Góð menntun borgar sig Jónína Hauksdóttir skrifar 17. október 2024 07:31 Nokkrir dagar eru þar til boðað verkfall hefst í níu skólum; tónlistar- og framhaldsskóla, þremur grunnskólum og fjórum leikskólum. Afstaða kennara er afdráttarlaus og einhuga líkt og sjá má á niðurstöðum atkvæðagreiðslna um aðgerðir. Allir sem greiddu atkvæði í tónlistarskólanum og leik- og grunnskólunum sögðu já við boðun verkfalls, eða 100%, og yfirgnæfandi meirihluti í framhaldsskólanum, eða 81%. Þegar er hafin atkvæðagreiðsla í öðrum framhaldsskóla og ekki er ólíklegt að fleiri kennarar þurfi að taka afstöðu við kjörkassann innan tíðar. Ákvörðun um aðgerðir er ekki léttvæg þó réttur launþega til verkfalla í kjarabaráttu sé skýr. Viðsemjendur kennara, ríki og sveitarfélög, hafa nú tæpan hálfan mánuð til að koma í veg fyrir verkföll sem enginn vill sjá raungerast. Kröfur okkar hjá Kennarasambandi Íslands eru einfaldar og skýrar: Orð skulu standa. Í átta ár höfum við beðið eftir því að ríki og sveit standi við loforð, sem gefið var 2016, um að jafna ómálefnalegan launamun á milli opinbera og almenna markaðarins. Loforð sem gefið var í kjölfar þess að lífeyrisréttindi hins opinbera markaðar voru skert og jöfnuð í takt við almenna markaðinn. Kennarar eru háskólamenntaðir sérfræðingar sem eiga að vera á sömu kjörum og aðrar sambærilegar stéttir á almennum markaði. Þegar tölur Hagstofu Íslands eru skoðaðar í dag kemur þó í ljós að enn er töluverður launamunur á milli kennara og annarra sérfræðinga. Þessi ómálefnalegi launamunur, sem lofað var að leiðrétta fyrir átta árum, hefur afleiðingar sem birtast okkur í grafalvarlegri stöðu í skólum landsins. Það sárvantar kennara. Einungis 24% þeirra sem starfa við kennslu í leikskólum eru kennarar, eða 1 af hverjum 4. Fyrir rúmum tíu árum var þetta hlutfall 37%, sem er ívið skárra, en stenst þó heldur ekki lög, sem kveða á um að tveir þriðju hlutar þeirra sem sinna uppeldi og kennslu í leikskóla skuli vera kennarar, eða 67%. Hlutfall kennara í grunnskólanum er 80%, það þýðir að 1 af hverjum 5 sem sinnir kennslu þar hefur ekki lokið kennaramenntun. Fyrir tíu árum var hlutfall kennara 96%. Í framhaldsskólanum fjölgaði réttindalausum við kennslu um 37% á tíu ára tímabili, eða frá 2011-2021. Í tónlistarskólanum var hlutfallsleg lækkun nemenda 28% á árunum 2009 til 2024, þegar horft er til mannfjöldaþróunar. Kennarar þeirra skóla sem samþykkt hafa verkföll eru fulltrúar allra kennara. En þeir standa ekki einir í baráttunni. Ég biðla til ykkar. Styðjum kennara í orðum og gjörðum. Sendum baráttukveðjur, skrifum og deilum greinum um mikilvægi kennarastarfsins og leiðréttum ósannindi og rangfærslur í orðræðunni. Komum grunnskilaboðunum á framfæri með öllum tiltækum leiðum og ráðum: Verkfallsaðgerðir og baráttan um kjör kennara eru fyrir börnin og framtíð þeirra, menntakerfið og, að endingu, samfélagið allt. Góð menntun skilar sér margfalt til baka til samfélagsins alls. Þar er kennarinn í lykilhlutverki. Með því að fjárfesta í kennurum tryggjum við börnum stöðugleika og aðgengi að gæðamenntun sérfræðinga sem hafa fagmennsku að leiðarljósi. Þannig aukast líkurnar á að börnin nái árangri til frambúðar, bæði félagslega og námslega, fari til dæmis í framhaldsnám og fjölgi þannig tækifærum fullorðinsáranna, sér og samfélaginu til hagsbóta. Með því að fjárfesta í kennurum leggjum við grunninn að samfélagi sem hlúir vel að börnum sínum, veitir þeim jöfn tækifæri, menntun og þjónustu við hæfi, öllum til heilla. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Nokkrir dagar eru þar til boðað verkfall hefst í níu skólum; tónlistar- og framhaldsskóla, þremur grunnskólum og fjórum leikskólum. Afstaða kennara er afdráttarlaus og einhuga líkt og sjá má á niðurstöðum atkvæðagreiðslna um aðgerðir. Allir sem greiddu atkvæði í tónlistarskólanum og leik- og grunnskólunum sögðu já við boðun verkfalls, eða 100%, og yfirgnæfandi meirihluti í framhaldsskólanum, eða 81%. Þegar er hafin atkvæðagreiðsla í öðrum framhaldsskóla og ekki er ólíklegt að fleiri kennarar þurfi að taka afstöðu við kjörkassann innan tíðar. Ákvörðun um aðgerðir er ekki léttvæg þó réttur launþega til verkfalla í kjarabaráttu sé skýr. Viðsemjendur kennara, ríki og sveitarfélög, hafa nú tæpan hálfan mánuð til að koma í veg fyrir verkföll sem enginn vill sjá raungerast. Kröfur okkar hjá Kennarasambandi Íslands eru einfaldar og skýrar: Orð skulu standa. Í átta ár höfum við beðið eftir því að ríki og sveit standi við loforð, sem gefið var 2016, um að jafna ómálefnalegan launamun á milli opinbera og almenna markaðarins. Loforð sem gefið var í kjölfar þess að lífeyrisréttindi hins opinbera markaðar voru skert og jöfnuð í takt við almenna markaðinn. Kennarar eru háskólamenntaðir sérfræðingar sem eiga að vera á sömu kjörum og aðrar sambærilegar stéttir á almennum markaði. Þegar tölur Hagstofu Íslands eru skoðaðar í dag kemur þó í ljós að enn er töluverður launamunur á milli kennara og annarra sérfræðinga. Þessi ómálefnalegi launamunur, sem lofað var að leiðrétta fyrir átta árum, hefur afleiðingar sem birtast okkur í grafalvarlegri stöðu í skólum landsins. Það sárvantar kennara. Einungis 24% þeirra sem starfa við kennslu í leikskólum eru kennarar, eða 1 af hverjum 4. Fyrir rúmum tíu árum var þetta hlutfall 37%, sem er ívið skárra, en stenst þó heldur ekki lög, sem kveða á um að tveir þriðju hlutar þeirra sem sinna uppeldi og kennslu í leikskóla skuli vera kennarar, eða 67%. Hlutfall kennara í grunnskólanum er 80%, það þýðir að 1 af hverjum 5 sem sinnir kennslu þar hefur ekki lokið kennaramenntun. Fyrir tíu árum var hlutfall kennara 96%. Í framhaldsskólanum fjölgaði réttindalausum við kennslu um 37% á tíu ára tímabili, eða frá 2011-2021. Í tónlistarskólanum var hlutfallsleg lækkun nemenda 28% á árunum 2009 til 2024, þegar horft er til mannfjöldaþróunar. Kennarar þeirra skóla sem samþykkt hafa verkföll eru fulltrúar allra kennara. En þeir standa ekki einir í baráttunni. Ég biðla til ykkar. Styðjum kennara í orðum og gjörðum. Sendum baráttukveðjur, skrifum og deilum greinum um mikilvægi kennarastarfsins og leiðréttum ósannindi og rangfærslur í orðræðunni. Komum grunnskilaboðunum á framfæri með öllum tiltækum leiðum og ráðum: Verkfallsaðgerðir og baráttan um kjör kennara eru fyrir börnin og framtíð þeirra, menntakerfið og, að endingu, samfélagið allt. Góð menntun skilar sér margfalt til baka til samfélagsins alls. Þar er kennarinn í lykilhlutverki. Með því að fjárfesta í kennurum tryggjum við börnum stöðugleika og aðgengi að gæðamenntun sérfræðinga sem hafa fagmennsku að leiðarljósi. Þannig aukast líkurnar á að börnin nái árangri til frambúðar, bæði félagslega og námslega, fari til dæmis í framhaldsnám og fjölgi þannig tækifærum fullorðinsáranna, sér og samfélaginu til hagsbóta. Með því að fjárfesta í kennurum leggjum við grunninn að samfélagi sem hlúir vel að börnum sínum, veitir þeim jöfn tækifæri, menntun og þjónustu við hæfi, öllum til heilla. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar