„Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar 1. nóvember 2024 08:16 Ef munnlegir samningar eru ekki meira virði en pappírinn sem þeir eru skrifaðir á, hvers virði eru þá skriflegir samningar? Árið 2016 skrifuðu Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Halldór Halldórsson, formaður Sambands Íslenskra Sveitarfélaga undir samning við opinbera starfsmenn. Samningurinn var um jöfnun lífeyrisréttinda og launa milli markaða. Blekið var vart þornað þegar ráðist var í að jafna lífeyrisréttindin. Lífeyrisréttindi starfsfólks á almenna markaðnum voru bætt, ríkisábyrgð aflétt af lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Þetta hafði meðal annars í för með sér að árið 2023 voru lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna skert um 60 þúsund krónur á mann að meðaltali, það eru rúmlega 700 þúsund krónur á ári. Ekki hefur verið hróflað við launaliðnum. Nú eru kennarar í verkfalli vegna þess að samninganefndir hins opinbera hafa neitað að ræða hvernig eigi að efna þau ákvæði samningsins frá 2016 sem snýr að jöfnun launa milli markaða. Kennarar vilja miða sig við sérfræðinga á almennum markaði og hafa bent á að laun þeirra séu að meðaltali nokkuð hærri en meðallaun kennara. Þá hafa kennarar setið eftir þegar kemur að launaþróun og þegar launavísitalan er skoðuð þá munar allnokkru á launahækkunum kennara og meðaltals hækkunum annarra hópa launafólks. Grundvallaratriðið er samt þetta: Þegar fólk skrifar undir samninga þá skal staðið við þá. Samningar eiga að gilda, almenningur í landinu verður að geta treyst því að ráðafólk skrifi ekki undir eitthvað í dag og geri síðan eitthvað allt, allt annað á morgun. Nú veit ég að að þeir Bjarni Ben og Sigurður Ingi eiga marga góða kosti. Til dæmis var Bjarni í eina tíð mjög góður í fótbolta, hann á meira að segja landsleiki og skoraði þar nokkur mörk. Sigurður Ingi Jóhannsson er víst nokkuð lunkinn hestamaður og hefur tekið þátt í glæsilegri hópreið íslensks hestafólks um kóngsins Kaupmannahöfn. Nú veit ég að þessir menn gengu ekki persónulegar ábyrgðir fyrir hið opinbera en það vill hins vegar svo til að þessir tveir menn hafa setið í ríkisstjórn nánast allan þann tíma frá því að samningurinn um „jöfnun lífeyrisréttinda og launa milli markaða“ var undirritaður. Því fýsir mig að vita af hverju geta íslenskir stjórnmálamenn ekki tekið ábyrgð á gjörðum sínum? Almenningur í landinu verður að geta gert þá kröfu að staðið sé við gerða samninga. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ef munnlegir samningar eru ekki meira virði en pappírinn sem þeir eru skrifaðir á, hvers virði eru þá skriflegir samningar? Árið 2016 skrifuðu Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Halldór Halldórsson, formaður Sambands Íslenskra Sveitarfélaga undir samning við opinbera starfsmenn. Samningurinn var um jöfnun lífeyrisréttinda og launa milli markaða. Blekið var vart þornað þegar ráðist var í að jafna lífeyrisréttindin. Lífeyrisréttindi starfsfólks á almenna markaðnum voru bætt, ríkisábyrgð aflétt af lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Þetta hafði meðal annars í för með sér að árið 2023 voru lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna skert um 60 þúsund krónur á mann að meðaltali, það eru rúmlega 700 þúsund krónur á ári. Ekki hefur verið hróflað við launaliðnum. Nú eru kennarar í verkfalli vegna þess að samninganefndir hins opinbera hafa neitað að ræða hvernig eigi að efna þau ákvæði samningsins frá 2016 sem snýr að jöfnun launa milli markaða. Kennarar vilja miða sig við sérfræðinga á almennum markaði og hafa bent á að laun þeirra séu að meðaltali nokkuð hærri en meðallaun kennara. Þá hafa kennarar setið eftir þegar kemur að launaþróun og þegar launavísitalan er skoðuð þá munar allnokkru á launahækkunum kennara og meðaltals hækkunum annarra hópa launafólks. Grundvallaratriðið er samt þetta: Þegar fólk skrifar undir samninga þá skal staðið við þá. Samningar eiga að gilda, almenningur í landinu verður að geta treyst því að ráðafólk skrifi ekki undir eitthvað í dag og geri síðan eitthvað allt, allt annað á morgun. Nú veit ég að að þeir Bjarni Ben og Sigurður Ingi eiga marga góða kosti. Til dæmis var Bjarni í eina tíð mjög góður í fótbolta, hann á meira að segja landsleiki og skoraði þar nokkur mörk. Sigurður Ingi Jóhannsson er víst nokkuð lunkinn hestamaður og hefur tekið þátt í glæsilegri hópreið íslensks hestafólks um kóngsins Kaupmannahöfn. Nú veit ég að þessir menn gengu ekki persónulegar ábyrgðir fyrir hið opinbera en það vill hins vegar svo til að þessir tveir menn hafa setið í ríkisstjórn nánast allan þann tíma frá því að samningurinn um „jöfnun lífeyrisréttinda og launa milli markaða“ var undirritaður. Því fýsir mig að vita af hverju geta íslenskir stjórnmálamenn ekki tekið ábyrgð á gjörðum sínum? Almenningur í landinu verður að geta gert þá kröfu að staðið sé við gerða samninga. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun