarlandslagið og lýðheilsa íbúa er samofin. Fyrir allmörgum árum skrifaði Jan Gehl bókina „Life between Buildings“ (1971). Þessi bók var tímamótarit og hefur verið þýdd á fjöldamörg tungumál. Mannlegur skali í skipulagi byggðar er eitt af lykilhugtökum bókarinnar. Það þarf að huga að rýminu milli bygginganna, tengingu bygginga við götu, birtuna og skjólið. Af öðrum kosti væri borgarumhverfið fátæklegt. Með því að byggja hátt og þétt missum við gæði í borgarrýminu. Við megum heldur ekki gleyma því að Ísland er ekki statt á sömu breiddargráðu og Berlín eða London og við búum við úthafsloftslag. Í bók Guðmundar Hannessonar læknis um borgarskipulag (gefin út 1921) eru m.a. birta, skjól og skuggamyndun mikilvægir þættir sem ákveða hæð bygginga og Rými‘ milli þeirra. Hugmyndafræði sem enn er góð og gild. Sjálfbær þróun Til að nálgast sem besta útkomu í skipulagi þurfum við því að tvinna þessi ofangreindu atriði saman. Velja vistvænt byggingarefni, taka mið af hagkvæmri nýtingu innviða og búa til hverfi sem eru eins sjálfbær og kostur er með blandaðri, lágreistri byggð, kjarnastarfsemi, útisvæðum og leiksvæðum barna. Fjölbreytt val af íbúðum, stærð og verð þarf að vera fast hlutfall af byggðu húsnæði. Gömlu iðnaðarsvæðin og eldri bæjarhlutar þurfa endurskoðun því þar eru margir möguleikar. Iðnaðarhúsnæði sem ekki lengur þjónar upprunalegri starfsemi getur fengið nýjan tilgang. Það eru til mýmörg dæmi um iðnaðarsvæði sem breytt hefur verið í svæði með blandaða byggð. Möguleikarnir eru margir. Höfundur er arkitekt og skipar 6. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun