Dæmi um að menntaðir kennarar nái ekki endum saman Bjarki Sigurðsson skrifar 18. október 2024 20:05 Kristín Björnsdóttir er kennari í Ingunnarskóla og formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Vísir/Einar Kennari segir suma kollega sína ekki ná endum saman og þurfi að vera í nokkrum vinnum. Þá séu fjölmargir sem hrökklist úr starfi vegna álags. Samninganefnd Kennarasambandsins hefur síðustu daga setið við kjaraborðið ásamt fulltrúum ríkis og sveitarfélaga. Fundað var í dag en viðræður mjakast hægt áfram. Langt er á milli deiluaðila sem funda næst á mánudagsmorgun. Verkföll í tíu skólum eru yfirvofandi, vinnustöðvun í fyrstu skólunum hefst eftir ellefu daga. Kennarasambandið hefur gefið út að það vilji jafna laun kennara og sérfræðinga með sambærilega menntun á almennum markaði. Mikill munur sé þar á. „Ef að við hefðum góð laun, þá myndi ekki vanta hundrað kennara til starfa á Íslandi í dag,“ segir Kristín Björnsdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Þegar fólk er að hætta að kenna, er það oft út af launum? „Já. Út af launum og álagi,“ segir Kristín. Hefur þú eitthvað heyrt um að menntaðir kennarar eigi erfitt með að ná endum saman vegna lágra launa? „Já. Ég hef heyrt af því. Og ég þekki fleiri en einn og fleiri en tvo. Fólk sem er einstætt, það þarf að vinna aukavinnu og biður oft um fasta yfirvinnu til þess að hækka launin sín. Svoleiðis er staðan. Þetta eru laun sem einstaklingur getur ekki lifað á,“ segir Kristín. Vinnuvika kennara er tæpir 43 klukkutímar og 26 þeirra eru kennsluskylda. Kristín segir vinnu kennara vera miklu meira en bara að kenna börnum námsefnið og fara yfir verkefni. „Það er að svo mörgu að huga. Undirbúningurinn okkar fer í að rýna í efni, þróa oft nýjar leiðir. Oft er það þannig að í undirbúningstímanum okkar erum við að búa til efni af því að námsefnisútgáfa á Íslandi hefur verið í algjöru lamasessi í mörg ár,“ segir Kristín. Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Reykjavík Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Samninganefnd Kennarasambandsins hefur síðustu daga setið við kjaraborðið ásamt fulltrúum ríkis og sveitarfélaga. Fundað var í dag en viðræður mjakast hægt áfram. Langt er á milli deiluaðila sem funda næst á mánudagsmorgun. Verkföll í tíu skólum eru yfirvofandi, vinnustöðvun í fyrstu skólunum hefst eftir ellefu daga. Kennarasambandið hefur gefið út að það vilji jafna laun kennara og sérfræðinga með sambærilega menntun á almennum markaði. Mikill munur sé þar á. „Ef að við hefðum góð laun, þá myndi ekki vanta hundrað kennara til starfa á Íslandi í dag,“ segir Kristín Björnsdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Þegar fólk er að hætta að kenna, er það oft út af launum? „Já. Út af launum og álagi,“ segir Kristín. Hefur þú eitthvað heyrt um að menntaðir kennarar eigi erfitt með að ná endum saman vegna lágra launa? „Já. Ég hef heyrt af því. Og ég þekki fleiri en einn og fleiri en tvo. Fólk sem er einstætt, það þarf að vinna aukavinnu og biður oft um fasta yfirvinnu til þess að hækka launin sín. Svoleiðis er staðan. Þetta eru laun sem einstaklingur getur ekki lifað á,“ segir Kristín. Vinnuvika kennara er tæpir 43 klukkutímar og 26 þeirra eru kennsluskylda. Kristín segir vinnu kennara vera miklu meira en bara að kenna börnum námsefnið og fara yfir verkefni. „Það er að svo mörgu að huga. Undirbúningurinn okkar fer í að rýna í efni, þróa oft nýjar leiðir. Oft er það þannig að í undirbúningstímanum okkar erum við að búa til efni af því að námsefnisútgáfa á Íslandi hefur verið í algjöru lamasessi í mörg ár,“ segir Kristín.
Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Reykjavík Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira