Lög um Bankasýsluna verði afnumin Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 23. október 2024 07:54 Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslunnar (t.v.) og Lárus Blöndal fyrrverandi stjórnarformaður stofnunarinnar. Vísir/VIlhelm Bankasýsla ríkisins mun heyra sögunni til nái frumvarp fjármálaráðherra fram að ganga en drög að frumvarpi um afnám laga um Bankasýsluna voru lögð fram á þingi í gærkvöldi. Þetta hefur raunar lengi staðið til, en þáverandi formenn ríkisstjórnarflokkanna tilkynntu þær fyrirætlanir fyrst í apríl 2022. Verði frumvarpið að lögum nú munu verkefni stofnunarinnar færast til Fjármálaráðuneytisins. Bankasýslan var upphaflega stofnuð eftir hrun þegar stórir eignarhlutar í fjármálafyrirtækjum lentu í höndum ríkisins. Á sínum tíma var Bankasýslan stofnuð til þess að „auka trúverðugleika eigendaákvarðana ríkisins í málefnum bankanna svo daglegur rekstur þeirra sé hafinn yfir vafa um pólitísk afskipti“, eins og það var orðað í athugasemdum við frumvarpið á sínum tíma. Þetta gekk þó ekki alveg eftir og eftir hina miklu gagnrýni sem kom upp við söluna á hlut í Íslandsbanka í mars 2022, sem leiddi meðal annars til afsagnar fjármálaráðherra, var ákveðið að leggja stofnunina niður. Áður hafði stofnunin sætt margskonar gagnrýni og oft áður hafði verið talað um að leggja hana niður, án þess að af því hafi orðið. Drög að slíku frumvarpi eru nú loks komin fram að nú er að sjá hvort þingmenn nái að afgreiða málið fyrir komandi kosningar. Nái lögin fram að ganga verður Bankasýslan úr sögunni um næstu áramót. Salan á Íslandsbanka Fjármálafyrirtæki Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Bankasýsla ríkisins verði lögð niður Til stendur að leggja niður Bankasýslu ríkisins og flytja verkefni hennar til fjármála- og efnahagsráðuneytis. Fjármálaráðherra birti í samráðsgátt stjórnvalda drög til umsagnar að frumvarpi þar sem lagt er til að sérstök lög sem nú gilda um Bankasýsluna verði felld úr gildi. 10. júlí 2024 12:58 Bankasýsla ríkisins stofnuð Bankasýsla ríkisins verður að veruleika samþykki alþingi nýtt frumvarp Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. 21. júní 2009 14:04 Bankasýsla ríkisins starfar áfram í hálft ár til viðbótar Stjórnarliðar voru harðlega gagnrýndir í gær fyrir því hvernig staðið hefur verið að málefnum Bankasýslunnar. Verkefni hennar munu færast inn í fjármálaráðuneytið á miðju næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi. 17. desember 2014 07:15 Bjarni segir af sér þingmennsku Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku í kjölfar þess að hann sendi í gær aðstoðarmanni sínum fyrirmæli um að senda bréf, þar sem ráðist er harkalega að Valgerði Sverrisdóttur varaformanni, undir nafnleynd á íslenska fjölmiðla. Svo illa vildi til að fyrirmælin bárust öllum fjölmiðlum landsins. 11. nóvember 2008 10:01 Mest lesið Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskýru lofti Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskýru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
Þetta hefur raunar lengi staðið til, en þáverandi formenn ríkisstjórnarflokkanna tilkynntu þær fyrirætlanir fyrst í apríl 2022. Verði frumvarpið að lögum nú munu verkefni stofnunarinnar færast til Fjármálaráðuneytisins. Bankasýslan var upphaflega stofnuð eftir hrun þegar stórir eignarhlutar í fjármálafyrirtækjum lentu í höndum ríkisins. Á sínum tíma var Bankasýslan stofnuð til þess að „auka trúverðugleika eigendaákvarðana ríkisins í málefnum bankanna svo daglegur rekstur þeirra sé hafinn yfir vafa um pólitísk afskipti“, eins og það var orðað í athugasemdum við frumvarpið á sínum tíma. Þetta gekk þó ekki alveg eftir og eftir hina miklu gagnrýni sem kom upp við söluna á hlut í Íslandsbanka í mars 2022, sem leiddi meðal annars til afsagnar fjármálaráðherra, var ákveðið að leggja stofnunina niður. Áður hafði stofnunin sætt margskonar gagnrýni og oft áður hafði verið talað um að leggja hana niður, án þess að af því hafi orðið. Drög að slíku frumvarpi eru nú loks komin fram að nú er að sjá hvort þingmenn nái að afgreiða málið fyrir komandi kosningar. Nái lögin fram að ganga verður Bankasýslan úr sögunni um næstu áramót.
Salan á Íslandsbanka Fjármálafyrirtæki Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Bankasýsla ríkisins verði lögð niður Til stendur að leggja niður Bankasýslu ríkisins og flytja verkefni hennar til fjármála- og efnahagsráðuneytis. Fjármálaráðherra birti í samráðsgátt stjórnvalda drög til umsagnar að frumvarpi þar sem lagt er til að sérstök lög sem nú gilda um Bankasýsluna verði felld úr gildi. 10. júlí 2024 12:58 Bankasýsla ríkisins stofnuð Bankasýsla ríkisins verður að veruleika samþykki alþingi nýtt frumvarp Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. 21. júní 2009 14:04 Bankasýsla ríkisins starfar áfram í hálft ár til viðbótar Stjórnarliðar voru harðlega gagnrýndir í gær fyrir því hvernig staðið hefur verið að málefnum Bankasýslunnar. Verkefni hennar munu færast inn í fjármálaráðuneytið á miðju næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi. 17. desember 2014 07:15 Bjarni segir af sér þingmennsku Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku í kjölfar þess að hann sendi í gær aðstoðarmanni sínum fyrirmæli um að senda bréf, þar sem ráðist er harkalega að Valgerði Sverrisdóttur varaformanni, undir nafnleynd á íslenska fjölmiðla. Svo illa vildi til að fyrirmælin bárust öllum fjölmiðlum landsins. 11. nóvember 2008 10:01 Mest lesið Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskýru lofti Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskýru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
Bankasýsla ríkisins verði lögð niður Til stendur að leggja niður Bankasýslu ríkisins og flytja verkefni hennar til fjármála- og efnahagsráðuneytis. Fjármálaráðherra birti í samráðsgátt stjórnvalda drög til umsagnar að frumvarpi þar sem lagt er til að sérstök lög sem nú gilda um Bankasýsluna verði felld úr gildi. 10. júlí 2024 12:58
Bankasýsla ríkisins stofnuð Bankasýsla ríkisins verður að veruleika samþykki alþingi nýtt frumvarp Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. 21. júní 2009 14:04
Bankasýsla ríkisins starfar áfram í hálft ár til viðbótar Stjórnarliðar voru harðlega gagnrýndir í gær fyrir því hvernig staðið hefur verið að málefnum Bankasýslunnar. Verkefni hennar munu færast inn í fjármálaráðuneytið á miðju næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi. 17. desember 2014 07:15
Bjarni segir af sér þingmennsku Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku í kjölfar þess að hann sendi í gær aðstoðarmanni sínum fyrirmæli um að senda bréf, þar sem ráðist er harkalega að Valgerði Sverrisdóttur varaformanni, undir nafnleynd á íslenska fjölmiðla. Svo illa vildi til að fyrirmælin bárust öllum fjölmiðlum landsins. 11. nóvember 2008 10:01