„Óskiljanlegt að setja Erlend í þetta verkefni" Hjörvar Ólafsson skrifar 19. október 2024 17:03 Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var skiljanlega sár og svekkur að leik loknum. Vísir/Vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, var einkar ósáttur við störf dómara leiks ÍA og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Jón Þór tíndi til tvö atriði sem hann var sérstaklega óánægður með. Þá var Jón Þór hundfúll með að Erlendur Eiríksson væri settur í það verkefni að vera fjórði dómari þessa leiks. „Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja þegar ég ræði frammistöðu dómara þessa leiks. Fyrir það fyrsta rænir Elías okkur vítaspyrnu þegar Hinrik er felldur í fyrri hálfleiknum. Svo veit ég ekki hvað í ósköpunum þeir dæma á þegar við skorum í uppbótartíma. Það var óskiljanlegt og svo er brotið á Johannesi Vall í aðdraganda þess að þeir skora sigurmarkið," sagði Jón Þór sem var heitt í hamsi. „Þetta var geggjaður fótboltaleikur og mínir menn stóðu sig framúrskarandi vel. Því miður er ekki hægt að segja það sama um dómarana sem voru sendir í þetta verkefni. Það er auðvitað gríðarlegt dómgreindarleysi af hálfu KSÍ að senda Erlend í það verk að vera fjórði dómari í þessum leik í ljósi þess að hann gerði afdrifarík mistök í fyrri leik liðanna á Skaganum í sumar. Þá er ég ekki að segja að Erlendur hafi haft úrslitaáhrif í þessum leik, það var Elías, en það var erfitt og afar óheppilegt að það væri Erlendur sem væri að reyna að útskýra þessar fáránlegar ákvarðanir. Við ætluðum að teikna upp úrslitaleik við Val um Evrópusæti í lokaumferðinni en því var einfadlega hrifsað úr höndum okkar af utanaðkomandi aðilum. Það er ólýsanlega svekkjandi,“ sagði Skagamaðurinn sótillur. Íslenski boltinn ÍA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
„Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja þegar ég ræði frammistöðu dómara þessa leiks. Fyrir það fyrsta rænir Elías okkur vítaspyrnu þegar Hinrik er felldur í fyrri hálfleiknum. Svo veit ég ekki hvað í ósköpunum þeir dæma á þegar við skorum í uppbótartíma. Það var óskiljanlegt og svo er brotið á Johannesi Vall í aðdraganda þess að þeir skora sigurmarkið," sagði Jón Þór sem var heitt í hamsi. „Þetta var geggjaður fótboltaleikur og mínir menn stóðu sig framúrskarandi vel. Því miður er ekki hægt að segja það sama um dómarana sem voru sendir í þetta verkefni. Það er auðvitað gríðarlegt dómgreindarleysi af hálfu KSÍ að senda Erlend í það verk að vera fjórði dómari í þessum leik í ljósi þess að hann gerði afdrifarík mistök í fyrri leik liðanna á Skaganum í sumar. Þá er ég ekki að segja að Erlendur hafi haft úrslitaáhrif í þessum leik, það var Elías, en það var erfitt og afar óheppilegt að það væri Erlendur sem væri að reyna að útskýra þessar fáránlegar ákvarðanir. Við ætluðum að teikna upp úrslitaleik við Val um Evrópusæti í lokaumferðinni en því var einfadlega hrifsað úr höndum okkar af utanaðkomandi aðilum. Það er ólýsanlega svekkjandi,“ sagði Skagamaðurinn sótillur.
Íslenski boltinn ÍA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira