380 flóttamenn til að ráða örlögum þjóðar Yngvi Sighvatsson skrifar 23. október 2024 11:01 Hér á Íslandi hafa um 380 manns komið sem flóttamenn á þessu ári ef undanskildir eru Úkraínumenn. Á árunum hér áður komu líka fjöldi fólks frá Venesúela vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sem greinilega kom stjórnsýslunni í vandræði. Hún var ekki undirbúin og síðan hefur mikil orka farið í að benda á þann sem ber sökina. En segja má í dag að þessi sjálfskipaða flóttamannakrísa sé afstaðin og erum við nú eingöngu að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Sem er eins gott, því hver veit hvenær íslenska þjóðin lendir í náttúruhamförum og þarfnast sjálf hjálpar erlendis frá. Nú er fjöldi stjórnmálamanna að segja okkur að okkar helsta vandamál séu hælisleitendur. Getur það staðist? Að tæplega 400 útlendingar séu stóra kosningamálið þessa dagana? Okkar vandamál snúa sem sagt ekki að því að húsnæðisverð hafi hækkað þrefalt meira en laun, að eldri borgarar bíða í hópum á göngum spítalanna eftir að komast á hjúkrunarheimili, að ekki sé hægt að fá tíma hjá lækni eða að sjáanleg aukin vanlíðan sé meðal unga fólksins okkar. Nei nei, látum bara kjósa um útlendingana! Setjum atkvæði okkar á afdrif 380 flóttamanna, því það skiptir meira máli, er það ekki? Auðvitað ekki! En það að verið sé að segja ykkur það og að sumir trúi því, er vandamál út af fyrir sig. Merkilegt að íslenskir stjórnmálamenn haldi að við séum svo auðtrúa að þeir leyfi sér að tala svona niður til okkar. Það er nefnilega verið að tala niður til fólks þegar áherslan er lögð á nokkur hundruð flóttamenn í stað þeirra raunverulegu vandamála sem blasa við. Þess vegna þurfum við Íslendingar að kjósa um okkur sjálf, um Ísland, um heilbrigðismál, húsnæðismál, jafnrétti, skólamál og velferðarmál. Ekki um örfáa útlendinga og alls ekki af því að einhver segir okkur að gera það, því það eru bara sauðir sem kjósa ekki út frá eigin sannfæringu, aðstæðum sínum og sinna, heldur láta teyma sig á asnaeyrunum. Hvað ætli hver flóttamaður sé „virði“ margra atkvæða í dag? Ef við gerum ráð fyrir að 20.000 manns láti plata sig og deilum þeim atkvæðum niður á 380 flóttamenn, þá er niðurstaðan um 53 atkvæði á hvern hælisleitanda. Er það ekki dálítið fáránlegt? Á meðan er fjöldi Íslendinga sem þarfnast þess að við horfumst í augu við raunveruleg vandamál: að fá þak yfir höfuðið, að njóta jafnréttis og, já, jafnvel hafa aðgang að heimilislækni. Kæru landar, látum ekki teyma okkur af leið með óþarfa hræðsluáróðri. Kjósið til góðs, ekki til vondra mála og skautunar samfélagsins. Tökum upplýstar og sjálfstæðar ákvarðanir, byggðar á okkar eigin sannfæringu og aðstæðum. Saman getum við byggt upp betra Ísland fyrir alla—án þess að láta truflast af 380 manns sem leita hér betra lífs. Höfundur er varaformaður Leigjendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Hér á Íslandi hafa um 380 manns komið sem flóttamenn á þessu ári ef undanskildir eru Úkraínumenn. Á árunum hér áður komu líka fjöldi fólks frá Venesúela vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sem greinilega kom stjórnsýslunni í vandræði. Hún var ekki undirbúin og síðan hefur mikil orka farið í að benda á þann sem ber sökina. En segja má í dag að þessi sjálfskipaða flóttamannakrísa sé afstaðin og erum við nú eingöngu að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Sem er eins gott, því hver veit hvenær íslenska þjóðin lendir í náttúruhamförum og þarfnast sjálf hjálpar erlendis frá. Nú er fjöldi stjórnmálamanna að segja okkur að okkar helsta vandamál séu hælisleitendur. Getur það staðist? Að tæplega 400 útlendingar séu stóra kosningamálið þessa dagana? Okkar vandamál snúa sem sagt ekki að því að húsnæðisverð hafi hækkað þrefalt meira en laun, að eldri borgarar bíða í hópum á göngum spítalanna eftir að komast á hjúkrunarheimili, að ekki sé hægt að fá tíma hjá lækni eða að sjáanleg aukin vanlíðan sé meðal unga fólksins okkar. Nei nei, látum bara kjósa um útlendingana! Setjum atkvæði okkar á afdrif 380 flóttamanna, því það skiptir meira máli, er það ekki? Auðvitað ekki! En það að verið sé að segja ykkur það og að sumir trúi því, er vandamál út af fyrir sig. Merkilegt að íslenskir stjórnmálamenn haldi að við séum svo auðtrúa að þeir leyfi sér að tala svona niður til okkar. Það er nefnilega verið að tala niður til fólks þegar áherslan er lögð á nokkur hundruð flóttamenn í stað þeirra raunverulegu vandamála sem blasa við. Þess vegna þurfum við Íslendingar að kjósa um okkur sjálf, um Ísland, um heilbrigðismál, húsnæðismál, jafnrétti, skólamál og velferðarmál. Ekki um örfáa útlendinga og alls ekki af því að einhver segir okkur að gera það, því það eru bara sauðir sem kjósa ekki út frá eigin sannfæringu, aðstæðum sínum og sinna, heldur láta teyma sig á asnaeyrunum. Hvað ætli hver flóttamaður sé „virði“ margra atkvæða í dag? Ef við gerum ráð fyrir að 20.000 manns láti plata sig og deilum þeim atkvæðum niður á 380 flóttamenn, þá er niðurstaðan um 53 atkvæði á hvern hælisleitanda. Er það ekki dálítið fáránlegt? Á meðan er fjöldi Íslendinga sem þarfnast þess að við horfumst í augu við raunveruleg vandamál: að fá þak yfir höfuðið, að njóta jafnréttis og, já, jafnvel hafa aðgang að heimilislækni. Kæru landar, látum ekki teyma okkur af leið með óþarfa hræðsluáróðri. Kjósið til góðs, ekki til vondra mála og skautunar samfélagsins. Tökum upplýstar og sjálfstæðar ákvarðanir, byggðar á okkar eigin sannfæringu og aðstæðum. Saman getum við byggt upp betra Ísland fyrir alla—án þess að láta truflast af 380 manns sem leita hér betra lífs. Höfundur er varaformaður Leigjendasamtakanna.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun