Grindavíkurbær nú opinn almenningi Atli Ísleifsson skrifar 21. október 2024 07:55 Grindavík hefur verið lokuð flestum frá 10. nóvember á síðasta ári þegar bærinn var rýmdur. Myndin er tekin í julí síðastliðinn. Vísir/Sigurjón Grindavíkurbær opnaði klukkan sex í morgun, en aðgengi að bænum hefur verið verulegum takmörkunum háð síðustu misserin vegna eldsumbrota. Ferðir fólks eru á eigin ábyrgð. Framkvæmdanefnd um málefni bæjarins kynnti þessa ákvörðun sína fyrir helgi og var þá tekið fram að henni verði breytt hið snarasta, verði hættustigi lýst yfir á nýjan leik vegna eldgosa eða jarðhræringa. Svæðið er nú á óvissustigi og lögreglan segir margar hættur leynast í bænum og á svæðinu þar í kring. Þannig séu opin svæði í nágrenninu viðsjárverð enda hafi þau ekki veið skoðuð sérstaklega. Þá mælir lögreglustjóri alls ekki með því að fólk gangi á fjallið Þorbjörn, Hagafell eða önnur nærliggjandi fjöll. Einnig liggi opnar sprungur við Nesveg og á Hópsnesi. Ítrekað er á heimasíðu bæjarins að ferðamenn séu á eigin ábyrgð í náttúru Íslands og sérstaklega er tekið fram að Grindavík sé ekki ákjósanlegur staður fyrir barnafólk eða börn að leik. Þar er heldur ekkert skóla- og íþróttastarf og stendur ekki til að breyta því í bráð. Einnig er vakin athygli á því að sjálfar gosstöðvarnar eru ekki aðgengilegar fyrir ferðamenn við núverandi aðstæður. Grindavík hefur verið lokuð öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum Grindavíkurbæjar, fyrirtækjum, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa frá því í nóvember á síðasta ári. Fyrirkomulag opnunar Sem fyrr segir verður aðgangur inn í Grindavík hindrunarlaus frá 06:00 þann 21. október 2024 og gildir þar til hættustigi kann að vera lýst yfir á ný. Viðbragðsaðilar og vettvangsstjórn verða áfram starfandi með óbreyttum hætti og eftirliti með umferð inn og út úr bænum verður sinnt með rafrænum hætti í öryggisskyni ef til rýmingar kemur. Opnun bæjarins með þessum hætti byggir m.a. á áhættumati sem unnið er og uppfært reglulega sem og hættumati Veðurstofunnar. Vert er þó að hafa í huga að: Jarðhræringum í og við Grindavík er hvergi lokið og nauðsynlegt að fara að öllu með ítrustu gát; Áfram verður öflugt eftirlit með mögulegri náttúruvá til að hægt verði að bregðast við aðstæðum hverju sinni; Aðstæður geta breyst hratt og nauðsynlegt getur reynst að rýma bæinn og nágrenni með skömmum fyrirvara og loka á nýjan leik; Lýsi ríkislögreglustjóri yfir hættustigi eða neyðarstigi verður aðgangsstýringu að bænum breytt með hliðsjón af þeim aðstæðum; Reynist nauðsynlegt af öryggisástæðum verður unnt að grípa til rýminga og lokunar á nýjan leik; Einstökum svæðum innan bæjarmarkanna kann að verða lokað fyrir umferð ef nauðsyn reynist. Grindavík Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Björgunarsveitir Tengdar fréttir Biðla til fólks að sýna virðingu í nýopnaðri Grindavík Frá og með klukkan sex í fyrramálið verður Grindavíkurbær opinn fyrir almennri umferð. Ferðamálastofa biðlar til fólks að sýna ábyrgð og virðingu þar sem enn er töluverð hætta á ferð. 20. október 2024 13:39 Opna Grindavík öllum eftir helgi Aðgangur að Grindavík verður hindranalaus frá og með mánudagsmorgni samkvæmt ákvörðun framkvæmdanefndar um málefni bæjarins sem kynnt var í dag. Lokað verður aftur ef hættu- eða neyðarstigi verður aftur lýst yfir. 16. október 2024 13:44 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Framkvæmdanefnd um málefni bæjarins kynnti þessa ákvörðun sína fyrir helgi og var þá tekið fram að henni verði breytt hið snarasta, verði hættustigi lýst yfir á nýjan leik vegna eldgosa eða jarðhræringa. Svæðið er nú á óvissustigi og lögreglan segir margar hættur leynast í bænum og á svæðinu þar í kring. Þannig séu opin svæði í nágrenninu viðsjárverð enda hafi þau ekki veið skoðuð sérstaklega. Þá mælir lögreglustjóri alls ekki með því að fólk gangi á fjallið Þorbjörn, Hagafell eða önnur nærliggjandi fjöll. Einnig liggi opnar sprungur við Nesveg og á Hópsnesi. Ítrekað er á heimasíðu bæjarins að ferðamenn séu á eigin ábyrgð í náttúru Íslands og sérstaklega er tekið fram að Grindavík sé ekki ákjósanlegur staður fyrir barnafólk eða börn að leik. Þar er heldur ekkert skóla- og íþróttastarf og stendur ekki til að breyta því í bráð. Einnig er vakin athygli á því að sjálfar gosstöðvarnar eru ekki aðgengilegar fyrir ferðamenn við núverandi aðstæður. Grindavík hefur verið lokuð öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum Grindavíkurbæjar, fyrirtækjum, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa frá því í nóvember á síðasta ári. Fyrirkomulag opnunar Sem fyrr segir verður aðgangur inn í Grindavík hindrunarlaus frá 06:00 þann 21. október 2024 og gildir þar til hættustigi kann að vera lýst yfir á ný. Viðbragðsaðilar og vettvangsstjórn verða áfram starfandi með óbreyttum hætti og eftirliti með umferð inn og út úr bænum verður sinnt með rafrænum hætti í öryggisskyni ef til rýmingar kemur. Opnun bæjarins með þessum hætti byggir m.a. á áhættumati sem unnið er og uppfært reglulega sem og hættumati Veðurstofunnar. Vert er þó að hafa í huga að: Jarðhræringum í og við Grindavík er hvergi lokið og nauðsynlegt að fara að öllu með ítrustu gát; Áfram verður öflugt eftirlit með mögulegri náttúruvá til að hægt verði að bregðast við aðstæðum hverju sinni; Aðstæður geta breyst hratt og nauðsynlegt getur reynst að rýma bæinn og nágrenni með skömmum fyrirvara og loka á nýjan leik; Lýsi ríkislögreglustjóri yfir hættustigi eða neyðarstigi verður aðgangsstýringu að bænum breytt með hliðsjón af þeim aðstæðum; Reynist nauðsynlegt af öryggisástæðum verður unnt að grípa til rýminga og lokunar á nýjan leik; Einstökum svæðum innan bæjarmarkanna kann að verða lokað fyrir umferð ef nauðsyn reynist.
Fyrirkomulag opnunar Sem fyrr segir verður aðgangur inn í Grindavík hindrunarlaus frá 06:00 þann 21. október 2024 og gildir þar til hættustigi kann að vera lýst yfir á ný. Viðbragðsaðilar og vettvangsstjórn verða áfram starfandi með óbreyttum hætti og eftirliti með umferð inn og út úr bænum verður sinnt með rafrænum hætti í öryggisskyni ef til rýmingar kemur. Opnun bæjarins með þessum hætti byggir m.a. á áhættumati sem unnið er og uppfært reglulega sem og hættumati Veðurstofunnar. Vert er þó að hafa í huga að: Jarðhræringum í og við Grindavík er hvergi lokið og nauðsynlegt að fara að öllu með ítrustu gát; Áfram verður öflugt eftirlit með mögulegri náttúruvá til að hægt verði að bregðast við aðstæðum hverju sinni; Aðstæður geta breyst hratt og nauðsynlegt getur reynst að rýma bæinn og nágrenni með skömmum fyrirvara og loka á nýjan leik; Lýsi ríkislögreglustjóri yfir hættustigi eða neyðarstigi verður aðgangsstýringu að bænum breytt með hliðsjón af þeim aðstæðum; Reynist nauðsynlegt af öryggisástæðum verður unnt að grípa til rýminga og lokunar á nýjan leik; Einstökum svæðum innan bæjarmarkanna kann að verða lokað fyrir umferð ef nauðsyn reynist.
Grindavík Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Björgunarsveitir Tengdar fréttir Biðla til fólks að sýna virðingu í nýopnaðri Grindavík Frá og með klukkan sex í fyrramálið verður Grindavíkurbær opinn fyrir almennri umferð. Ferðamálastofa biðlar til fólks að sýna ábyrgð og virðingu þar sem enn er töluverð hætta á ferð. 20. október 2024 13:39 Opna Grindavík öllum eftir helgi Aðgangur að Grindavík verður hindranalaus frá og með mánudagsmorgni samkvæmt ákvörðun framkvæmdanefndar um málefni bæjarins sem kynnt var í dag. Lokað verður aftur ef hættu- eða neyðarstigi verður aftur lýst yfir. 16. október 2024 13:44 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Biðla til fólks að sýna virðingu í nýopnaðri Grindavík Frá og með klukkan sex í fyrramálið verður Grindavíkurbær opinn fyrir almennri umferð. Ferðamálastofa biðlar til fólks að sýna ábyrgð og virðingu þar sem enn er töluverð hætta á ferð. 20. október 2024 13:39
Opna Grindavík öllum eftir helgi Aðgangur að Grindavík verður hindranalaus frá og með mánudagsmorgni samkvæmt ákvörðun framkvæmdanefndar um málefni bæjarins sem kynnt var í dag. Lokað verður aftur ef hættu- eða neyðarstigi verður aftur lýst yfir. 16. október 2024 13:44