„Hefði látið Elías Inga blása og er ekki viss um að hann hefði fengið keyra heim“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2024 08:02 Elías Ingi Árnason útskýrir ákvörðun sína fyrir gáttuðum Hlyni Sævari Jónssyni. stöð 2 sport Markið sem var dæmt af ÍA í leiknum gegn Víkingi í Bestu deild karla á laugardaginn var að sjálfsögðu til umræðu í Stúkunni. Sérfræðingar þáttarins botnuðu ekkert í ákvörðun Elíasar Inga Árnasonar, dómara leiksins. Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í leik ÍA og Víkings skoraði varamaðurinn Breki Þór Hermannsson fyrir heimamenn. Markið var hins vegar dæmt af. Nánast í næstu sókn skoraði Danijel Dejan Djuric svo sigurmark Víkinga, 3-4. Skagamenn voru æfir eftir leikinn enda eiga þeir ekki lengur möguleika á Evrópusæti eftir tapið. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ekki bara ósáttur við markið sem var dæmt af Skagamönnum heldur einnig að Erlendur Eiríksson hafi verið fjórði dómari á leiknum. Hann dæmdi umdeilda vítaspyrnu í leik ÍA og Víkings á Akranesi fyrr í sumar. Stúkumenn fóru vel og vandlega yfir markið sem var dæmt af ÍA en fundu ekkert athugavert við það. „Ég get bara ekki skilið hvað hann er að dæma á því það er engin hendi og alls ekkert brot á Hlyn,“ sagði Albert Ingason en Elías Ingi á að hafa sagt við Skagamenn að hann hafi dæmt markið af vegna brots Hlyns Sævars Jónssonar. „Þetta eru bara dómaramistök. Ég er viss um að dómarinn sé búinn að kíkja á þetta og átta sig á að hann gerði mistök,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. „Þetta eru leiðindamistök, slæm mistök og koma á mjög slæmum tíma í lok móts og skipta miklu máli fyrir úrslit þessa leiks. Það er leiðinlegt þegar svona gerist, þegar svona dómaramistök hafa svona mikil áhrif.“ Óskiljanleg mistök Albert tók aftur við boltanum og sagðist ekkert skilja í Elíasi Inga. „Þessi mistök pirra mig rosalega mikið. Af því að hann er bara að dæma á einhverjum líkindum þarna. Hann sér ekkert þarna. Ég er búinn að sjá þetta tuttugu sinnum og get ekki séð á hvað hann er að dæma. Fyrir mér eru þetta bara rándýr mistök, óskiljanleg mistök,“ sagði Albert. Klippa: Stúkan - Umræða um markið sem var dæmt af ÍA „Ég er nokkuð viss um að ef Pétur Guðmundsson hefði verið eftirlitsmaður á þessum leik hefði hann látið Elías Inga blása eftir leik og ég er ekki svo viss um að hann hefði fengið keyra heim. Ég skil þetta ekki.“ Strákarnir héldu áfram að skoða atvikið en Guðmundur Benediktsson stóð á því fastar en fótunum að boltinn hefði farið í höndina á einhverjum inni í vítateignum. Erfitt var þó að sjá það. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla ÍA Víkingur Reykjavík Stúkan Tengdar fréttir „Þarft að vinna uppi á Skaga til þess að verða Íslandsmeistari“ Arnar Bergmann Gunnlaugsson sótti mikilvæg þrjú stig á æskuslóðir sínar á Akranes þegar lærisveinar hans hjá Víkingi kreistu fram sigur í ótrúlegum sjö mara leik sem hafði upp á ofboðslega margt að bjóða. 19. október 2024 18:05 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í leik ÍA og Víkings skoraði varamaðurinn Breki Þór Hermannsson fyrir heimamenn. Markið var hins vegar dæmt af. Nánast í næstu sókn skoraði Danijel Dejan Djuric svo sigurmark Víkinga, 3-4. Skagamenn voru æfir eftir leikinn enda eiga þeir ekki lengur möguleika á Evrópusæti eftir tapið. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ekki bara ósáttur við markið sem var dæmt af Skagamönnum heldur einnig að Erlendur Eiríksson hafi verið fjórði dómari á leiknum. Hann dæmdi umdeilda vítaspyrnu í leik ÍA og Víkings á Akranesi fyrr í sumar. Stúkumenn fóru vel og vandlega yfir markið sem var dæmt af ÍA en fundu ekkert athugavert við það. „Ég get bara ekki skilið hvað hann er að dæma á því það er engin hendi og alls ekkert brot á Hlyn,“ sagði Albert Ingason en Elías Ingi á að hafa sagt við Skagamenn að hann hafi dæmt markið af vegna brots Hlyns Sævars Jónssonar. „Þetta eru bara dómaramistök. Ég er viss um að dómarinn sé búinn að kíkja á þetta og átta sig á að hann gerði mistök,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. „Þetta eru leiðindamistök, slæm mistök og koma á mjög slæmum tíma í lok móts og skipta miklu máli fyrir úrslit þessa leiks. Það er leiðinlegt þegar svona gerist, þegar svona dómaramistök hafa svona mikil áhrif.“ Óskiljanleg mistök Albert tók aftur við boltanum og sagðist ekkert skilja í Elíasi Inga. „Þessi mistök pirra mig rosalega mikið. Af því að hann er bara að dæma á einhverjum líkindum þarna. Hann sér ekkert þarna. Ég er búinn að sjá þetta tuttugu sinnum og get ekki séð á hvað hann er að dæma. Fyrir mér eru þetta bara rándýr mistök, óskiljanleg mistök,“ sagði Albert. Klippa: Stúkan - Umræða um markið sem var dæmt af ÍA „Ég er nokkuð viss um að ef Pétur Guðmundsson hefði verið eftirlitsmaður á þessum leik hefði hann látið Elías Inga blása eftir leik og ég er ekki svo viss um að hann hefði fengið keyra heim. Ég skil þetta ekki.“ Strákarnir héldu áfram að skoða atvikið en Guðmundur Benediktsson stóð á því fastar en fótunum að boltinn hefði farið í höndina á einhverjum inni í vítateignum. Erfitt var þó að sjá það. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla ÍA Víkingur Reykjavík Stúkan Tengdar fréttir „Þarft að vinna uppi á Skaga til þess að verða Íslandsmeistari“ Arnar Bergmann Gunnlaugsson sótti mikilvæg þrjú stig á æskuslóðir sínar á Akranes þegar lærisveinar hans hjá Víkingi kreistu fram sigur í ótrúlegum sjö mara leik sem hafði upp á ofboðslega margt að bjóða. 19. október 2024 18:05 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
„Þarft að vinna uppi á Skaga til þess að verða Íslandsmeistari“ Arnar Bergmann Gunnlaugsson sótti mikilvæg þrjú stig á æskuslóðir sínar á Akranes þegar lærisveinar hans hjá Víkingi kreistu fram sigur í ótrúlegum sjö mara leik sem hafði upp á ofboðslega margt að bjóða. 19. október 2024 18:05