Ríkjandi meistari stígur á svið Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2024 10:02 Það mæta kanónur til leiks á öðru keppniskvöldi Úrvalsdeildarinnar í pílukasti, með ríkjandi meistara Hallgrím Egilsson fremstan í flokki. Stöð 2 Sport Ríkjandi meistari mætir til keppni á morgun þegar annað keppniskvöld Úrvalsdeildarinnar í pílukasti fer fram á Bullseye við Snorrabraut í Reykjavík. Keppnin er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Dilyan Kolev úr Píludeild Þórs fagnaði sigri á fyrsta keppniskvöldinu, á Selfossi um síðustu helgi. Alls taka 16 bestu pílukastarar landsins þátt í Úrvalsdeildinni og keppir hver þeirra á tveimur af fjórum mótum, áður en átta manna úrslitin taka við í lok þessa mánaðar. Nánar má lesa um fyrirkomulagið hér. Í fyrsta leiknum annað kvöld mætast Grindvíkingarnir Alexander Veigar Þorvaldsson og Guðjón Hauksson. Alexander er einn af bestu pílukösturum landsins um þessar mundir en Guðjón er einn reynslumesti kastarinn á landinu og á fjölmarga Íslandsmeistaratitla. Í öðrum leik kvöldsins mætast þeir Hörður Þór Guðjónsson frá Pílufélagi Grindavíkur og Árni Ágúst Daníelsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar. Hörður kemur inn í miklu formi en hann sigraði síðustu umferð efstu deildar Floridana deildarinnar sem fór fram fyrir nokkrum vikum. Árni Ágúst er ungur og efnilegur kastari sem hefur tekið miklum framförum síðastliðna mánuði og mun ekki gefa Herði neitt eftir. Ríkjandi meistari mætir Skagamanni Í þriðja leik kvöldsins mætast þeir Haraldur Birgisson frá Pílufélagi Kópavogs og Arngrímur Anton Ólafsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar. Haraldur er með bakið upp við vegg eftir tap í fyrstu umferð og þarf því nauðsynlega á sigri að halda til að eiga möguleika á að enda í efstu 8 sætunum fyrir niðurskurð. Haraldur mun þó eiga fullt í fangi með Anton þar sem hann er gríðalega öflugur. Anton tók þátt fyrir Íslands hönd á PDC World Cup of Darts ásamt Pétri Rúðrik Guðmundssyni og er því vel kunnugur að spila fyrir framan myndavélar og fullan sal af fólki. Í fjórða og síðasta leik fjórðungsúrslitanna mætir loks Úrvalsdeildarmeistarinn frá því í fyrra, Hallgrímur Egilsson, til leiks en hann spilar fyrir Pílukastfélag Reykjavíkur. Hann tekur á móti Gunnari Hafsteini Ólafssyni frá Pílufélagi Akraness. Hallgrímur er sigurstranglegri en Gunnar hefur verið að spila fantagóða pílu uppá síðkastið og verður spennandi að fylgjast með. Eftir fjórðungsúrslit kvöldins verða spiluð undanúrslit og fylgir úrslitaleikurinn þar á eftir, allt í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:30 annað kvöld. Pílukast Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Sjá meira
Dilyan Kolev úr Píludeild Þórs fagnaði sigri á fyrsta keppniskvöldinu, á Selfossi um síðustu helgi. Alls taka 16 bestu pílukastarar landsins þátt í Úrvalsdeildinni og keppir hver þeirra á tveimur af fjórum mótum, áður en átta manna úrslitin taka við í lok þessa mánaðar. Nánar má lesa um fyrirkomulagið hér. Í fyrsta leiknum annað kvöld mætast Grindvíkingarnir Alexander Veigar Þorvaldsson og Guðjón Hauksson. Alexander er einn af bestu pílukösturum landsins um þessar mundir en Guðjón er einn reynslumesti kastarinn á landinu og á fjölmarga Íslandsmeistaratitla. Í öðrum leik kvöldsins mætast þeir Hörður Þór Guðjónsson frá Pílufélagi Grindavíkur og Árni Ágúst Daníelsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar. Hörður kemur inn í miklu formi en hann sigraði síðustu umferð efstu deildar Floridana deildarinnar sem fór fram fyrir nokkrum vikum. Árni Ágúst er ungur og efnilegur kastari sem hefur tekið miklum framförum síðastliðna mánuði og mun ekki gefa Herði neitt eftir. Ríkjandi meistari mætir Skagamanni Í þriðja leik kvöldsins mætast þeir Haraldur Birgisson frá Pílufélagi Kópavogs og Arngrímur Anton Ólafsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar. Haraldur er með bakið upp við vegg eftir tap í fyrstu umferð og þarf því nauðsynlega á sigri að halda til að eiga möguleika á að enda í efstu 8 sætunum fyrir niðurskurð. Haraldur mun þó eiga fullt í fangi með Anton þar sem hann er gríðalega öflugur. Anton tók þátt fyrir Íslands hönd á PDC World Cup of Darts ásamt Pétri Rúðrik Guðmundssyni og er því vel kunnugur að spila fyrir framan myndavélar og fullan sal af fólki. Í fjórða og síðasta leik fjórðungsúrslitanna mætir loks Úrvalsdeildarmeistarinn frá því í fyrra, Hallgrímur Egilsson, til leiks en hann spilar fyrir Pílukastfélag Reykjavíkur. Hann tekur á móti Gunnari Hafsteini Ólafssyni frá Pílufélagi Akraness. Hallgrímur er sigurstranglegri en Gunnar hefur verið að spila fantagóða pílu uppá síðkastið og verður spennandi að fylgjast með. Eftir fjórðungsúrslit kvöldins verða spiluð undanúrslit og fylgir úrslitaleikurinn þar á eftir, allt í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:30 annað kvöld.
Pílukast Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Sjá meira