Opið bréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskólamálaráðherra Ragna Benedikta Garðarsdóttir skrifar 26. október 2024 07:01 Kæra Áslaug Arna! Mig langar að benda þér á nokkuð, sem hlýtur að vera yfirsjón, og þú vilt örugglega leiðrétta fyrir kjördag. En fyrst vil ég hrósa þér fyrir það sem vel er gert. Nýsköpun og tækniþróun á Íslandi hafa blómstrað undanfarin ár. Þú hefur ræktað þessar greinar með auknu fjármagni og breyttu styrkjaumhverfi. Vandinn er hins vegar sá að þessi nýsköpun og tækniþróun munu stöðvast nema þú leiðréttir fjármögnun til háskólastigsins. Lof mér að útskýra. Nýsköpun og tækniþróun byggja á þekkingu sem verður til í háskólum. Þar læra ungmenni ekki bara kenningar og gagnrýna hugsun, heldur vinna þau með okkur háskólakennurum að grunnrannsóknum og hagnýtingu niðurstaðna. Það sem ég er að reyna að útskýra er að þú getur ekki sleppt því að fjármagna háskólana, ræturnar, og búist við því að nýsköpun og tækniþróun haldi áfram að blómstra. Forsenda þess að á Íslandi séu verðmætaskapandi atvinnugreinar sem byggja á þekkingu, vexti, þróun og nýsköpun, sem þér er svo hugleikin, er betri fjármögnun háskólanna. Þetta getur ekki verið annað en yfirsjón. Viltu ekki leiðrétta þetta fyrir kosningar? Ísland stendur sig vægast sagt illa í að fjármagna háskóla og rannsóknir. Hér er mynd sem sýnir framlag Íslands til háskólastigsins (í USD per nemanda til opinberra háskóla), samanborið við löndin sem okkur þykir skemmtilegast að bera okkur saman við, og OECD meðaltal. Ísland er þessi litli þarna í miðjunni. AÐSEND Förum líka aðeins vestur um haf. Bandaríkin standa þjóða fremst í STEM greinum, tækniþróun og nýsköpun og þar er 1% þjóðarinnar með doktorsgráðu. Á Íslandi eru aðeins 0,5% þjóðarinnar með doktorsgráðu og stærsti hluti okkar vinnur við rannsóknir og háskólakennslu. Við erum samt enn of fá miðað við margnefnd samanburðarlönd. Við erum með fleiri nemendur á hvern kennara en þekkist annarsstaðar og við erum líka með talsvert lægri laun. Ef ég væri prófessor við bandarískan háskóla væri ég með á bilinu 62%-86% hærri laun en ég er með á Íslandi, eftir því hvort ég væri karl eða kona. Á næstu mynd má sjá hvernig tekjur fólks með doktorspróf á Íslandi hafa þróast á föstu verðlagi, frá 2015. Ég hef myndina eins einfalda og hægt er til að það skiljist hvað ég er að segja. Þessi gögn eru öll til á Hagstofu Íslands þar sem þú getur skoðað þetta betur, ef þú vilt. Myndin sýnir að þróun launa fólks með doktorsgráðu tók talsverða dýfu um það leyti sem fráfarandi ríkisstjórn tók við, en áberandi dýfu árið 2021 þegar þú tókst við háskólamálaráðuneytinu. Hvernig getur staðið á því? Þér hlýtur að hafa yfirsést þessi mikilvæga forsenda hagvaxtar og þróunar í landinu. Árið 2022 var 22% munur á þróun heildartekna fólks með doktorsgráðu (lækkun um 8%) og hinna sem ekki eru með doktorsgráðu (hækkun um 14%). Til gamans má geta að konur voru 41% allra lektora, dósenta og prófessora við Háskóla Íslands 2015 en síðan þá er þetta hlutfall komið upp í 51%. En það getur varla tengst launaþróuninni. AÐSEND Til að það sé sagt, er ég ekki að tala fyrir auknum ójöfnuði á Íslandi. Mér þykir mikilvægt að hér sé áframhaldandi jöfnuður og ég styð kjarabaráttu þeirra sem hafa lengst af verið skildir eftir í íslensku samfélagi; kvennastéttir. En ef þú skoðar myndina aftur sérðu bláa punktalínu, þar er Gini stuðullinn, sem er mæling á tekjudreifingu innan þjóðar. Glöggir geta áttað sig á því að hún hefur enga fylgni við okkar tekjur. Þótt við, fólkið með doktorsgráðurnar (0,5% þjóðarinnar, manstu) fengjum leiðréttingu á okkar kjararýrnun, svo ég tali nú ekki um launahækkun, myndi það ekki hagga við Gini stuðlinum. Við erum í kerfislægum vanda stödd, sem þú getur lagað. Vegna þess hve háskólastigið er fjársvelt er prófessor hér á landi að fá sömu laun og nýdoktor fær í Svíþjóð. Erum við virkilega tilbúin til að sætta okkur við að það sé beinlínis vond hugmynd fyrir okkar færasta fólk að fara í doktorsnám og fá vinnu við háskóla? Hver á að þjálfa fólkið sem tekur þátt í allri nýsköpuninni og tækniþróuninni? Ég veit að þú vilt okkur vel og ég bíð spennt eftir leiðréttingunni í fjárlögum ársins! Höfundur er prófessor og meðstjórnandi í Félagi prófessora við ríkisháskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Háskólar Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Sjá meira
Kæra Áslaug Arna! Mig langar að benda þér á nokkuð, sem hlýtur að vera yfirsjón, og þú vilt örugglega leiðrétta fyrir kjördag. En fyrst vil ég hrósa þér fyrir það sem vel er gert. Nýsköpun og tækniþróun á Íslandi hafa blómstrað undanfarin ár. Þú hefur ræktað þessar greinar með auknu fjármagni og breyttu styrkjaumhverfi. Vandinn er hins vegar sá að þessi nýsköpun og tækniþróun munu stöðvast nema þú leiðréttir fjármögnun til háskólastigsins. Lof mér að útskýra. Nýsköpun og tækniþróun byggja á þekkingu sem verður til í háskólum. Þar læra ungmenni ekki bara kenningar og gagnrýna hugsun, heldur vinna þau með okkur háskólakennurum að grunnrannsóknum og hagnýtingu niðurstaðna. Það sem ég er að reyna að útskýra er að þú getur ekki sleppt því að fjármagna háskólana, ræturnar, og búist við því að nýsköpun og tækniþróun haldi áfram að blómstra. Forsenda þess að á Íslandi séu verðmætaskapandi atvinnugreinar sem byggja á þekkingu, vexti, þróun og nýsköpun, sem þér er svo hugleikin, er betri fjármögnun háskólanna. Þetta getur ekki verið annað en yfirsjón. Viltu ekki leiðrétta þetta fyrir kosningar? Ísland stendur sig vægast sagt illa í að fjármagna háskóla og rannsóknir. Hér er mynd sem sýnir framlag Íslands til háskólastigsins (í USD per nemanda til opinberra háskóla), samanborið við löndin sem okkur þykir skemmtilegast að bera okkur saman við, og OECD meðaltal. Ísland er þessi litli þarna í miðjunni. AÐSEND Förum líka aðeins vestur um haf. Bandaríkin standa þjóða fremst í STEM greinum, tækniþróun og nýsköpun og þar er 1% þjóðarinnar með doktorsgráðu. Á Íslandi eru aðeins 0,5% þjóðarinnar með doktorsgráðu og stærsti hluti okkar vinnur við rannsóknir og háskólakennslu. Við erum samt enn of fá miðað við margnefnd samanburðarlönd. Við erum með fleiri nemendur á hvern kennara en þekkist annarsstaðar og við erum líka með talsvert lægri laun. Ef ég væri prófessor við bandarískan háskóla væri ég með á bilinu 62%-86% hærri laun en ég er með á Íslandi, eftir því hvort ég væri karl eða kona. Á næstu mynd má sjá hvernig tekjur fólks með doktorspróf á Íslandi hafa þróast á föstu verðlagi, frá 2015. Ég hef myndina eins einfalda og hægt er til að það skiljist hvað ég er að segja. Þessi gögn eru öll til á Hagstofu Íslands þar sem þú getur skoðað þetta betur, ef þú vilt. Myndin sýnir að þróun launa fólks með doktorsgráðu tók talsverða dýfu um það leyti sem fráfarandi ríkisstjórn tók við, en áberandi dýfu árið 2021 þegar þú tókst við háskólamálaráðuneytinu. Hvernig getur staðið á því? Þér hlýtur að hafa yfirsést þessi mikilvæga forsenda hagvaxtar og þróunar í landinu. Árið 2022 var 22% munur á þróun heildartekna fólks með doktorsgráðu (lækkun um 8%) og hinna sem ekki eru með doktorsgráðu (hækkun um 14%). Til gamans má geta að konur voru 41% allra lektora, dósenta og prófessora við Háskóla Íslands 2015 en síðan þá er þetta hlutfall komið upp í 51%. En það getur varla tengst launaþróuninni. AÐSEND Til að það sé sagt, er ég ekki að tala fyrir auknum ójöfnuði á Íslandi. Mér þykir mikilvægt að hér sé áframhaldandi jöfnuður og ég styð kjarabaráttu þeirra sem hafa lengst af verið skildir eftir í íslensku samfélagi; kvennastéttir. En ef þú skoðar myndina aftur sérðu bláa punktalínu, þar er Gini stuðullinn, sem er mæling á tekjudreifingu innan þjóðar. Glöggir geta áttað sig á því að hún hefur enga fylgni við okkar tekjur. Þótt við, fólkið með doktorsgráðurnar (0,5% þjóðarinnar, manstu) fengjum leiðréttingu á okkar kjararýrnun, svo ég tali nú ekki um launahækkun, myndi það ekki hagga við Gini stuðlinum. Við erum í kerfislægum vanda stödd, sem þú getur lagað. Vegna þess hve háskólastigið er fjársvelt er prófessor hér á landi að fá sömu laun og nýdoktor fær í Svíþjóð. Erum við virkilega tilbúin til að sætta okkur við að það sé beinlínis vond hugmynd fyrir okkar færasta fólk að fara í doktorsnám og fá vinnu við háskóla? Hver á að þjálfa fólkið sem tekur þátt í allri nýsköpuninni og tækniþróuninni? Ég veit að þú vilt okkur vel og ég bíð spennt eftir leiðréttingunni í fjárlögum ársins! Höfundur er prófessor og meðstjórnandi í Félagi prófessora við ríkisháskóla
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar