Þingmenn verða að vita að Lilja segir ekki satt Björn B. Björnsson skrifar 22. október 2024 11:31 Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra ætlar að skera framlög ríkisins til Kvikmyndasjóðs niður um 50% á þremur árum samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Allir sjá í hendi sér að niðurskurður af þesssari stærðargráðu mundi ganga frá hvaða atvinnugrein sem er og svo verður líka um íslenska kvikmyndagerð. Hún verður lengi að ná sér eftir þetta áfall. Skaðinn nær líka til fjölmargra annarra atvinnugreina sem eru stoðgreinar kvikmyndaframleiðslunnar. Þannig munu þessar 500 milljónir sem Lilja sparar með niðurskurðinum leiða til 3.5 milljarða minni umsvifa í hagkerfinu og ríkissjóður verður af 1500 milljóna króna skatttekjum. Þá gengur þessi aðgerð Lilju þvert gegn yfirlýstri stefnu Framsóknarflokksins um að stórefla beri íslenska kvikmyndagerð. Lilja segir að þessi niðurskurður sé vegna þess að framlög í sjóðinn á árunum 2020 og 2021 hafi verið tímabundin framlög vegna covid. En þetta er því miður ekki satt. Aukin framlög í kvikmyndasjóð á þessum árum komu til vegna nýrrar kvikmyndastefnu sem ætlað var að stórefla greinina - eins og Lilja sagði margoft á þessum tíma í ræðum og riti. Hvergi sagði hún einu orði að þessi framlög væru tímabundin og vegna kóvid - og hvergi er stafkrókur um slíkt í opinberum skjölum. Í fjárlögum fyrir bæði þessi ár segir þvert á móti í skýringum með fjárlagafumvarpinu að aukin framlög í Kvikmyndasjóð séu vegna nýju kvikmyndastefnunnar. Það er ólíklegt að Lilja hafi logið að Alþingi í tvígang. Hitt er sönnu nær að hún segi ósatt núna til að fela eða fegra illa ígrundaða slátrun sína á Kvikmyndasjóði. Enn er von til að Alþingi lagi þennan hraparlega niðurskurð við meðferð fjárlagafrumvarpsins en til þess að það geti gerst þarf að segja þinginu satt. Þingið mun ekki laga neitt ef það leggur trúnað á þau orð menningarráðherra að um sé að ræða afturköllun á tímabundnum framlögum vegna kóvid. Til upplýsingar þá fékk Kvikmyndasjóður sérstakt covid framlag upp á 120 milljónir. Þessir peningar voru ekki settir inn í Kvikmyndasjóð heldur var þeim úthlutað sérstaklega einu sinni sem viðbragði við samdrætti vegna kóvid. Enginn er að tala um að halda þessu framlagi áfram. (Endurgreiðslum vegna kvikmyndaframleiðslu er stundum þvælt saman við umræðuna um Kvikmyndasjóð. Þar er hins vegar um að ræða tekjuöflunarkerfi fyrir ríkissjóð en ekki stuðning við íslenska kvikmyndagerð. Ríkið metur það svo að umtalsverður kostnaður við það kerfi sé töluvert minni en tekjurnar sem það skilar). Fjárhagslegur ávinningur þessa niðurskurðar er minni en enginn - en skaðinn verður mikill. Bæði á innviðum íslenskrar kvikmyndaframleiðslu og ekki síður á íslenskri menningu og því mikilvæga hlutverki sem kvikmyndir gegna í nútíma samfélagi. Með þessari slátrun hefur Lilja Alfreðsdóttir sett Íslandsmet í niðurskurði á Kvikmyndasjóði og fær þann vafasama heiður að teljast versti ráðherra sem greinin hefur haft frá upphafi. Hin stóra stétt kvikmyndagerðarfólks á Íslandi biðlar nú til þingmanna um að afstýra því heimskulega skemmdarverki sem hér er í uppsiglingu. Svo bíðum við spennt eftir að fá að kjósa. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra ætlar að skera framlög ríkisins til Kvikmyndasjóðs niður um 50% á þremur árum samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Allir sjá í hendi sér að niðurskurður af þesssari stærðargráðu mundi ganga frá hvaða atvinnugrein sem er og svo verður líka um íslenska kvikmyndagerð. Hún verður lengi að ná sér eftir þetta áfall. Skaðinn nær líka til fjölmargra annarra atvinnugreina sem eru stoðgreinar kvikmyndaframleiðslunnar. Þannig munu þessar 500 milljónir sem Lilja sparar með niðurskurðinum leiða til 3.5 milljarða minni umsvifa í hagkerfinu og ríkissjóður verður af 1500 milljóna króna skatttekjum. Þá gengur þessi aðgerð Lilju þvert gegn yfirlýstri stefnu Framsóknarflokksins um að stórefla beri íslenska kvikmyndagerð. Lilja segir að þessi niðurskurður sé vegna þess að framlög í sjóðinn á árunum 2020 og 2021 hafi verið tímabundin framlög vegna covid. En þetta er því miður ekki satt. Aukin framlög í kvikmyndasjóð á þessum árum komu til vegna nýrrar kvikmyndastefnu sem ætlað var að stórefla greinina - eins og Lilja sagði margoft á þessum tíma í ræðum og riti. Hvergi sagði hún einu orði að þessi framlög væru tímabundin og vegna kóvid - og hvergi er stafkrókur um slíkt í opinberum skjölum. Í fjárlögum fyrir bæði þessi ár segir þvert á móti í skýringum með fjárlagafumvarpinu að aukin framlög í Kvikmyndasjóð séu vegna nýju kvikmyndastefnunnar. Það er ólíklegt að Lilja hafi logið að Alþingi í tvígang. Hitt er sönnu nær að hún segi ósatt núna til að fela eða fegra illa ígrundaða slátrun sína á Kvikmyndasjóði. Enn er von til að Alþingi lagi þennan hraparlega niðurskurð við meðferð fjárlagafrumvarpsins en til þess að það geti gerst þarf að segja þinginu satt. Þingið mun ekki laga neitt ef það leggur trúnað á þau orð menningarráðherra að um sé að ræða afturköllun á tímabundnum framlögum vegna kóvid. Til upplýsingar þá fékk Kvikmyndasjóður sérstakt covid framlag upp á 120 milljónir. Þessir peningar voru ekki settir inn í Kvikmyndasjóð heldur var þeim úthlutað sérstaklega einu sinni sem viðbragði við samdrætti vegna kóvid. Enginn er að tala um að halda þessu framlagi áfram. (Endurgreiðslum vegna kvikmyndaframleiðslu er stundum þvælt saman við umræðuna um Kvikmyndasjóð. Þar er hins vegar um að ræða tekjuöflunarkerfi fyrir ríkissjóð en ekki stuðning við íslenska kvikmyndagerð. Ríkið metur það svo að umtalsverður kostnaður við það kerfi sé töluvert minni en tekjurnar sem það skilar). Fjárhagslegur ávinningur þessa niðurskurðar er minni en enginn - en skaðinn verður mikill. Bæði á innviðum íslenskrar kvikmyndaframleiðslu og ekki síður á íslenskri menningu og því mikilvæga hlutverki sem kvikmyndir gegna í nútíma samfélagi. Með þessari slátrun hefur Lilja Alfreðsdóttir sett Íslandsmet í niðurskurði á Kvikmyndasjóði og fær þann vafasama heiður að teljast versti ráðherra sem greinin hefur haft frá upphafi. Hin stóra stétt kvikmyndagerðarfólks á Íslandi biðlar nú til þingmanna um að afstýra því heimskulega skemmdarverki sem hér er í uppsiglingu. Svo bíðum við spennt eftir að fá að kjósa. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun