Kennarar í brennidepli – Vanvirðing, skortur á stuðningi og óviðunandi vinnuaðstæður Arnór Heiðar Benónýsson skrifar 16. október 2024 11:02 Á undanförnum dögum hafa skólamál og enn frekar störf kennara verið mikið til umræðu í samfélaginu. Þessari umræðu fagna ég, því hún er svo sannarlega þörf. Það er einfaldlega kominn tími til að við sem samfélag tökum umræðu um skólakerfið, en ekki einungis frá sjónarhorni Viðskiptaráðs eða annarra aðila sem taka einungis afmarkaða þætti fyrir og virðast oft ekki hafa neinn skilning á hvað fer fram á hverjum degi í skólum landsins. Mig langar því að halda umræðunni á lofti og fjalla í þessari grein um það hvernig staða kennara birtist mér. Það hefur ekki leynst neinum að kennarar tóku ekki vel í nýleg ummæli Borgarstjóra Reykjavíkur og má segja að í miðri kjarabaráttu og með yfirvofandi verkföll hafi það verið kornið sem fyllti mælinn hjá flestum. Þetta er þó ekkert nýtt. Kennarar á Íslandi hafa nefnilega lengi búið við það ástand að upplifa skilnings- og virðingarleysi gagnvart störfum þeirra, þrátt fyrir að bera ábyrgð á menntun og uppeldi framtíðarkynslóða. En það er ekki lengur hægt að líta fram hjá þeirri alvarlegu stöðu sem kennarar eru í, sem einkennast í auknum mæli af óviðunandi vinnuaðstæðum, yfirvofandi kulnun og skort á faglegum stuðningi. Óásættanleg vinnuaðstaða og vaxandi álag Gríðarlegar kröfur eru gerðar til kennara á sama tíma og starfsumhverfi þeirra hefur hrakað umtalsvert á síðustu árum. Skólar glíma við manneklu, bekkjarstærðir fara stækkandi og nemendahópar eru fjölbreyttari en nokkurn tímann áður. Kennarar eru oftar en ekki að takast á við flókin félagsleg og námsleg vandamál án þess að geta sótt sér viðeigandi stuðning innan úr kerfinu. Það eru því kaldar kveðjur sem kennarar fá frá yfirvöldum þegar kjarasamningar þeirra fá að standa lausir til lengri tíma og einungis er hægt að semja til styttri tíma þegar það tekst yfir höfuð. Svo ekki sé talað um myglu og almennt misgóðar aðstæður í skólabyggingum sem hafa heilsufarslegar afleiðingar bæði fyrir nemendur og starfsfólk. Hvernig getur menntakerfið staðið undir væntingum þegar óheilnæmt umhverfi dregur beinlínis úr starfsgetu kennara og annars starfsfólks? Skortur á stuðningsúrræðum Stuðningur innan sem utan kennslustofunnar er af skornum skammti. Það vantar til að mynda sérhæft starfsfólk til starfa innan skólakerfisins, svo sem sálfræðinga, þroskaþjálfa og atferlisfræðinga. Fagþekking sérfræðistarfsfólks er grundvallaratriði til að aðstoða kennara við þau krefjandi verkefni sem þeir standa frammi fyrir. Kennarar sjá nefnilega um að veita fjölþætta skólaþjónustu til fjölbreyttra hópa barna með margvíslegar náms- og hegðunaráskoranir, að ógleymdum mismunandi bakgrunni nemenda. Það er óraunhæft að öllum þessum nemendum bjóðist sú aðstoð sem þau eiga rétt á, án nægilegra úrræða og breiðari aðstoðar fagaðila. Staðan í dag veldur því ekki aðeins auknu álagi, heldur bitnar það á endanum á gæðum kennslunnar og skólastarfsins alls. Hvernig ætlar samfélagið að tryggja gæði menntunar með þessu móti? Hvernig bætum við úr stöðunni? Við höfum ítrekað heyrt yfirlýsingar um að „menntakerfið verði að vera forgangsmál,“ en í reynd er lítið gert til að bæta vinnuaðstæður kennara. Hver er svo afleiðingin af því? Jú kennarar um allt land eru að brenna út. Það er ekki bara vandamál fyrir stéttina sjálfa, heldur einnig nemendur og samfélagið allt. Við vitum öll hvað þarf til að leysa í það minnsta stóran hluta þessa vanda, fjölgun stuðningsúrræða, betra jafnvægi milli kennslu og faglegs starfs þess utan og fjárfesting í vinnuaðstæðum. En yfirvöld virðast hikandi við að ráðast í nauðsynlegar ákvarðanir. Krafa um virðingu og úrbætur - ekki innantóm loforð Kennarar krefjast því ekki aðeins betri launa, heldur einnig virðingar. Virðingar fyrir því starfi sem þeir inna af hendi á hverjum degi við síbreytilegar og krefjandi aðstæður. Það er kominn tími til að yfirvöld taki af skarið og endurhugsi hvernig þau ætla að styðja við grunnstoðir samfélagsins, sem menntakerfið er svo sannarlega. Það er löngu tímabært að grípa til markvissa aðgerða sem miða raunverulega að því að bæta vinnuaðstæður, tryggja sérhæfðan stuðning og styrkja stéttina þannig hægt sé að koma í veg fyrir að kennarar hverfi frá störfum. Þannig getum við byggt upp menntakerfi sem þjónar samfélaginu. Því það verður ekki gert með tómum loforðum einum saman. Höfundur starfar við umsjónarkennslu í grunnskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum dögum hafa skólamál og enn frekar störf kennara verið mikið til umræðu í samfélaginu. Þessari umræðu fagna ég, því hún er svo sannarlega þörf. Það er einfaldlega kominn tími til að við sem samfélag tökum umræðu um skólakerfið, en ekki einungis frá sjónarhorni Viðskiptaráðs eða annarra aðila sem taka einungis afmarkaða þætti fyrir og virðast oft ekki hafa neinn skilning á hvað fer fram á hverjum degi í skólum landsins. Mig langar því að halda umræðunni á lofti og fjalla í þessari grein um það hvernig staða kennara birtist mér. Það hefur ekki leynst neinum að kennarar tóku ekki vel í nýleg ummæli Borgarstjóra Reykjavíkur og má segja að í miðri kjarabaráttu og með yfirvofandi verkföll hafi það verið kornið sem fyllti mælinn hjá flestum. Þetta er þó ekkert nýtt. Kennarar á Íslandi hafa nefnilega lengi búið við það ástand að upplifa skilnings- og virðingarleysi gagnvart störfum þeirra, þrátt fyrir að bera ábyrgð á menntun og uppeldi framtíðarkynslóða. En það er ekki lengur hægt að líta fram hjá þeirri alvarlegu stöðu sem kennarar eru í, sem einkennast í auknum mæli af óviðunandi vinnuaðstæðum, yfirvofandi kulnun og skort á faglegum stuðningi. Óásættanleg vinnuaðstaða og vaxandi álag Gríðarlegar kröfur eru gerðar til kennara á sama tíma og starfsumhverfi þeirra hefur hrakað umtalsvert á síðustu árum. Skólar glíma við manneklu, bekkjarstærðir fara stækkandi og nemendahópar eru fjölbreyttari en nokkurn tímann áður. Kennarar eru oftar en ekki að takast á við flókin félagsleg og námsleg vandamál án þess að geta sótt sér viðeigandi stuðning innan úr kerfinu. Það eru því kaldar kveðjur sem kennarar fá frá yfirvöldum þegar kjarasamningar þeirra fá að standa lausir til lengri tíma og einungis er hægt að semja til styttri tíma þegar það tekst yfir höfuð. Svo ekki sé talað um myglu og almennt misgóðar aðstæður í skólabyggingum sem hafa heilsufarslegar afleiðingar bæði fyrir nemendur og starfsfólk. Hvernig getur menntakerfið staðið undir væntingum þegar óheilnæmt umhverfi dregur beinlínis úr starfsgetu kennara og annars starfsfólks? Skortur á stuðningsúrræðum Stuðningur innan sem utan kennslustofunnar er af skornum skammti. Það vantar til að mynda sérhæft starfsfólk til starfa innan skólakerfisins, svo sem sálfræðinga, þroskaþjálfa og atferlisfræðinga. Fagþekking sérfræðistarfsfólks er grundvallaratriði til að aðstoða kennara við þau krefjandi verkefni sem þeir standa frammi fyrir. Kennarar sjá nefnilega um að veita fjölþætta skólaþjónustu til fjölbreyttra hópa barna með margvíslegar náms- og hegðunaráskoranir, að ógleymdum mismunandi bakgrunni nemenda. Það er óraunhæft að öllum þessum nemendum bjóðist sú aðstoð sem þau eiga rétt á, án nægilegra úrræða og breiðari aðstoðar fagaðila. Staðan í dag veldur því ekki aðeins auknu álagi, heldur bitnar það á endanum á gæðum kennslunnar og skólastarfsins alls. Hvernig ætlar samfélagið að tryggja gæði menntunar með þessu móti? Hvernig bætum við úr stöðunni? Við höfum ítrekað heyrt yfirlýsingar um að „menntakerfið verði að vera forgangsmál,“ en í reynd er lítið gert til að bæta vinnuaðstæður kennara. Hver er svo afleiðingin af því? Jú kennarar um allt land eru að brenna út. Það er ekki bara vandamál fyrir stéttina sjálfa, heldur einnig nemendur og samfélagið allt. Við vitum öll hvað þarf til að leysa í það minnsta stóran hluta þessa vanda, fjölgun stuðningsúrræða, betra jafnvægi milli kennslu og faglegs starfs þess utan og fjárfesting í vinnuaðstæðum. En yfirvöld virðast hikandi við að ráðast í nauðsynlegar ákvarðanir. Krafa um virðingu og úrbætur - ekki innantóm loforð Kennarar krefjast því ekki aðeins betri launa, heldur einnig virðingar. Virðingar fyrir því starfi sem þeir inna af hendi á hverjum degi við síbreytilegar og krefjandi aðstæður. Það er kominn tími til að yfirvöld taki af skarið og endurhugsi hvernig þau ætla að styðja við grunnstoðir samfélagsins, sem menntakerfið er svo sannarlega. Það er löngu tímabært að grípa til markvissa aðgerða sem miða raunverulega að því að bæta vinnuaðstæður, tryggja sérhæfðan stuðning og styrkja stéttina þannig hægt sé að koma í veg fyrir að kennarar hverfi frá störfum. Þannig getum við byggt upp menntakerfi sem þjónar samfélaginu. Því það verður ekki gert með tómum loforðum einum saman. Höfundur starfar við umsjónarkennslu í grunnskóla.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun