Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 29. október 2024 19:02 Ég var í barnaafmæli um helgina og umræðan barst að kosningum. ,,Er búið að ákveða hvað á að kjósa?” heyrðist fleygt. Ég sagðist vera búin að ákveða það enda væri ég á lista. ,,Nú, nú hvar ertu á lista?” var auðvitað spurt. ,,Ég er alveg vinstra megin” sagði ég. ,,Ég verð sem sagt á lista Sósíalista í Reykjavík”. ,,Nú, já þú ert alveg þar?” var sagt með blöndu af forvitni, hlátri og hneykslan. Þessi viðbrögð eru engin nýlunda. Ég hef starfað með flokknum síðan 2018 og þekki þessi viðbrögð vel. Fólk veit ekki hvort það á að hlæja að gráta því það tengir orðið Sósíalisti við eitthvað gamalt og hræðilegt. Einhverja „Kommagrýlu” þar sem allir eru fátækir, ríkið stjórni öllu lífi fólks og engin blómleg viðskipti eða frumkvöðlastarf eigi sér stað. Þetta er auðvitað orðræða sem Valhöll og Mbl hefur haldið á lofti lengi og ekki síst eftir að Sósíalistaflokkur Íslands var stofnaður. Margir taka undir. Borgarastéttin hlær. Meira að segja Kratar sem sækja hugsjónir sínar beint til Sósíalismans hlæja með og frussa kampavíninu sínu. Sósíalismi er auðvitað ekkert annað en beint lýðræði. Kjarni hans er valddreifing og almannahagsmunir. Hvað er vandamálið? Jú, jú einhverjir fasistar hafa gegnum tíðina notað orðið Sósíalismi til að réttlæta valdatöku sína. En er það endilega alvöru Sósíalismi? Nei, það er það ekki. Fólk hefur notað alls konar hugtök og trúarbrögð í gegnum söguna til að réttlæta ofbeldi sitt og valdníðslu. Það þýðir ekki að grunngildi hugtaksins sé þar að verki. Vissulega er það í hugmyndafræði Sósíalisma að ríkið reki ákveðna grundvallarinnviði og stofnanir. Það er okkur ekkert fjarri enda kjarnahugmynd allra landa Skandinavíu. Þannig er margt rekið í okkar samfélagi í dag. Almenna skólakerfið, almenna heilbrigðiskerfið, almannatryggingarkerfið o.s.frv. Fólki finnst þetta sjálfsagt. Þetta er ekkert annað en Sósíalismi. Hlæjið þá og hneykslist af sjálfum ykkur og ykkar stjórnvöldum seinustu áratugi. En með nýfrjálshyggjunni, sem Sjálfstæðismenn hafa verið duglegastir við að tefla fram og setið í nær öllum stjórnvöldum frá upphafi lýðveldis 1944, hafa hagsmunir fjármagnseigenda trompað hagsmuni almennings. Þess vegna tel ég þörf á Sósíalistaflokk Íslands á alþingi. En hvað með alþjóðasamvinnu og viðskipti. Vilja Sósíalistar ekki bara einangra fólk og þjóðir banna viðskipti og frumkvöðlastarf? Ég meina má einhver græða í Sósíalistaflokknum? Margir halda að það sé raunin. Einhverjir Sósíalistar hafa líka skrifað á þessum nótum og talið ekki hægt að hafa Sósíalisma samhliða alþjóðasamvinnu sem dæmi. Ég er hins vegar algerlega óssammála því og er Evrópusinnaður Sósíalisti. Ég tel fullreynt að hafa krónu sem gjaldmiðil sem hentar í raun eingöngu hagsmunum kvótakónga eða þeim sem flytja út fisk. Margir hafa áhyggjur á verðbólgu og vöxtum sem er reglulegt fyrirbæri hjá okkur Íslendingum en ég tel það aðallega orsakast af krónunni sem gjaldmiðli. Ég held að almenningur hefði meira gagn af stöðugri gjaldmiðli. Alla vega eru húsnæðislán og matarkarfan betri fyrir almenning í Evrópu en hér á landi. Ég veit alveg að Evrópusambandið er kapítalískt að einhverju leyti eins og öll Vesturlönd. Ég er samt fylgjandi inngöngu í það þar sem ég ég er búin að fá mig fullsadda af íslenskum fjármagnseigendum og kvótakóngum. Á Íslandi virkar markaðshagkerfið reyndar aðallega sem fákeppnismarkaður sem hafa regluleg verðsamráð eins og sagan hefur sýnt. Í raun er ekki frjáls heilbrigður markaður í gangi. Ef allir hefðu sömu spil á hendi til að byrja með og þeir sem hefðu skapandi hæfileika og frumkvöðlahugmyndir gætu skarað fram úr og grætt vel fyrir það væri það alls ekki andstætt hugmyndum Sósíalismans. Ef allir hefðu nóg fyrir sig og sína væri frábært að leyfa litlum fyrirtækjum og skapandi frumkvöðlastarfi að blómstra. Höfundur er framhaldsskólakennari og á lista Sósíalista í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Ég var í barnaafmæli um helgina og umræðan barst að kosningum. ,,Er búið að ákveða hvað á að kjósa?” heyrðist fleygt. Ég sagðist vera búin að ákveða það enda væri ég á lista. ,,Nú, nú hvar ertu á lista?” var auðvitað spurt. ,,Ég er alveg vinstra megin” sagði ég. ,,Ég verð sem sagt á lista Sósíalista í Reykjavík”. ,,Nú, já þú ert alveg þar?” var sagt með blöndu af forvitni, hlátri og hneykslan. Þessi viðbrögð eru engin nýlunda. Ég hef starfað með flokknum síðan 2018 og þekki þessi viðbrögð vel. Fólk veit ekki hvort það á að hlæja að gráta því það tengir orðið Sósíalisti við eitthvað gamalt og hræðilegt. Einhverja „Kommagrýlu” þar sem allir eru fátækir, ríkið stjórni öllu lífi fólks og engin blómleg viðskipti eða frumkvöðlastarf eigi sér stað. Þetta er auðvitað orðræða sem Valhöll og Mbl hefur haldið á lofti lengi og ekki síst eftir að Sósíalistaflokkur Íslands var stofnaður. Margir taka undir. Borgarastéttin hlær. Meira að segja Kratar sem sækja hugsjónir sínar beint til Sósíalismans hlæja með og frussa kampavíninu sínu. Sósíalismi er auðvitað ekkert annað en beint lýðræði. Kjarni hans er valddreifing og almannahagsmunir. Hvað er vandamálið? Jú, jú einhverjir fasistar hafa gegnum tíðina notað orðið Sósíalismi til að réttlæta valdatöku sína. En er það endilega alvöru Sósíalismi? Nei, það er það ekki. Fólk hefur notað alls konar hugtök og trúarbrögð í gegnum söguna til að réttlæta ofbeldi sitt og valdníðslu. Það þýðir ekki að grunngildi hugtaksins sé þar að verki. Vissulega er það í hugmyndafræði Sósíalisma að ríkið reki ákveðna grundvallarinnviði og stofnanir. Það er okkur ekkert fjarri enda kjarnahugmynd allra landa Skandinavíu. Þannig er margt rekið í okkar samfélagi í dag. Almenna skólakerfið, almenna heilbrigðiskerfið, almannatryggingarkerfið o.s.frv. Fólki finnst þetta sjálfsagt. Þetta er ekkert annað en Sósíalismi. Hlæjið þá og hneykslist af sjálfum ykkur og ykkar stjórnvöldum seinustu áratugi. En með nýfrjálshyggjunni, sem Sjálfstæðismenn hafa verið duglegastir við að tefla fram og setið í nær öllum stjórnvöldum frá upphafi lýðveldis 1944, hafa hagsmunir fjármagnseigenda trompað hagsmuni almennings. Þess vegna tel ég þörf á Sósíalistaflokk Íslands á alþingi. En hvað með alþjóðasamvinnu og viðskipti. Vilja Sósíalistar ekki bara einangra fólk og þjóðir banna viðskipti og frumkvöðlastarf? Ég meina má einhver græða í Sósíalistaflokknum? Margir halda að það sé raunin. Einhverjir Sósíalistar hafa líka skrifað á þessum nótum og talið ekki hægt að hafa Sósíalisma samhliða alþjóðasamvinnu sem dæmi. Ég er hins vegar algerlega óssammála því og er Evrópusinnaður Sósíalisti. Ég tel fullreynt að hafa krónu sem gjaldmiðil sem hentar í raun eingöngu hagsmunum kvótakónga eða þeim sem flytja út fisk. Margir hafa áhyggjur á verðbólgu og vöxtum sem er reglulegt fyrirbæri hjá okkur Íslendingum en ég tel það aðallega orsakast af krónunni sem gjaldmiðli. Ég held að almenningur hefði meira gagn af stöðugri gjaldmiðli. Alla vega eru húsnæðislán og matarkarfan betri fyrir almenning í Evrópu en hér á landi. Ég veit alveg að Evrópusambandið er kapítalískt að einhverju leyti eins og öll Vesturlönd. Ég er samt fylgjandi inngöngu í það þar sem ég ég er búin að fá mig fullsadda af íslenskum fjármagnseigendum og kvótakóngum. Á Íslandi virkar markaðshagkerfið reyndar aðallega sem fákeppnismarkaður sem hafa regluleg verðsamráð eins og sagan hefur sýnt. Í raun er ekki frjáls heilbrigður markaður í gangi. Ef allir hefðu sömu spil á hendi til að byrja með og þeir sem hefðu skapandi hæfileika og frumkvöðlahugmyndir gætu skarað fram úr og grætt vel fyrir það væri það alls ekki andstætt hugmyndum Sósíalismans. Ef allir hefðu nóg fyrir sig og sína væri frábært að leyfa litlum fyrirtækjum og skapandi frumkvöðlastarfi að blómstra. Höfundur er framhaldsskólakennari og á lista Sósíalista í Reykjavík.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun