„Hættan af þessum mönnum var þekkt” Lovísa Arnardóttir skrifar 25. október 2024 13:20 Tveir menn eru grunaðir um annars vegar manndráp og hins vegar nauðgun og líkamsárás stuttu eftir að þeir losnuðu úr fangelsi. Afstaða segir hættuna hafa verið vel þekkta. Vísir/Vilhelm Afstaða, félag fanga, segir samtökin hafa ítrekað varað við því úrræðileysi sem tæki við manni sem nýlega losnaði úr fangelsi og er nú grunaður um að hafa myrt móður sína. Hættan hafi verið vel þekkt en ekkert gert til að koma í veg fyrir hana. Greint hefur verið frá því að maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir að hafa ráðist á móður sína og fyrir að stinga föður sinn. Afstaða vill í yfirlýsingu koma á framfæri alvarlegum áhyggjum í yfirlýsingu varðandi þetta mál, og annað þar sem einstaklingur er grunaður um nauðgun og líkamsárás skömmu eftir að hafa losnað úr afplánun. „Hættan af þessum mönnum var þekkt og Afstaða búin að vara ítrekað við hvað myndi hugsanlega gerast og því hefði verið hægt að koma í veg fyrir að svona færi ef gripið hefði verið til viðeigandi aðgerða,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Sjá nánar: Sonurinn áður stungið föður sinn í bakið Þá segir einnig að þrátt fyrir ítrekaðar viðvarandi samtakanna og annarra sérfræðinga hafi verið skortur á úrræðum fyrir einstaklinga sem losna úr fangelsi en þurfa á sértækum stuðningi að halda til að tryggja bæði þeirra eigið öryggi og samfélagsins alls. Afplánuðu fulla dóma „Þetta úrræðaleysi hefur nú leitt til þess að tvö hörmuleg mál hafa komið upp,“ segir í yfirlýsingunni þar sem sérstaklega er tekið fram að mennirnir hafi báðir verið afplána fullan dóm, án reynslulausnar, vegna þekktrar hættu sem steðjaði af þeim. Í yfirlýsingunni er bent á að sveitarfélög eiga samkvæmt lögum að bera ábyrgð á úrræðum fyrir fólk í þessari stöðu en að þau standi ekki undir því, sérstaklega ekki smærri sveitarfélög. Guðmundur Ingi Þóroddsson er formaður Afstöðu. Hann sækist eftir sæti á lista Samfylkingar fyrir komandi Alþingiskosningar. Vísir/Vilhelm „Það hefur leitt til þess að einstaklingar með sértækar þarfir eru settir í aðstæður sem eru þeim og samfélaginu hættulegar. Afstaða hefur ítrekað bent á nauðsyn þess að bæta aðgengi að sérhæfðum búsetuúrræðum með sérhæfðu starfsfólki en ekkert hefur verið gert til að leysa þetta vandamál. Hættan varðandi þessa tvo einstaklinga var í raun fyrirséð og þeir eru aðeins hluti af örstækkandi hópi sem er á leið í samfélagið eftir afplánun dóma og enn fleiri eru þegar nú frjálsir í samfélaginu,“ segir í yfirlýsingunni. Samtökin krefjast tafarlausra aðgerða. „Stjórnvöld þurfa að bæta aðgengi að úrræðum fyrir einstaklinga sem losna úr fangelsi og tryggja að þeir fái þann stuðning sem þeir þurfa til að aðlagast samfélaginu á öruggan hátt. Ef ekki verður gripið til aðgerða nú þegar er hætta á því að fleiri hörmuleg atvik eigi sér stað.“ Reykjavík Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Sonur hinnar látnu í gæsluvarðhald Karlmaður um fertugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. nóvember næstkomandi vegna rannsóknar á andláti móður hans, konu á sjötugsaldri, sem fannst látin í íbúð fjölbýlishúss í Breiðholti í nótt. 24. október 2024 18:19 Andlát konu til rannsóknar og tvö börn alvarlega veik eftir sýkinguna á Mánagarði Í hádegisfréttum fjöllum við um andlát konu á sjötugsaldri sem lögregla er nú með til rannsóknar. 24. október 2024 11:39 Með andlát konu á sjötugsaldri til rannsóknar Einn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti konu á sjötugsaldri. 24. október 2024 10:13 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Greint hefur verið frá því að maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir að hafa ráðist á móður sína og fyrir að stinga föður sinn. Afstaða vill í yfirlýsingu koma á framfæri alvarlegum áhyggjum í yfirlýsingu varðandi þetta mál, og annað þar sem einstaklingur er grunaður um nauðgun og líkamsárás skömmu eftir að hafa losnað úr afplánun. „Hættan af þessum mönnum var þekkt og Afstaða búin að vara ítrekað við hvað myndi hugsanlega gerast og því hefði verið hægt að koma í veg fyrir að svona færi ef gripið hefði verið til viðeigandi aðgerða,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Sjá nánar: Sonurinn áður stungið föður sinn í bakið Þá segir einnig að þrátt fyrir ítrekaðar viðvarandi samtakanna og annarra sérfræðinga hafi verið skortur á úrræðum fyrir einstaklinga sem losna úr fangelsi en þurfa á sértækum stuðningi að halda til að tryggja bæði þeirra eigið öryggi og samfélagsins alls. Afplánuðu fulla dóma „Þetta úrræðaleysi hefur nú leitt til þess að tvö hörmuleg mál hafa komið upp,“ segir í yfirlýsingunni þar sem sérstaklega er tekið fram að mennirnir hafi báðir verið afplána fullan dóm, án reynslulausnar, vegna þekktrar hættu sem steðjaði af þeim. Í yfirlýsingunni er bent á að sveitarfélög eiga samkvæmt lögum að bera ábyrgð á úrræðum fyrir fólk í þessari stöðu en að þau standi ekki undir því, sérstaklega ekki smærri sveitarfélög. Guðmundur Ingi Þóroddsson er formaður Afstöðu. Hann sækist eftir sæti á lista Samfylkingar fyrir komandi Alþingiskosningar. Vísir/Vilhelm „Það hefur leitt til þess að einstaklingar með sértækar þarfir eru settir í aðstæður sem eru þeim og samfélaginu hættulegar. Afstaða hefur ítrekað bent á nauðsyn þess að bæta aðgengi að sérhæfðum búsetuúrræðum með sérhæfðu starfsfólki en ekkert hefur verið gert til að leysa þetta vandamál. Hættan varðandi þessa tvo einstaklinga var í raun fyrirséð og þeir eru aðeins hluti af örstækkandi hópi sem er á leið í samfélagið eftir afplánun dóma og enn fleiri eru þegar nú frjálsir í samfélaginu,“ segir í yfirlýsingunni. Samtökin krefjast tafarlausra aðgerða. „Stjórnvöld þurfa að bæta aðgengi að úrræðum fyrir einstaklinga sem losna úr fangelsi og tryggja að þeir fái þann stuðning sem þeir þurfa til að aðlagast samfélaginu á öruggan hátt. Ef ekki verður gripið til aðgerða nú þegar er hætta á því að fleiri hörmuleg atvik eigi sér stað.“
Reykjavík Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Sonur hinnar látnu í gæsluvarðhald Karlmaður um fertugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. nóvember næstkomandi vegna rannsóknar á andláti móður hans, konu á sjötugsaldri, sem fannst látin í íbúð fjölbýlishúss í Breiðholti í nótt. 24. október 2024 18:19 Andlát konu til rannsóknar og tvö börn alvarlega veik eftir sýkinguna á Mánagarði Í hádegisfréttum fjöllum við um andlát konu á sjötugsaldri sem lögregla er nú með til rannsóknar. 24. október 2024 11:39 Með andlát konu á sjötugsaldri til rannsóknar Einn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti konu á sjötugsaldri. 24. október 2024 10:13 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Sonur hinnar látnu í gæsluvarðhald Karlmaður um fertugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. nóvember næstkomandi vegna rannsóknar á andláti móður hans, konu á sjötugsaldri, sem fannst látin í íbúð fjölbýlishúss í Breiðholti í nótt. 24. október 2024 18:19
Andlát konu til rannsóknar og tvö börn alvarlega veik eftir sýkinguna á Mánagarði Í hádegisfréttum fjöllum við um andlát konu á sjötugsaldri sem lögregla er nú með til rannsóknar. 24. október 2024 11:39
Með andlát konu á sjötugsaldri til rannsóknar Einn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti konu á sjötugsaldri. 24. október 2024 10:13