Fram fyrir Ljósið: „Veit að hún hugsar hlýlega til okkar“ Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2024 11:03 Guðmundur Torfason, formaður knattspyrnudeildar Fram, og Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, mættu í Bítið á Bylgjunni í gærmorgun. Bylgjan „Það er svolítið sárt að hugsa til þess en engu að síður þá veit ég að hún hugsar hlýlega til Ljóssins og okkar sem erum að vinna í þessu,“ segir Guðmundur Torfason, formaður knattspyrnudeildar Fram, sem missti Bryndísi systur sína úr krabbameini í byrjun árs. Framarar hafa nú ákveðið að lokaleikur þeirra í Bestu deildinni í ár verði til styrktar Ljósinu. Fram mætir KA í lokaumferð Bestu deildarinnar í Úlfarsárdal á morgun. Þar verða seldar einstakar Fram-treyjur í takmörkuðu upplagi, sem Gunni Hilmars hannaði, til styrktar Ljósinu auk þess sem allur aðgangseyrir rennur til þessarar mikilvægu heilbrigðisstofnunar. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. „Við viljum náttúrulega að Fram sýni samfélagslega ábyrgð. Við viljum styrkja samfélagið og láta gott af okkur leiða. Okkur fannst Ljósið vera með það góða starfsemi, og það er tenging sem að því miður allt of margir hafa við krabbamein og þannig sjúkdóma,“ segir Guðmundur í myndbandi sem Fram birti á samfélagsmiðlum sínum. View this post on Instagram A post shared by Fram knattspyrna (@fram_knattspyrna) „Það vill nú þannig til að við í fjölskyldunni misstum systur okkar, Bryndísi, í janúar síðastliðnum og það var mikið áfall fyrir fjölskylduna. Við erum mjög náin,“ segir Guðmundur og bætir við: „Hún heimsótti Ljósið ansi oft, talaði afskaplega vel um það, og starfið sem unnið er þar er gríðarlega mikilvægt fyrir skjólstæðinga þess, og einnig fjölskyldur sem eiga um sárt að binda, oft á tíðum. Þannig að við viljum klárlega styðja þannig málefni,“ segir Guðmundur. „Viljum vera félag sem styður svona málefni“ Guðmundur og Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, mættu í Bítið á Bylgjunni í gærmorgun og ræddu um leikinn og mikilvægi starfsemi Ljóssins, sem og framlags velunnara. „Ljósið er frábært málefni og starfsemi sem við viljum styðja. Við viljum vera félag sem styður við svona málefni og þegar þessi hugmynd kom upp í vor þá settum við okkur í samband við þau í Ljósinu, og ákváðum að hafa leik til stuðnings þess,“ segir Guðmundur. Ljósið er með stóra og mikla starfsemi og býður upp á fjölbreytta dagskrá alla daga. Erna segir að þangað komi um og yfir 600 manns á mánuði sem sinnt sé andlega, líkamlega og félagslega. Stuðningur á borð við þann sem Framarar sýni nú sé dýrmætur: „Þetta er alveg dásamlegt og mig langar að þakka Fram fyrir. Það er yndislegt að eiga svona velunnara úti í samfélaginu og á því höfum við byggt Ljósið mjög lengi, frá upphafi. Að fólk komi og styrki okkur og hjálpi, og láti þessa endurhæfingu lifa áfram. Svo er bolurinn svo fallegur! Ég hlakka bara til að mæta á leikinn,“ segir Erna en hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan. Leikur Fram og KA fer fram á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal og hefst klukkan 14. Miðasala á leikinn, og þar með stuðningur við Ljósið, fer fram í gegnum Stubb. Besta deild karla Fram KA Krabbamein Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Sjá meira
Fram mætir KA í lokaumferð Bestu deildarinnar í Úlfarsárdal á morgun. Þar verða seldar einstakar Fram-treyjur í takmörkuðu upplagi, sem Gunni Hilmars hannaði, til styrktar Ljósinu auk þess sem allur aðgangseyrir rennur til þessarar mikilvægu heilbrigðisstofnunar. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. „Við viljum náttúrulega að Fram sýni samfélagslega ábyrgð. Við viljum styrkja samfélagið og láta gott af okkur leiða. Okkur fannst Ljósið vera með það góða starfsemi, og það er tenging sem að því miður allt of margir hafa við krabbamein og þannig sjúkdóma,“ segir Guðmundur í myndbandi sem Fram birti á samfélagsmiðlum sínum. View this post on Instagram A post shared by Fram knattspyrna (@fram_knattspyrna) „Það vill nú þannig til að við í fjölskyldunni misstum systur okkar, Bryndísi, í janúar síðastliðnum og það var mikið áfall fyrir fjölskylduna. Við erum mjög náin,“ segir Guðmundur og bætir við: „Hún heimsótti Ljósið ansi oft, talaði afskaplega vel um það, og starfið sem unnið er þar er gríðarlega mikilvægt fyrir skjólstæðinga þess, og einnig fjölskyldur sem eiga um sárt að binda, oft á tíðum. Þannig að við viljum klárlega styðja þannig málefni,“ segir Guðmundur. „Viljum vera félag sem styður svona málefni“ Guðmundur og Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, mættu í Bítið á Bylgjunni í gærmorgun og ræddu um leikinn og mikilvægi starfsemi Ljóssins, sem og framlags velunnara. „Ljósið er frábært málefni og starfsemi sem við viljum styðja. Við viljum vera félag sem styður við svona málefni og þegar þessi hugmynd kom upp í vor þá settum við okkur í samband við þau í Ljósinu, og ákváðum að hafa leik til stuðnings þess,“ segir Guðmundur. Ljósið er með stóra og mikla starfsemi og býður upp á fjölbreytta dagskrá alla daga. Erna segir að þangað komi um og yfir 600 manns á mánuði sem sinnt sé andlega, líkamlega og félagslega. Stuðningur á borð við þann sem Framarar sýni nú sé dýrmætur: „Þetta er alveg dásamlegt og mig langar að þakka Fram fyrir. Það er yndislegt að eiga svona velunnara úti í samfélaginu og á því höfum við byggt Ljósið mjög lengi, frá upphafi. Að fólk komi og styrki okkur og hjálpi, og láti þessa endurhæfingu lifa áfram. Svo er bolurinn svo fallegur! Ég hlakka bara til að mæta á leikinn,“ segir Erna en hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan. Leikur Fram og KA fer fram á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal og hefst klukkan 14. Miðasala á leikinn, og þar með stuðningur við Ljósið, fer fram í gegnum Stubb.
Besta deild karla Fram KA Krabbamein Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Sjá meira