Tveir létust á HM í þríþraut Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2024 10:03 Í þríþraut er keppt í sundi, hjólreiðum og hlaupi. Myndin tengist fréttinni óbeint. Getty Tvö andlát vörpuðu skugga á lokakeppni heimsmótaraðarinnar í þríþraut sem fram fór í Torremolinos á Spáni um helgina. Mennirnir sem létust voru meðal keppenda í eldri aldursflokkum. Annar þeirra var 57 ára gamall Breti en nafn hans hefur ekki verið gert opinbert. Hann mun hafa fengið hjartaáfall. Hinn var Roger Mas Colomer, 79 ára gamall Mexíkói. Þeir kepptu í hálfri þríþraut, þar sem synda þarf 750 metra, hjóla 20 kílómetra og hlaupa 5 kílómetra. Bandaríkjamaðurinn Branden Scheel, keppandi og þjálfari í þríþraut, var á Spáni og hefur gagnrýnt alþóðaþríþrautarsambandið og mótshaldara harðlega vegna andlátanna. „Þið ættuð að skammast ykkar“ „Algjörlega brjálaður. Við ættum ekki að vera að missa íþróttafólk vegna andvaraleysis. Standið ykkur betur @worldtriathlon, þetta var viðbjóðslegt að sjá,“ sagði Scheel í myndbandi á Instagram. „Ég var að koma frá keppninni. Ég vil bara segja, alþjóðaþríþrautarsamband, að þetta var einhver versta lífvarsla, mesta meðvitundarleysi og mesta samskiptaleysi sem ég hef orðið vitni að í keppni, nokkurn tímann,“ sagði Scheel og bætti við: „Þarna var eldri maður sem var augljóslega að kalla eftir hjálp, nokkur hundruð jördum frá endamarkinu. Allir á ströndinni sáu það og allir voru að kalla eftir því að einhver færi til hans. Sá sem var á kajaknum tók ekki eftir neinu, og reri í burtu. Ekkert „jet ski“ sjáanlegt. Eftir tuttugu mínútur af hjartahnoði fór ég. Þetta er versta lið sem ég hef séð að störfum í vatninu. Þið ættuð að skammast ykkar. Eitthvað verður að breytast. Fólk ætti ekki að vera að deyja út af þríþraut.“ Alþjóða þríþrautarsambandið sendi frá sér tilkynningu og vottaði fjölskyldu og vinum mannanna samúð. Heimsmeistarar krýndir Þrátt fyrir andlátin var mótið klárað og varð ólympíumeistarinn Alex Yee heimsmeistari með því að ná þriðja sæti mótsins. Þetta er hans fyrsti heimsmeistaratitill. Yee kom inn í mótið með 428 stiga forskot á Frakkann Leo Bergere og vissi að það dygði að enda á meðal sex fremstu til að vinna heildarstigakeppnina. Hin franska Cassandre Beaugrand varð einnig heimsmeistari, eftir að hafa orðið ólympíumeistari í sumar. Beugrand var efst fyrir mótið á Spáni en vann þá keppni einnig, þrátt fyrir að villast af leið í 1.500 metra sundinu. Þríþraut Andlát Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira
Mennirnir sem létust voru meðal keppenda í eldri aldursflokkum. Annar þeirra var 57 ára gamall Breti en nafn hans hefur ekki verið gert opinbert. Hann mun hafa fengið hjartaáfall. Hinn var Roger Mas Colomer, 79 ára gamall Mexíkói. Þeir kepptu í hálfri þríþraut, þar sem synda þarf 750 metra, hjóla 20 kílómetra og hlaupa 5 kílómetra. Bandaríkjamaðurinn Branden Scheel, keppandi og þjálfari í þríþraut, var á Spáni og hefur gagnrýnt alþóðaþríþrautarsambandið og mótshaldara harðlega vegna andlátanna. „Þið ættuð að skammast ykkar“ „Algjörlega brjálaður. Við ættum ekki að vera að missa íþróttafólk vegna andvaraleysis. Standið ykkur betur @worldtriathlon, þetta var viðbjóðslegt að sjá,“ sagði Scheel í myndbandi á Instagram. „Ég var að koma frá keppninni. Ég vil bara segja, alþjóðaþríþrautarsamband, að þetta var einhver versta lífvarsla, mesta meðvitundarleysi og mesta samskiptaleysi sem ég hef orðið vitni að í keppni, nokkurn tímann,“ sagði Scheel og bætti við: „Þarna var eldri maður sem var augljóslega að kalla eftir hjálp, nokkur hundruð jördum frá endamarkinu. Allir á ströndinni sáu það og allir voru að kalla eftir því að einhver færi til hans. Sá sem var á kajaknum tók ekki eftir neinu, og reri í burtu. Ekkert „jet ski“ sjáanlegt. Eftir tuttugu mínútur af hjartahnoði fór ég. Þetta er versta lið sem ég hef séð að störfum í vatninu. Þið ættuð að skammast ykkar. Eitthvað verður að breytast. Fólk ætti ekki að vera að deyja út af þríþraut.“ Alþjóða þríþrautarsambandið sendi frá sér tilkynningu og vottaði fjölskyldu og vinum mannanna samúð. Heimsmeistarar krýndir Þrátt fyrir andlátin var mótið klárað og varð ólympíumeistarinn Alex Yee heimsmeistari með því að ná þriðja sæti mótsins. Þetta er hans fyrsti heimsmeistaratitill. Yee kom inn í mótið með 428 stiga forskot á Frakkann Leo Bergere og vissi að það dygði að enda á meðal sex fremstu til að vinna heildarstigakeppnina. Hin franska Cassandre Beaugrand varð einnig heimsmeistari, eftir að hafa orðið ólympíumeistari í sumar. Beugrand var efst fyrir mótið á Spáni en vann þá keppni einnig, þrátt fyrir að villast af leið í 1.500 metra sundinu.
Þríþraut Andlát Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira