Matráður segir upp á Mánagarði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2024 11:40 Soffía Emelía Bragadóttir er leikskólastjóri Mánagarðs. Vísir/Einar Matráður leikskólans Mánagarðs þar sem upp kom svæsin E.coli-sýking í síðustu viku hefur sagt upp störfum. Leikskólinn verður lokaður út vikuna. Þetta kemur fram í tölvupósti frá leikskólastjóranum á Mánagarði til foreldra. Þar segir að sérstakur stýrihópur sóttvarnalæknis hafi ákveðið í dag að leikskólinn yrði lokaður út þessa viku. „Standa vonir til að hægt verði að opna að nýju á þriðjudag í næstu viku en stýrihópurinn mun funda aftur eftir helgi þar sem ný ákvörðun verður tekin. Meðan á lokuninni stendur verður aðgerðum síðustu daga og viku framhaldið á Mánagarði. Lokið hefur verið við afar ítarlega og umfangsmikla sótthreinsun á húsnæðinu sem framkvæmd var af fagaðilum.“ Vinna haldi áfram við heildstæða endurskoðun á öllum verkferlum innan leikskólans með þar til bærum sérfræðingum en sú vinna snúi meðal annars að hreinlæti, meðhöndlun matvæla, aðstöðu, tækjabúnaði og geymslu, svo eitthvað sé nefnt. Þá hafi matráður leikskólans látið af störfum að eigin ósk. Allur matur sem börnin og starfsmennirnir borða er alla jafna eldaður á staðnum. Soffía Emelía Bragadóttir leikskólastjóri Mánagarðs sagði á dögunum að á meðan málið væri til rannsóknar yrði pantaður matur. „Á meðan við erum að komast yfir þetta áfall þá hugsa ég að við förum í aðkeyptan mat í mánuð á meðan við erum að breyta ferlum og finna út hvað gerðist. Það getur tekið þessa viku og næstu. Á meðan við bíðum er betra að vera öruggari og kaupa annars staðar frá,“ sagði Soffía. Algengt er að leikskólar og skólar kaupi mat frá til dæmis Skólamat eða Matartímanum. Rannsókn á E.coli smiti á leikskólanum Mánagarði beinist aðallega að mat sem börnin neyttu þann 17. október. Þá fengu börnin hafragraut, spaghettí og melónur í kaffitímanum. Alls hafa 45 börn smitast af E.coli veirunni frá því í síðustu viku. Ellefu liggja inni á Landspítalanum þar af fjögur á gjörgæslu. Leikskólar Reykjavík E. coli-sýking á Mánagarði Skóla- og menntamál Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupósti frá leikskólastjóranum á Mánagarði til foreldra. Þar segir að sérstakur stýrihópur sóttvarnalæknis hafi ákveðið í dag að leikskólinn yrði lokaður út þessa viku. „Standa vonir til að hægt verði að opna að nýju á þriðjudag í næstu viku en stýrihópurinn mun funda aftur eftir helgi þar sem ný ákvörðun verður tekin. Meðan á lokuninni stendur verður aðgerðum síðustu daga og viku framhaldið á Mánagarði. Lokið hefur verið við afar ítarlega og umfangsmikla sótthreinsun á húsnæðinu sem framkvæmd var af fagaðilum.“ Vinna haldi áfram við heildstæða endurskoðun á öllum verkferlum innan leikskólans með þar til bærum sérfræðingum en sú vinna snúi meðal annars að hreinlæti, meðhöndlun matvæla, aðstöðu, tækjabúnaði og geymslu, svo eitthvað sé nefnt. Þá hafi matráður leikskólans látið af störfum að eigin ósk. Allur matur sem börnin og starfsmennirnir borða er alla jafna eldaður á staðnum. Soffía Emelía Bragadóttir leikskólastjóri Mánagarðs sagði á dögunum að á meðan málið væri til rannsóknar yrði pantaður matur. „Á meðan við erum að komast yfir þetta áfall þá hugsa ég að við förum í aðkeyptan mat í mánuð á meðan við erum að breyta ferlum og finna út hvað gerðist. Það getur tekið þessa viku og næstu. Á meðan við bíðum er betra að vera öruggari og kaupa annars staðar frá,“ sagði Soffía. Algengt er að leikskólar og skólar kaupi mat frá til dæmis Skólamat eða Matartímanum. Rannsókn á E.coli smiti á leikskólanum Mánagarði beinist aðallega að mat sem börnin neyttu þann 17. október. Þá fengu börnin hafragraut, spaghettí og melónur í kaffitímanum. Alls hafa 45 börn smitast af E.coli veirunni frá því í síðustu viku. Ellefu liggja inni á Landspítalanum þar af fjögur á gjörgæslu.
Leikskólar Reykjavík E. coli-sýking á Mánagarði Skóla- og menntamál Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira