10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar 31. október 2024 13:45 Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) var stofnuð hinn 1. október 2014 og hefur því verið starfrækt í 10 ár. Sameiningin fyrir 10 árum tók til Heilbrigðisstofnana Suðurlands, Vestmannaeyja og Suðausturlands og sinnir HSU því víðfeðmasta heilbrigðisumdæmi landsins. Markmiðið með sameiningunni var að styrkja heilbrigðisþjónustu á svæðinu og samnýta fagþekkingu og hæfni starfsfólks með það fyrir augum að veita betri og hagkvæmari þjónustu. Ég er vitaskuld ekki óvilhöll, en ætla engu að síður að leyfa mér að fullyrða að þessi fögru fyrirheit hafa gengið eftir. Ótrúlegur mannauður hjá HSU Ég hef notið þess heiðurs að leiða þennan stórkostlega vinnustað undanfarin fimm ár og tók við stýrinu hjá HSU á þröskuldi heimsfaraldurs Covid-19. Það er ekki að ástæðulausu sem að HSU eru eyrnamerktir liðlega 12 milljarðar á fjárlögum. Viðfangsefnin eru ærin og umfangið auðvitað stundum yfirþyrmandi, en ég er svo heppin að hafa mér til liðsinnis um 850 starfsmenn í um 550 stöðugildum. Þetta er stór og öflugur hópur; ótrúlegur mannauður. Við leggjum ríka áherslu í störfum okkar á þverfaglega teymisvinnu til að viðhalda starfsánægju og tryggja bæði gæði þjónustu og ánægju skjólstæðinga. Kannanir meðal bæði starfsfólks og skjólstæðinga sýna ítrekað að þessi takmörk eru að nást með miklum sóma. Velferð skjólstæðinga er leiðarljósið Heilbrigðisstofnun Suðurlands veitir öfluga heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu. HSU starfrækir 9 heilsugæslustöðvar á 10 starfsstöðvum, 2 sjúkrahús og 4 hjúkrunarheimili, auk þess sem við sinnum bráðaþjónustu og sjúkraflutningum um allt umdæmið allan sólarhringinn eftir þörf. Allt frá Þorlákshöfn til Hafnar í Hornafirði með viðkomu í Hveragerði, á Selfossi, í Uppsveitum Suðurlands, í Rangárþingi, Vík, á Kirkjubæjarklaustri og í Vestmannaeyjum. Gildin okkar eru fagmennska, samvinna og virðing. Velferð skjólstæðinga er okkar leiðarljós. Áskoranir í vaxandi fjölmenni Íbúafjöldinn á Suðurlandi er í dag um 35 þúsund og samfélagið fer ört vaxandi. Hér eru einnig nokkrir fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins og um 8 þúsund frístundahús. Þetta hefur í för með sér mikla umferð. Í þessum tölulegu staðreyndum felast að sjálfsögðu margvíslegar áskoranir, en stefna okkar hjá HSU er að tryggja öllum íbúum, skjólstæðingum og þjónustuþegum hnökralausan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustuna sem völ er á. Heimaspítali HSU er framsækin nýjung Í takti við allt ofangreint, þá var virkilega gleðilegt að undirrita um miðjan afmælismánuðinn í október samkomulag við heilbrigðisráðuneytið um rekstur heimaspítala, sem er framsækin nýjung í rekstri HSU. Við hófum rekstur heimaspítalans í ársbyrjun 2024 í tilraunaskyni og höfum unnið hörðum höndum að þróun þjónustunnar síðan þá. Heimaspítali HSU hefur í för með sér aukna heilbrigðisþjónustu, þar meðtalda læknisþjónustu, við fólk sem býr heima og þarfnast meiri stuðnings en almennrar félagsþjónustu og heimahjúkrunar. Stórbætt þjónusta í heimahúsum Heimaspítalinn er einkum hugsaður fyrir tvo meginhópa: Annars vegar hruma og fjölveika aldraða og hins vegar fólk á öllum aldri sem er í líknandi meðferð. Þjónustan miðar að því að bjóða persónumiðaða umönnun fyrir fólk sem þarfnast flókinna samsettra lausna, bæði á sviði heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Heimaspítalinn styrkir þannig til muna þá þjónustu sem almennt er veitt í heimahúsum. Markmiðið er að draga úr þörf aldraðra fyrir að leita á bráðamóttöku og fækka innlagnardögum á spítala. Gengið til góðs Það er von mín og trú að skjólstæðingar HSU og íbúar á okkar þjónustusvæði upplifi það að stofnunin hafi gengið til góðs undanfarinn áratug. Starfsfólki HSU óska ég farsældar og hlakka til okkar vegferðar næstu árin. Ég færi ykkur kærar þakkir fyrir stórkostlega frammistöðu á síðustu árum. Það er meira en að segja það að fá að leiða slíkan vinnustað! Til hamingju með 10 ára afmælið, starfsfólk og skjólstæðingar HSU! Höfundur er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) var stofnuð hinn 1. október 2014 og hefur því verið starfrækt í 10 ár. Sameiningin fyrir 10 árum tók til Heilbrigðisstofnana Suðurlands, Vestmannaeyja og Suðausturlands og sinnir HSU því víðfeðmasta heilbrigðisumdæmi landsins. Markmiðið með sameiningunni var að styrkja heilbrigðisþjónustu á svæðinu og samnýta fagþekkingu og hæfni starfsfólks með það fyrir augum að veita betri og hagkvæmari þjónustu. Ég er vitaskuld ekki óvilhöll, en ætla engu að síður að leyfa mér að fullyrða að þessi fögru fyrirheit hafa gengið eftir. Ótrúlegur mannauður hjá HSU Ég hef notið þess heiðurs að leiða þennan stórkostlega vinnustað undanfarin fimm ár og tók við stýrinu hjá HSU á þröskuldi heimsfaraldurs Covid-19. Það er ekki að ástæðulausu sem að HSU eru eyrnamerktir liðlega 12 milljarðar á fjárlögum. Viðfangsefnin eru ærin og umfangið auðvitað stundum yfirþyrmandi, en ég er svo heppin að hafa mér til liðsinnis um 850 starfsmenn í um 550 stöðugildum. Þetta er stór og öflugur hópur; ótrúlegur mannauður. Við leggjum ríka áherslu í störfum okkar á þverfaglega teymisvinnu til að viðhalda starfsánægju og tryggja bæði gæði þjónustu og ánægju skjólstæðinga. Kannanir meðal bæði starfsfólks og skjólstæðinga sýna ítrekað að þessi takmörk eru að nást með miklum sóma. Velferð skjólstæðinga er leiðarljósið Heilbrigðisstofnun Suðurlands veitir öfluga heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu. HSU starfrækir 9 heilsugæslustöðvar á 10 starfsstöðvum, 2 sjúkrahús og 4 hjúkrunarheimili, auk þess sem við sinnum bráðaþjónustu og sjúkraflutningum um allt umdæmið allan sólarhringinn eftir þörf. Allt frá Þorlákshöfn til Hafnar í Hornafirði með viðkomu í Hveragerði, á Selfossi, í Uppsveitum Suðurlands, í Rangárþingi, Vík, á Kirkjubæjarklaustri og í Vestmannaeyjum. Gildin okkar eru fagmennska, samvinna og virðing. Velferð skjólstæðinga er okkar leiðarljós. Áskoranir í vaxandi fjölmenni Íbúafjöldinn á Suðurlandi er í dag um 35 þúsund og samfélagið fer ört vaxandi. Hér eru einnig nokkrir fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins og um 8 þúsund frístundahús. Þetta hefur í för með sér mikla umferð. Í þessum tölulegu staðreyndum felast að sjálfsögðu margvíslegar áskoranir, en stefna okkar hjá HSU er að tryggja öllum íbúum, skjólstæðingum og þjónustuþegum hnökralausan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustuna sem völ er á. Heimaspítali HSU er framsækin nýjung Í takti við allt ofangreint, þá var virkilega gleðilegt að undirrita um miðjan afmælismánuðinn í október samkomulag við heilbrigðisráðuneytið um rekstur heimaspítala, sem er framsækin nýjung í rekstri HSU. Við hófum rekstur heimaspítalans í ársbyrjun 2024 í tilraunaskyni og höfum unnið hörðum höndum að þróun þjónustunnar síðan þá. Heimaspítali HSU hefur í för með sér aukna heilbrigðisþjónustu, þar meðtalda læknisþjónustu, við fólk sem býr heima og þarfnast meiri stuðnings en almennrar félagsþjónustu og heimahjúkrunar. Stórbætt þjónusta í heimahúsum Heimaspítalinn er einkum hugsaður fyrir tvo meginhópa: Annars vegar hruma og fjölveika aldraða og hins vegar fólk á öllum aldri sem er í líknandi meðferð. Þjónustan miðar að því að bjóða persónumiðaða umönnun fyrir fólk sem þarfnast flókinna samsettra lausna, bæði á sviði heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Heimaspítalinn styrkir þannig til muna þá þjónustu sem almennt er veitt í heimahúsum. Markmiðið er að draga úr þörf aldraðra fyrir að leita á bráðamóttöku og fækka innlagnardögum á spítala. Gengið til góðs Það er von mín og trú að skjólstæðingar HSU og íbúar á okkar þjónustusvæði upplifi það að stofnunin hafi gengið til góðs undanfarinn áratug. Starfsfólki HSU óska ég farsældar og hlakka til okkar vegferðar næstu árin. Ég færi ykkur kærar þakkir fyrir stórkostlega frammistöðu á síðustu árum. Það er meira en að segja það að fá að leiða slíkan vinnustað! Til hamingju með 10 ára afmælið, starfsfólk og skjólstæðingar HSU! Höfundur er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun