Hvað með afköst ríkisins? Ágúst Kristján Steinarsson skrifar 25. október 2024 12:02 Eftir langa siglingu um heimshöfin sjö var ljóst að skipið var týnt á Norður-Íshafinu. Það var farið að gefa á bátinn, samstarf í brúnni var orðið stirt og skipstjórinn tilkynnti áhöfninni að það yrði skipt um mannskap í brúnni. Mörg stigu fram og buðu fram krafta sína og öll kepptust þau við að segja í hvaða átt ætti að sigla. Svo mikið var rætt um stefnur og mannkosti álitlegra skipstjóra og stýrimanna að allt annað gleymdist. Það var nefnilega ekki verið að spá í skipinu sjálfu, sem var orðið illa laskað eftir allan hamaganginn. Þessu til viðbótar var áhöfnin úrvinda eftir endalausar vendingar og ólgusjó. Mörg reyndu að vekja athygli á þessu en fólkið í brúnni hlustaði ekki á áhöfnina. Einmitt þegar að yfirlýsingar frambjóðenda stóðu í hæstu hæðum gerðist það óumflýjanlega. Skipið byrjaði að sökkva. --- Þessi örsaga er ekki sögð til að varpa dómi á fráfarandi ríkisstjórn. Né er hún skrifuð í pólitískum tilgangi. Hún er dregin upp til að velta upp mikilvægi pólitískra áherslna annars vegar og frábærum rekstri ríkisins hins vegar. Þannig má varpa fram spurningu um skipið sökkvandi. Hvort skiptir meira máli: að ákveða stefnu skipsins, eða laga skipið, styrkja áhöfnina og tryggja að það sé hægt að sigla áfram? Bæði skiptir vissulega máli en það virðist oft sem pólitískar áherslur fái meiri athygli en stuðningur við starfsemi ráðuneyta og stofnana, sem er vissulega forsenda árangurs. Í starfi mínu sem stjórnunarráðgjafi hef ég séð þann mikla þunga sem fylgir því að starfa á stofnun. Lög, reglur og kvaðir frá ráðuneytum og eftirlitsstofnunum setja þessum vinnustöðum ósjaldan miklar skorður þannig að frelsi til athafna er takmarkað. Rótarkerfi vinnustaðarins er umfangsmikið, erfitt er að breyta hlutum og margt í umhverfinu hvetur til íhaldssemi. Á sama tíma er álag oft vaxandi og erfitt reynist að vinna að nokkurri framþróun. Ég hef séð þennan þunga hreinlega lama vinnustaði ríkisins. Lukkulega hef ég séð stjórnendur og starfsmenn ná ótrúlegum árangi þrátt fyrir þessar hömlur. En þannig á það ekki að vera. Stofnanir eiga ekki að ná árangri þrátt fyrir þennan þunga. Stofnanir eiga að ná árangi vegna þess að ríkisumhverfið styður við blómstrandi starfsemi. Þannig geta innviðir ríkisins eflst sem hafa bein áhrif á þjónustu og stuðning við alla landsmenn. Hér er heilmikið í húfi. Rannsóknir hafa sýnt að það sem hefur mest áhrif starfsánægju er að finna fyrir framvindu og afköstum í tilgangsríku starfi. Í dag er of mikið sem getur hamlað framvindu starfsmanna í ríkisumhverfi og ábyrgð ráðamanna og stjórnenda er að breyta því. Árangur ríkisins er ekki háður því hvaða pólitíska stefna verður tekin. Árangur ríkisins ræðst af því hvernig ráðherrar, Alþingi og ráðuneyti skapa starfsumhverfi fyrir áhöfnina. Hér skiptir máli að spyrja lykilspurninga sem einblína á rót vandans. Hvaða hindrunum þarf að ryðja úr vegi? Hvernig er hægt að lyfta upp umhverfi þessara vinnustaða? Hvernig er hægt að stuðla að því að starfsmenn finni fyrir og taki þátt í árangri og afköstum? Þetta ættu að vera lykilspurningar til allra frambjóðenda og forgangsmál á næsta kjörtímabili. Er þetta í forgangi hjá þér í þessum kosningum? Höfundur er stjórnunarráðgjafi í breytingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Eftir langa siglingu um heimshöfin sjö var ljóst að skipið var týnt á Norður-Íshafinu. Það var farið að gefa á bátinn, samstarf í brúnni var orðið stirt og skipstjórinn tilkynnti áhöfninni að það yrði skipt um mannskap í brúnni. Mörg stigu fram og buðu fram krafta sína og öll kepptust þau við að segja í hvaða átt ætti að sigla. Svo mikið var rætt um stefnur og mannkosti álitlegra skipstjóra og stýrimanna að allt annað gleymdist. Það var nefnilega ekki verið að spá í skipinu sjálfu, sem var orðið illa laskað eftir allan hamaganginn. Þessu til viðbótar var áhöfnin úrvinda eftir endalausar vendingar og ólgusjó. Mörg reyndu að vekja athygli á þessu en fólkið í brúnni hlustaði ekki á áhöfnina. Einmitt þegar að yfirlýsingar frambjóðenda stóðu í hæstu hæðum gerðist það óumflýjanlega. Skipið byrjaði að sökkva. --- Þessi örsaga er ekki sögð til að varpa dómi á fráfarandi ríkisstjórn. Né er hún skrifuð í pólitískum tilgangi. Hún er dregin upp til að velta upp mikilvægi pólitískra áherslna annars vegar og frábærum rekstri ríkisins hins vegar. Þannig má varpa fram spurningu um skipið sökkvandi. Hvort skiptir meira máli: að ákveða stefnu skipsins, eða laga skipið, styrkja áhöfnina og tryggja að það sé hægt að sigla áfram? Bæði skiptir vissulega máli en það virðist oft sem pólitískar áherslur fái meiri athygli en stuðningur við starfsemi ráðuneyta og stofnana, sem er vissulega forsenda árangurs. Í starfi mínu sem stjórnunarráðgjafi hef ég séð þann mikla þunga sem fylgir því að starfa á stofnun. Lög, reglur og kvaðir frá ráðuneytum og eftirlitsstofnunum setja þessum vinnustöðum ósjaldan miklar skorður þannig að frelsi til athafna er takmarkað. Rótarkerfi vinnustaðarins er umfangsmikið, erfitt er að breyta hlutum og margt í umhverfinu hvetur til íhaldssemi. Á sama tíma er álag oft vaxandi og erfitt reynist að vinna að nokkurri framþróun. Ég hef séð þennan þunga hreinlega lama vinnustaði ríkisins. Lukkulega hef ég séð stjórnendur og starfsmenn ná ótrúlegum árangi þrátt fyrir þessar hömlur. En þannig á það ekki að vera. Stofnanir eiga ekki að ná árangri þrátt fyrir þennan þunga. Stofnanir eiga að ná árangi vegna þess að ríkisumhverfið styður við blómstrandi starfsemi. Þannig geta innviðir ríkisins eflst sem hafa bein áhrif á þjónustu og stuðning við alla landsmenn. Hér er heilmikið í húfi. Rannsóknir hafa sýnt að það sem hefur mest áhrif starfsánægju er að finna fyrir framvindu og afköstum í tilgangsríku starfi. Í dag er of mikið sem getur hamlað framvindu starfsmanna í ríkisumhverfi og ábyrgð ráðamanna og stjórnenda er að breyta því. Árangur ríkisins er ekki háður því hvaða pólitíska stefna verður tekin. Árangur ríkisins ræðst af því hvernig ráðherrar, Alþingi og ráðuneyti skapa starfsumhverfi fyrir áhöfnina. Hér skiptir máli að spyrja lykilspurninga sem einblína á rót vandans. Hvaða hindrunum þarf að ryðja úr vegi? Hvernig er hægt að lyfta upp umhverfi þessara vinnustaða? Hvernig er hægt að stuðla að því að starfsmenn finni fyrir og taki þátt í árangri og afköstum? Þetta ættu að vera lykilspurningar til allra frambjóðenda og forgangsmál á næsta kjörtímabili. Er þetta í forgangi hjá þér í þessum kosningum? Höfundur er stjórnunarráðgjafi í breytingum.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun