„Hættan af þessum mönnum var þekkt” Lovísa Arnardóttir skrifar 25. október 2024 13:20 Tveir menn eru grunaðir um annars vegar manndráp og hins vegar nauðgun og líkamsárás stuttu eftir að þeir losnuðu úr fangelsi. Afstaða segir hættuna hafa verið vel þekkta. Vísir/Vilhelm Afstaða, félag fanga, segir samtökin hafa ítrekað varað við því úrræðileysi sem tæki við manni sem nýlega losnaði úr fangelsi og er nú grunaður um að hafa myrt móður sína. Hættan hafi verið vel þekkt en ekkert gert til að koma í veg fyrir hana. Greint hefur verið frá því að maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir að hafa ráðist á móður sína og fyrir að stinga föður sinn. Afstaða vill í yfirlýsingu koma á framfæri alvarlegum áhyggjum í yfirlýsingu varðandi þetta mál, og annað þar sem einstaklingur er grunaður um nauðgun og líkamsárás skömmu eftir að hafa losnað úr afplánun. „Hættan af þessum mönnum var þekkt og Afstaða búin að vara ítrekað við hvað myndi hugsanlega gerast og því hefði verið hægt að koma í veg fyrir að svona færi ef gripið hefði verið til viðeigandi aðgerða,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Sjá nánar: Sonurinn áður stungið föður sinn í bakið Þá segir einnig að þrátt fyrir ítrekaðar viðvarandi samtakanna og annarra sérfræðinga hafi verið skortur á úrræðum fyrir einstaklinga sem losna úr fangelsi en þurfa á sértækum stuðningi að halda til að tryggja bæði þeirra eigið öryggi og samfélagsins alls. Afplánuðu fulla dóma „Þetta úrræðaleysi hefur nú leitt til þess að tvö hörmuleg mál hafa komið upp,“ segir í yfirlýsingunni þar sem sérstaklega er tekið fram að mennirnir hafi báðir verið afplána fullan dóm, án reynslulausnar, vegna þekktrar hættu sem steðjaði af þeim. Í yfirlýsingunni er bent á að sveitarfélög eiga samkvæmt lögum að bera ábyrgð á úrræðum fyrir fólk í þessari stöðu en að þau standi ekki undir því, sérstaklega ekki smærri sveitarfélög. Guðmundur Ingi Þóroddsson er formaður Afstöðu. Hann sækist eftir sæti á lista Samfylkingar fyrir komandi Alþingiskosningar. Vísir/Vilhelm „Það hefur leitt til þess að einstaklingar með sértækar þarfir eru settir í aðstæður sem eru þeim og samfélaginu hættulegar. Afstaða hefur ítrekað bent á nauðsyn þess að bæta aðgengi að sérhæfðum búsetuúrræðum með sérhæfðu starfsfólki en ekkert hefur verið gert til að leysa þetta vandamál. Hættan varðandi þessa tvo einstaklinga var í raun fyrirséð og þeir eru aðeins hluti af örstækkandi hópi sem er á leið í samfélagið eftir afplánun dóma og enn fleiri eru þegar nú frjálsir í samfélaginu,“ segir í yfirlýsingunni. Samtökin krefjast tafarlausra aðgerða. „Stjórnvöld þurfa að bæta aðgengi að úrræðum fyrir einstaklinga sem losna úr fangelsi og tryggja að þeir fái þann stuðning sem þeir þurfa til að aðlagast samfélaginu á öruggan hátt. Ef ekki verður gripið til aðgerða nú þegar er hætta á því að fleiri hörmuleg atvik eigi sér stað.“ Reykjavík Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Sonur hinnar látnu í gæsluvarðhald Karlmaður um fertugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. nóvember næstkomandi vegna rannsóknar á andláti móður hans, konu á sjötugsaldri, sem fannst látin í íbúð fjölbýlishúss í Breiðholti í nótt. 24. október 2024 18:19 Andlát konu til rannsóknar og tvö börn alvarlega veik eftir sýkinguna á Mánagarði Í hádegisfréttum fjöllum við um andlát konu á sjötugsaldri sem lögregla er nú með til rannsóknar. 24. október 2024 11:39 Með andlát konu á sjötugsaldri til rannsóknar Einn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti konu á sjötugsaldri. 24. október 2024 10:13 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Greint hefur verið frá því að maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir að hafa ráðist á móður sína og fyrir að stinga föður sinn. Afstaða vill í yfirlýsingu koma á framfæri alvarlegum áhyggjum í yfirlýsingu varðandi þetta mál, og annað þar sem einstaklingur er grunaður um nauðgun og líkamsárás skömmu eftir að hafa losnað úr afplánun. „Hættan af þessum mönnum var þekkt og Afstaða búin að vara ítrekað við hvað myndi hugsanlega gerast og því hefði verið hægt að koma í veg fyrir að svona færi ef gripið hefði verið til viðeigandi aðgerða,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Sjá nánar: Sonurinn áður stungið föður sinn í bakið Þá segir einnig að þrátt fyrir ítrekaðar viðvarandi samtakanna og annarra sérfræðinga hafi verið skortur á úrræðum fyrir einstaklinga sem losna úr fangelsi en þurfa á sértækum stuðningi að halda til að tryggja bæði þeirra eigið öryggi og samfélagsins alls. Afplánuðu fulla dóma „Þetta úrræðaleysi hefur nú leitt til þess að tvö hörmuleg mál hafa komið upp,“ segir í yfirlýsingunni þar sem sérstaklega er tekið fram að mennirnir hafi báðir verið afplána fullan dóm, án reynslulausnar, vegna þekktrar hættu sem steðjaði af þeim. Í yfirlýsingunni er bent á að sveitarfélög eiga samkvæmt lögum að bera ábyrgð á úrræðum fyrir fólk í þessari stöðu en að þau standi ekki undir því, sérstaklega ekki smærri sveitarfélög. Guðmundur Ingi Þóroddsson er formaður Afstöðu. Hann sækist eftir sæti á lista Samfylkingar fyrir komandi Alþingiskosningar. Vísir/Vilhelm „Það hefur leitt til þess að einstaklingar með sértækar þarfir eru settir í aðstæður sem eru þeim og samfélaginu hættulegar. Afstaða hefur ítrekað bent á nauðsyn þess að bæta aðgengi að sérhæfðum búsetuúrræðum með sérhæfðu starfsfólki en ekkert hefur verið gert til að leysa þetta vandamál. Hættan varðandi þessa tvo einstaklinga var í raun fyrirséð og þeir eru aðeins hluti af örstækkandi hópi sem er á leið í samfélagið eftir afplánun dóma og enn fleiri eru þegar nú frjálsir í samfélaginu,“ segir í yfirlýsingunni. Samtökin krefjast tafarlausra aðgerða. „Stjórnvöld þurfa að bæta aðgengi að úrræðum fyrir einstaklinga sem losna úr fangelsi og tryggja að þeir fái þann stuðning sem þeir þurfa til að aðlagast samfélaginu á öruggan hátt. Ef ekki verður gripið til aðgerða nú þegar er hætta á því að fleiri hörmuleg atvik eigi sér stað.“
Reykjavík Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Sonur hinnar látnu í gæsluvarðhald Karlmaður um fertugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. nóvember næstkomandi vegna rannsóknar á andláti móður hans, konu á sjötugsaldri, sem fannst látin í íbúð fjölbýlishúss í Breiðholti í nótt. 24. október 2024 18:19 Andlát konu til rannsóknar og tvö börn alvarlega veik eftir sýkinguna á Mánagarði Í hádegisfréttum fjöllum við um andlát konu á sjötugsaldri sem lögregla er nú með til rannsóknar. 24. október 2024 11:39 Með andlát konu á sjötugsaldri til rannsóknar Einn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti konu á sjötugsaldri. 24. október 2024 10:13 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sonur hinnar látnu í gæsluvarðhald Karlmaður um fertugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. nóvember næstkomandi vegna rannsóknar á andláti móður hans, konu á sjötugsaldri, sem fannst látin í íbúð fjölbýlishúss í Breiðholti í nótt. 24. október 2024 18:19
Andlát konu til rannsóknar og tvö börn alvarlega veik eftir sýkinguna á Mánagarði Í hádegisfréttum fjöllum við um andlát konu á sjötugsaldri sem lögregla er nú með til rannsóknar. 24. október 2024 11:39
Með andlát konu á sjötugsaldri til rannsóknar Einn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti konu á sjötugsaldri. 24. október 2024 10:13