Alexandra afþakkar þriðja sætið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. október 2024 17:52 Alexandra mun ekki þiggja þriðja sætið. Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, mun ekki taka þriðja sæti á lista flokks síns í Reykjavíkurkjördæmi suður, eins og henni stóð til boða. Hún hefur ákveðið að óska eftir því við kjörstjórn að vera færð í fjórða sæti í Reykjavík norður. Frá þessu greinir Alexandra á Facebook, en hún lenti í 6. sæti í prófkjöri Pírata fyrir sameinaðan lista í Reykjavík í gær. Fyrr í dag var greint frá því að Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefði óskað eftir því við kjörstjórn að vera færður úr öðru sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður, niður í það þriðja. Með því fengi Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi annað sætið. „Mér hefur boðist að taka 3ja sæti í Reykjavíkurkjördæmi Suður fyrir Pírata. Mín fyrsta hugsun var auðvitað að taka því. En eftir smá umhugsun, og eftir að sjá hvað Andrés Ingi var kjarkaður að færa sig í neðra sæti en hann átti rétt á, til þess að búa til betri dreifingu á okkar listum og bjóða fram sterkari heild, þá hef ég ákveðið að biðja Kjörstjórn um að hafa mig frekar í 4. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður,“ skrifar Alexandra. Hún segist tilbúin að leggja sitt af mörkum í kosningabaráttunni, en að hennar kraftar nýtist betur í borginni. Þar að auki sé Dóra Björt nú í líklegu þingsæti á framboðslitsta, og því enn mikilvægara að þær yfirgefi ekki borgarmálin báðar í einu. „Ég er þó að sjálfsögðu tilbúin til að koma inn í afleysingum á þing ef vel gengur, sérstaklega í málaflokkum sem varða mína reynslu og þekkingu. Með þessu gef ég líka Derek Terell Allen færi á að þiggja þriðja sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann er frábær Pírati, búinn að vera rosalega öflugur í Ungum Pírötum, Pírötum í Reykjavík og hefur tekið mikinn þátt í hagsmunabaráttu stúdenta. Hann á fullt erindi á þing og mér finnst bara frábært að geta stuðlað að því að hleypa nýju fólki að, á meðan ég tek að sjálfsögðu fullan þátt áfram.“ Facebook-færsla Alexöndru. Píratar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Frá þessu greinir Alexandra á Facebook, en hún lenti í 6. sæti í prófkjöri Pírata fyrir sameinaðan lista í Reykjavík í gær. Fyrr í dag var greint frá því að Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefði óskað eftir því við kjörstjórn að vera færður úr öðru sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður, niður í það þriðja. Með því fengi Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi annað sætið. „Mér hefur boðist að taka 3ja sæti í Reykjavíkurkjördæmi Suður fyrir Pírata. Mín fyrsta hugsun var auðvitað að taka því. En eftir smá umhugsun, og eftir að sjá hvað Andrés Ingi var kjarkaður að færa sig í neðra sæti en hann átti rétt á, til þess að búa til betri dreifingu á okkar listum og bjóða fram sterkari heild, þá hef ég ákveðið að biðja Kjörstjórn um að hafa mig frekar í 4. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður,“ skrifar Alexandra. Hún segist tilbúin að leggja sitt af mörkum í kosningabaráttunni, en að hennar kraftar nýtist betur í borginni. Þar að auki sé Dóra Björt nú í líklegu þingsæti á framboðslitsta, og því enn mikilvægara að þær yfirgefi ekki borgarmálin báðar í einu. „Ég er þó að sjálfsögðu tilbúin til að koma inn í afleysingum á þing ef vel gengur, sérstaklega í málaflokkum sem varða mína reynslu og þekkingu. Með þessu gef ég líka Derek Terell Allen færi á að þiggja þriðja sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann er frábær Pírati, búinn að vera rosalega öflugur í Ungum Pírötum, Pírötum í Reykjavík og hefur tekið mikinn þátt í hagsmunabaráttu stúdenta. Hann á fullt erindi á þing og mér finnst bara frábært að geta stuðlað að því að hleypa nýju fólki að, á meðan ég tek að sjálfsögðu fullan þátt áfram.“ Facebook-færsla Alexöndru.
Píratar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira