Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2024 13:22 Ingvar Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Nox Medical, hefur tekið við sem formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins. Í tilkynningu segir að hugverkaráð SI móti stefnu og sýn í málefnum hugverkaiðnaðar. Ingvar sitji einnig í stjórn Samtaka fyrirtækja í líf- og heilbrigðistækni sem sé meðal starfsgreinahópa Samtaka iðnaðarins. „Auk Ingvars sitja í Hugverkaráði SI þau Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri SI, Gunnar Zoëga forstjóri Opinna Kerfa, Íris E. Gísladóttir rekstrarstjóri Evolytes, Vigdís Tinna Sigurvaldadóttir lögfræðingur hjá Marel, Halldór Snær Kristjánsson framkvæmdastjóri Myrkur Games, Guðmundur Árnason fjármálastjóri Controlant, Hynur Ólafsson yfirlögfræðingur Kerecis, Bergþóra Halldórsdóttir Chief of Staff hjá Borealis Data Centers og Róbert Helgason framkvæmdastjóri KOT hugbúnaðarlausna og Autoledger. Hugverkaiðnaður hefur verið í stöðugum vexti síðustu ár en Samtök iðnaðarins áætla að útflutningstekjur greinarinnar verði yfir 300 milljarðar króna á þessu ári. Ríflega 18.000 manns starfa í greininni,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Ingvari Hjálmarssyni, formanni hugverkaráðs SI, að hann sé feykilega spenntur fyrir verkefninu sem fram undan sé. „Ég trúi því að lífskjör á Íslandi séu fólgin í gróskumiklum og sterkum hugverkaiðnaði. Á síðustu árum hefur mikill árangur náðst með þéttu samstarfi Samtaka iðnaðarins, félagsmanna og stjórnvalda. Útflutningur hugverkafyrirtækja hefur tvöfaldast á aðeins fimm árum þökk sé hagfelldu og hvetjandi starfsumhverfi. Á sama tíma og við megum vera stolt af árangri liðinna ára þá erum við rétt að byrja. Tækifæri hugverkaiðnaðarins eru bókstaflega endalaus. Uppbyggingin og stefnumótunin sem hefur átt sér stað í Hugverkaráði SI skapar sterkan grunn til enn frekari sigra í framtíðinni.“ Þá er haft eftir Sigríði Mogensen, sviðsstjóra iðnaðar- og hugverkasviðs SI, að hugverkaiðnaður sé ein af fjórum útflutningsstoðum Íslands og geti, ef rétt sé haldið á málum , orðið verðmætasta útflutningsstoðin innan nokkurra ára. „Sókn og vöxtur hugverkaiðnaðar undanfarin ár er ekki tilviljun. Hún kemur til vegna öflugra frumkvöðla en ekki síst stórstígra breytinga á skilyrðum til nýsköpunar hér á landi sem stjórnvöld hafa ráðist í. Við bindum vonir við að sú ríkisstjórn sem tekur við eftir alþingiskosningarnar setji málefni hugverkaiðnaðar í forgang, enda mun það hafa mikil áhrif á hagsæld og lífskjör hér á landi til langrar framtíðar.“ Vistaskipti Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Sjá meira
Í tilkynningu segir að hugverkaráð SI móti stefnu og sýn í málefnum hugverkaiðnaðar. Ingvar sitji einnig í stjórn Samtaka fyrirtækja í líf- og heilbrigðistækni sem sé meðal starfsgreinahópa Samtaka iðnaðarins. „Auk Ingvars sitja í Hugverkaráði SI þau Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri SI, Gunnar Zoëga forstjóri Opinna Kerfa, Íris E. Gísladóttir rekstrarstjóri Evolytes, Vigdís Tinna Sigurvaldadóttir lögfræðingur hjá Marel, Halldór Snær Kristjánsson framkvæmdastjóri Myrkur Games, Guðmundur Árnason fjármálastjóri Controlant, Hynur Ólafsson yfirlögfræðingur Kerecis, Bergþóra Halldórsdóttir Chief of Staff hjá Borealis Data Centers og Róbert Helgason framkvæmdastjóri KOT hugbúnaðarlausna og Autoledger. Hugverkaiðnaður hefur verið í stöðugum vexti síðustu ár en Samtök iðnaðarins áætla að útflutningstekjur greinarinnar verði yfir 300 milljarðar króna á þessu ári. Ríflega 18.000 manns starfa í greininni,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Ingvari Hjálmarssyni, formanni hugverkaráðs SI, að hann sé feykilega spenntur fyrir verkefninu sem fram undan sé. „Ég trúi því að lífskjör á Íslandi séu fólgin í gróskumiklum og sterkum hugverkaiðnaði. Á síðustu árum hefur mikill árangur náðst með þéttu samstarfi Samtaka iðnaðarins, félagsmanna og stjórnvalda. Útflutningur hugverkafyrirtækja hefur tvöfaldast á aðeins fimm árum þökk sé hagfelldu og hvetjandi starfsumhverfi. Á sama tíma og við megum vera stolt af árangri liðinna ára þá erum við rétt að byrja. Tækifæri hugverkaiðnaðarins eru bókstaflega endalaus. Uppbyggingin og stefnumótunin sem hefur átt sér stað í Hugverkaráði SI skapar sterkan grunn til enn frekari sigra í framtíðinni.“ Þá er haft eftir Sigríði Mogensen, sviðsstjóra iðnaðar- og hugverkasviðs SI, að hugverkaiðnaður sé ein af fjórum útflutningsstoðum Íslands og geti, ef rétt sé haldið á málum , orðið verðmætasta útflutningsstoðin innan nokkurra ára. „Sókn og vöxtur hugverkaiðnaðar undanfarin ár er ekki tilviljun. Hún kemur til vegna öflugra frumkvöðla en ekki síst stórstígra breytinga á skilyrðum til nýsköpunar hér á landi sem stjórnvöld hafa ráðist í. Við bindum vonir við að sú ríkisstjórn sem tekur við eftir alþingiskosningarnar setji málefni hugverkaiðnaðar í forgang, enda mun það hafa mikil áhrif á hagsæld og lífskjör hér á landi til langrar framtíðar.“
Vistaskipti Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Sjá meira