Veiðigjaldið dugar ekki fyrir Hafró, Fiskistofu og Landhelgisgæslunni Hildur Þórðardóttir skrifar 23. október 2024 08:01 Í Kuwait er það þannig að þegar fólk giftist getur það sótt um að fá íbúð. Það tekur kannski tvö ár að fá íbúðina og fólk borgar ríkinu andvirði hennar til baka á eins mörgum árum og þarf. Það besta er að húsnæðislánið er vaxtalaust. Þetta geta Kuwaitbúar því þeir eiga aðalauðlind sína sjálfir, olíuna. Hagnaðurinn af olíunni tryggir öllum þegnum landsins sína eigin íbúð. Olían okkar er fiskurinn. Því miður er langt síðan þjóðin missti þessa dýrmætu auðlind úr höndunum og stór hluti þjóðarinnar getur ekki eignast sitt eigið húsnæði. Ráðamenn telja okkur trú um að innheimt veiðigjöld af fiskinum séu sanngjörn og í takt við verðmæti þeirra. Þeir segja okkur ekki að stór hluti verðmætisins rennur okkur úr greipum yfir á aflandsfélög í eigu dótturfyrirtækja í útlöndum. Íslensku sjávarútvegsfyrirtækin selja fiskinn á spottprís til móðurfyrirtækja sinna í Lúxemburg og annarra skattaparadísa. Verðið er það lágt að íslensku fyrirtækin standa varla undir launakostnaði. Móðurfyrirtækin í skattaparadísum endurselja svo fiskinn í Evrópu fyrir markaðsverð sem er miklu miklu hærra, jafnvel þótt engin verðmætamyndun hafi orðið. Mismunurinn fer síðan á aflandsreikninga í eigu kvótakónga. Ráðamenn segja okkur heldur ekki að þetta svokallaða sanngjarna veiðigjald dugar ekki einu sinni fyrir rekstri Fiskistofu, Hafrannsóknarstofnunar og Landhelgisgæslunnar, þessum þremur stofnunum sem eiga að halda utan um fiskveiðar og miðin. Árið 2023 voru veiðigjöldin samtals 10,2 milljarðar. Hins vegar kostaði rekstur Fiskistofu 1,1 milljarð króna, Hafrannsóknastofnun kostaði 4,8 milljarða og Landhelgisgæslan 10,7 milljarða, samtals 16,6 milljarða. Þetta þýðir 6,4 milljarða tap á sjávarútveginum. Í raun væri hagkvæmara fyrir íslenska ríkið að leggja niður þessar eftirlitsstofnanir og leyfa mönnum að veiða frítt þar til fiskurinn í sjónum væri búinn. Þá værum við alla vega ekki lengur í mínus. En auðvitað er það fáránleg hugmynd því þetta er gullið okkar. Jafn fáránleg hugmynd eins og að láta olíu Kuwait leka bara í sjóinn sem þeir myndu auðvitað aldrei gera. Og jafn fáránleg hugmynd eins og að halda áfram borga með sjávarútvegsgeiranum. Stefna Lýðræðisflokksins er að ríkið sé eigandi allra náttúruauðlinda, þar með talinn fisksins, og að sanngjarn hagnaður af þeim renni til samfélagsins. Stefna flokksins er líka að gera lánakjör hér á landi að minnsta kosti sambærileg þeim á hinum Norðurlöndunum. Ef við náum stefnumálum okkar í gegn geta margir loksins keypt sína fyrstu íbúð, flutt frá foreldrum eða af leigumarkaði og hinir um frjálst höfuð strokið. Þannig tryggjum við öllum öruggt húsnæði. Það er lágmark að þurfa ekki að borga með sjávarútveginum. Hitt er svo, að sé vel á málum haldið getum við kannski í framtíðinni, þegar búið verður að ná tökum á ríkisfjármálunum, fengið okkar eigin auðlindasjóð eins og þeir í Kuwait og Noregi. Þetta eru gífurlegir peningar og ótrúlegt að stjórnvöld undanfarna tugi ára hafi látið það viðgangast að arður af aðalauðlind okkar endi á leynireikningum á aflandseyjum. Svona gerist þegar stjórnmálamenn eru háðir fjárframlögum stórfyrirtækja í kosningasjóði, því að sjálfsögðu þarf að borga greiðann til baka. Lýðræðisflokkurinn vill breyta þessu og stoppa spillinguna, óréttlætið og misbeitinguna. Við viljum vinna fyrir fólkið í landinu. X-L. Höfundur er rithöfundur og á lista Lýðræðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í Kuwait er það þannig að þegar fólk giftist getur það sótt um að fá íbúð. Það tekur kannski tvö ár að fá íbúðina og fólk borgar ríkinu andvirði hennar til baka á eins mörgum árum og þarf. Það besta er að húsnæðislánið er vaxtalaust. Þetta geta Kuwaitbúar því þeir eiga aðalauðlind sína sjálfir, olíuna. Hagnaðurinn af olíunni tryggir öllum þegnum landsins sína eigin íbúð. Olían okkar er fiskurinn. Því miður er langt síðan þjóðin missti þessa dýrmætu auðlind úr höndunum og stór hluti þjóðarinnar getur ekki eignast sitt eigið húsnæði. Ráðamenn telja okkur trú um að innheimt veiðigjöld af fiskinum séu sanngjörn og í takt við verðmæti þeirra. Þeir segja okkur ekki að stór hluti verðmætisins rennur okkur úr greipum yfir á aflandsfélög í eigu dótturfyrirtækja í útlöndum. Íslensku sjávarútvegsfyrirtækin selja fiskinn á spottprís til móðurfyrirtækja sinna í Lúxemburg og annarra skattaparadísa. Verðið er það lágt að íslensku fyrirtækin standa varla undir launakostnaði. Móðurfyrirtækin í skattaparadísum endurselja svo fiskinn í Evrópu fyrir markaðsverð sem er miklu miklu hærra, jafnvel þótt engin verðmætamyndun hafi orðið. Mismunurinn fer síðan á aflandsreikninga í eigu kvótakónga. Ráðamenn segja okkur heldur ekki að þetta svokallaða sanngjarna veiðigjald dugar ekki einu sinni fyrir rekstri Fiskistofu, Hafrannsóknarstofnunar og Landhelgisgæslunnar, þessum þremur stofnunum sem eiga að halda utan um fiskveiðar og miðin. Árið 2023 voru veiðigjöldin samtals 10,2 milljarðar. Hins vegar kostaði rekstur Fiskistofu 1,1 milljarð króna, Hafrannsóknastofnun kostaði 4,8 milljarða og Landhelgisgæslan 10,7 milljarða, samtals 16,6 milljarða. Þetta þýðir 6,4 milljarða tap á sjávarútveginum. Í raun væri hagkvæmara fyrir íslenska ríkið að leggja niður þessar eftirlitsstofnanir og leyfa mönnum að veiða frítt þar til fiskurinn í sjónum væri búinn. Þá værum við alla vega ekki lengur í mínus. En auðvitað er það fáránleg hugmynd því þetta er gullið okkar. Jafn fáránleg hugmynd eins og að láta olíu Kuwait leka bara í sjóinn sem þeir myndu auðvitað aldrei gera. Og jafn fáránleg hugmynd eins og að halda áfram borga með sjávarútvegsgeiranum. Stefna Lýðræðisflokksins er að ríkið sé eigandi allra náttúruauðlinda, þar með talinn fisksins, og að sanngjarn hagnaður af þeim renni til samfélagsins. Stefna flokksins er líka að gera lánakjör hér á landi að minnsta kosti sambærileg þeim á hinum Norðurlöndunum. Ef við náum stefnumálum okkar í gegn geta margir loksins keypt sína fyrstu íbúð, flutt frá foreldrum eða af leigumarkaði og hinir um frjálst höfuð strokið. Þannig tryggjum við öllum öruggt húsnæði. Það er lágmark að þurfa ekki að borga með sjávarútveginum. Hitt er svo, að sé vel á málum haldið getum við kannski í framtíðinni, þegar búið verður að ná tökum á ríkisfjármálunum, fengið okkar eigin auðlindasjóð eins og þeir í Kuwait og Noregi. Þetta eru gífurlegir peningar og ótrúlegt að stjórnvöld undanfarna tugi ára hafi látið það viðgangast að arður af aðalauðlind okkar endi á leynireikningum á aflandseyjum. Svona gerist þegar stjórnmálamenn eru háðir fjárframlögum stórfyrirtækja í kosningasjóði, því að sjálfsögðu þarf að borga greiðann til baka. Lýðræðisflokkurinn vill breyta þessu og stoppa spillinguna, óréttlætið og misbeitinguna. Við viljum vinna fyrir fólkið í landinu. X-L. Höfundur er rithöfundur og á lista Lýðræðisflokksins í Reykjavík.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun