Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Kjartan Kjartansson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 23. október 2024 09:32 Frá mótmælum kennara í ráðhúsi Reykjavíkur í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. Samband íslenskra sveitarfélaga taldi boðun verkfalls í fjölda skóla ólögmæta þar sem engin kröfugerð lægi fyrir í kjaradeilunni. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, hefur sagt að stefnan hefði ekki áhrif á boðuð verkföll kennara sem eiga að hefjast í næstu viku, þriðjudaginn 29. október. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, fagnaði niðurstöðunni í viðtali í Landsrétti þar sem félagsdómur er til húsa í morgun. Hann sagðist hafa talið það klárt frá upphafi að kennarar hefðu farið að reglum við boðun verkfallsaðgerða sinna. „Þarna kemur auðvitað bara í ljós að okkar markmið hafa verið skýr,“ sagði hann. Kennarar ætla að leggja niður störf í fjórum leikskólum á landinu, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. Hluti verkfallanna eru tímabundin en í leikskólunum eru þau ótímabundin. Deiluaðilar hafa verið boðaðar á fund hjá ríkissáttasemjara klukkan 13:00 í dag. Magnús Þór sagði kennara mæta þangað nú þegar aukinn fókus væri á verkefnið eftir að ljóst varð að verkfallsaðgerðir séu yfirvofandi. Magnús Þór sagði flókið að svara því hverjar launakröfur kennara væru þar sem enn ætti eftir að ná samkomulagi um aðferðir til þess að bera saman störf kennara við sérfræðinga á almennum markaði. Því væri ekki hægt að nefna ákveðna krónutölu- eða prósentuhækkun. Verkefnið sem stæði fyrir dyrum væri að sjá hvernig væri hægt að bera saman „sérfræðinga í fræðslustarfsemi við almenna sérfræðinga á markaði og jafna launin þar á milli“. Kennarar telji eðlilegt að miðað verði með meðaltal launa sérfræðinga á almennum markaði. Fréttin hefur verið uppfærð. Kennaraverkfall 2024 Dómsmál Kjaramál Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga taldi boðun verkfalls í fjölda skóla ólögmæta þar sem engin kröfugerð lægi fyrir í kjaradeilunni. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, hefur sagt að stefnan hefði ekki áhrif á boðuð verkföll kennara sem eiga að hefjast í næstu viku, þriðjudaginn 29. október. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, fagnaði niðurstöðunni í viðtali í Landsrétti þar sem félagsdómur er til húsa í morgun. Hann sagðist hafa talið það klárt frá upphafi að kennarar hefðu farið að reglum við boðun verkfallsaðgerða sinna. „Þarna kemur auðvitað bara í ljós að okkar markmið hafa verið skýr,“ sagði hann. Kennarar ætla að leggja niður störf í fjórum leikskólum á landinu, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. Hluti verkfallanna eru tímabundin en í leikskólunum eru þau ótímabundin. Deiluaðilar hafa verið boðaðar á fund hjá ríkissáttasemjara klukkan 13:00 í dag. Magnús Þór sagði kennara mæta þangað nú þegar aukinn fókus væri á verkefnið eftir að ljóst varð að verkfallsaðgerðir séu yfirvofandi. Magnús Þór sagði flókið að svara því hverjar launakröfur kennara væru þar sem enn ætti eftir að ná samkomulagi um aðferðir til þess að bera saman störf kennara við sérfræðinga á almennum markaði. Því væri ekki hægt að nefna ákveðna krónutölu- eða prósentuhækkun. Verkefnið sem stæði fyrir dyrum væri að sjá hvernig væri hægt að bera saman „sérfræðinga í fræðslustarfsemi við almenna sérfræðinga á markaði og jafna launin þar á milli“. Kennarar telji eðlilegt að miðað verði með meðaltal launa sérfræðinga á almennum markaði. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kennaraverkfall 2024 Dómsmál Kjaramál Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira