Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Aron Guðmundsson skrifar 30. október 2024 19:33 Ómar Ingi Guðmundsson, fráfarandi þjálfari HK. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Ómar Ingi Guðmundsson hefur látið af störfum sem þjálfari HK. Hann telur best núna að annar þjálfari taki við stjórnartaumum liðsins og segir að ákvörðun sín hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni. Greint var frá því í yfirlýsingu HK á þriðjudagskvöldið síðastliðið að Ómar Ingi myndi ekki halda áfram þjálfun karlaliðs félagsins í fótbolta sem að féll úr Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili. Það var að ósk Ómars að leiðir myndu skilja á þessum tímapunkti en hann hafði verið aðalþjálfari liðsins síðan árið 2022 og hafði það sama ár stýrt liðinu upp í efstu deild á nýjan leik. Ómar er HK-ingur út í gegn og hefur hann verið það frá sex ára aldri þegar að hann hóf að æfa fótbolta með félaginu sama ár og það var stofnað, á því herrans ári 1992. Síðan þá hefur Ómar átt feril hjá HK sem leikmaður, þjálfari hjá yngri flokkum félagsins og nú síðast sem aðalþjálfari. Rúmt þrjátíu ára samstarf að taka enda en bara tímabundið því HK verður alltaf hluti af Ómari. Klippa: Ómar Ingi: „Töluvert erfiðara að skilja við liðið í þeirri stöðu sem það er í núna“ Ákvörðunin, að róa á önnur mið núna, á sér ekki langan aðdraganda. „Ég sagði það strax þegar að ég tók við liðinu að ef mér liði einhvern tímann eins og félagið væri mögulega betur statt eða í betri málum með einhvern annan við stjórnvölinn þá yrði ég líklegast sá fyrsti til að viðurkenna það og ræða,“ segir Ómar í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Um leið og sú hugmynd fór allt í einu að læðast að mér fannst mér réttast að vera bara hreinskilinn með það sem fyrst með stjórninni.“ Tap í lokaumferðinni gegn KR innsiglaði fall HK úr Bestu deildinni. Þó svo að HK hefði bjargað sér frá þá falli hefði niðurstaðan verið sú sama hjá Ómari. „Það hefði eiginlega gert þessa ákvörðun auðveldari ef við hefðum haldið okkur uppi. Það er töluvert erfiðara að skilja við liðið í þeirri stöðu sem að það er í núna, heldur en það hefði verið ef við hefðum haldið okkur uppi. Mér líður allavegana þannig. Eftir að hafa gert tímabilið upp síðustu daga. Að niðurstaðan hefði verið sú sama, sama hvort við hefðum fallið eða ekki.“ Hlusta má á viðtalið við Ómar í heild sinni hér fyrir neðan, eða horfa á það í heild sinni hér fyrir ofan. Ykkar er valið en þar er rætt við Ómar um tímann hjá HK, ást hans á félaginu, ákvörðunina stóru sem og sýn hans á framhaldið, bæði hvað sig varðar en einnig HK. HK Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
Greint var frá því í yfirlýsingu HK á þriðjudagskvöldið síðastliðið að Ómar Ingi myndi ekki halda áfram þjálfun karlaliðs félagsins í fótbolta sem að féll úr Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili. Það var að ósk Ómars að leiðir myndu skilja á þessum tímapunkti en hann hafði verið aðalþjálfari liðsins síðan árið 2022 og hafði það sama ár stýrt liðinu upp í efstu deild á nýjan leik. Ómar er HK-ingur út í gegn og hefur hann verið það frá sex ára aldri þegar að hann hóf að æfa fótbolta með félaginu sama ár og það var stofnað, á því herrans ári 1992. Síðan þá hefur Ómar átt feril hjá HK sem leikmaður, þjálfari hjá yngri flokkum félagsins og nú síðast sem aðalþjálfari. Rúmt þrjátíu ára samstarf að taka enda en bara tímabundið því HK verður alltaf hluti af Ómari. Klippa: Ómar Ingi: „Töluvert erfiðara að skilja við liðið í þeirri stöðu sem það er í núna“ Ákvörðunin, að róa á önnur mið núna, á sér ekki langan aðdraganda. „Ég sagði það strax þegar að ég tók við liðinu að ef mér liði einhvern tímann eins og félagið væri mögulega betur statt eða í betri málum með einhvern annan við stjórnvölinn þá yrði ég líklegast sá fyrsti til að viðurkenna það og ræða,“ segir Ómar í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Um leið og sú hugmynd fór allt í einu að læðast að mér fannst mér réttast að vera bara hreinskilinn með það sem fyrst með stjórninni.“ Tap í lokaumferðinni gegn KR innsiglaði fall HK úr Bestu deildinni. Þó svo að HK hefði bjargað sér frá þá falli hefði niðurstaðan verið sú sama hjá Ómari. „Það hefði eiginlega gert þessa ákvörðun auðveldari ef við hefðum haldið okkur uppi. Það er töluvert erfiðara að skilja við liðið í þeirri stöðu sem að það er í núna, heldur en það hefði verið ef við hefðum haldið okkur uppi. Mér líður allavegana þannig. Eftir að hafa gert tímabilið upp síðustu daga. Að niðurstaðan hefði verið sú sama, sama hvort við hefðum fallið eða ekki.“ Hlusta má á viðtalið við Ómar í heild sinni hér fyrir neðan, eða horfa á það í heild sinni hér fyrir ofan. Ykkar er valið en þar er rætt við Ómar um tímann hjá HK, ást hans á félaginu, ákvörðunina stóru sem og sýn hans á framhaldið, bæði hvað sig varðar en einnig HK.
HK Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira