Þessi bölvaði hagvöxtur, þurfum við kannski bara annað hrun? Davíð Már Sigurðsson skrifar 29. október 2024 10:01 Við athuganir á kennaraskortinum alræmda, tók ég eftir því að á ákveðnu tímabili dró úr honum. Tímabili sem hófst haustið 2008, þegar hér varð fjármálahrun sem er greypt í þjóðarsálina. Þá jókst hlutfall kennara við störf í skólum landsins. Aðföngin spruttu fram. En er hægt að tala um skort þegar aðföng eru til staðar? Aðföng sem voru bara vant við látin við að sinna öðrum störfum á almennum markaði á meðan veislan var í gangi og hagvöxtur blússandi. En 2008 steyptist almenni markaðurinn svo til beint á andlitið með tilheyrandi afleiðingum fyrir íslenskt samfélag. Í kjölfarið var gríðarlegt atvinnuleysi og neyddust þá kennarar til að hverfa frá öðrum störfum og fara aftur að kenna. Nú talar fólk um kreppu, háa stýrivexti og húsnæðismarkaðinn, en hvers vegna sést ekki sama þróun núna og 2008? Hvar eru þessi aðföng? Eru hlutirnir ekki nógu slæmir enn sem komið er? Þurfa hlutirnir að versna svo aðföngin, sem hafa horfið frá kennarastörfum, séu tilneydd til baka? Er best að þeir sem kenna geri það af illri nauðsyn? Er það hagvöxturinn og kaupmáttaraukning sem heldur þeim frá? Hugnast þeim frekar að vinna þar sem hægt er að biðja um launahækkun fyrir vel unnin störf? Er kennarastarfið yfirhöfuð samkeppnishæft? Á þetta eingöngu að vera hugsjónastarf? Það virðist að minnsta kosti enn sem komið er auðvelt að finna eitthvað annað að gera. Starf sem er kannski bara minna vesen. Kannski þarf bara annað hrun? Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Við athuganir á kennaraskortinum alræmda, tók ég eftir því að á ákveðnu tímabili dró úr honum. Tímabili sem hófst haustið 2008, þegar hér varð fjármálahrun sem er greypt í þjóðarsálina. Þá jókst hlutfall kennara við störf í skólum landsins. Aðföngin spruttu fram. En er hægt að tala um skort þegar aðföng eru til staðar? Aðföng sem voru bara vant við látin við að sinna öðrum störfum á almennum markaði á meðan veislan var í gangi og hagvöxtur blússandi. En 2008 steyptist almenni markaðurinn svo til beint á andlitið með tilheyrandi afleiðingum fyrir íslenskt samfélag. Í kjölfarið var gríðarlegt atvinnuleysi og neyddust þá kennarar til að hverfa frá öðrum störfum og fara aftur að kenna. Nú talar fólk um kreppu, háa stýrivexti og húsnæðismarkaðinn, en hvers vegna sést ekki sama þróun núna og 2008? Hvar eru þessi aðföng? Eru hlutirnir ekki nógu slæmir enn sem komið er? Þurfa hlutirnir að versna svo aðföngin, sem hafa horfið frá kennarastörfum, séu tilneydd til baka? Er best að þeir sem kenna geri það af illri nauðsyn? Er það hagvöxturinn og kaupmáttaraukning sem heldur þeim frá? Hugnast þeim frekar að vinna þar sem hægt er að biðja um launahækkun fyrir vel unnin störf? Er kennarastarfið yfirhöfuð samkeppnishæft? Á þetta eingöngu að vera hugsjónastarf? Það virðist að minnsta kosti enn sem komið er auðvelt að finna eitthvað annað að gera. Starf sem er kannski bara minna vesen. Kannski þarf bara annað hrun? Höfundur er kennari.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar