Staðan óljós eftir atburðarás gærdagsins Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. október 2024 14:32 Sigurður Ingi Jóhannson fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Framsóknarflokksins. segir fjárlögin skipta mestu máli á þinginu. Það verði að klára það mál. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir þingflokkinn hafa farið yfir stöðuna í stjórnmálum í dag á þingflokksfundi. Staðan sé óljóst eftir atburðarás gærdagsins. Hann ætlar á fundi með forsetanum síðar í dag að ræða það hvort ríkisstjórnin starfi saman fram að kosningum eða hvort skipa þurfi starfsstjórn. „Það er mikilvægt að við komum saman og förum yfir þetta,“ segir hann um fund flokksins í dag. Sigurður segist enn á þeirri skoðun að það hefði verið hægt að vinna saman að þeim málum sem voru á dagsrá. Hann hafi heyrt ræðu forsætisráðherra og séð að Sjálfstæðismenn voru ekki til í það. Hann segir ábyrgðarhluta að vera í ríkisstjórn og það komi í ljós á næstu vikum hvaða verkefni verður hægt að leysa og hver ekki. Hann þá bera ábyrgð á pólitískri óvissu sem tóku þetta ákvörðun. Hann segir þessa ákvörðun Bjarna ekki hafa komið honum í opna skjöldu. Það hafi verið órói og ályktanir á landfundi Vinstri grænna hafi ekki verið í takt við þingmálaskrá. Hvort ríkisstjórnin geti haldið áfram að starfa fram að kosningum segir Sigurður Ingi það eitt af því sem hafi verið rætt á þingflokksfundi. Hann muni ræða það við forsetann og ætli ekki að ræða það opinberlega fyrr en hann hefur upplýst forsetann. Sigurður Ingi segir stöðuna óljósa og þau verkefni sem þarf að taka utan um muni líða fyrir það. Hann segir fjárlagafrumvarpið mikilvægasta verkefnið. Það geri allir sér grein fyrir því að það þurfi að ljúka því verkefni. Hann segist hafa rætt við Svandísi nokkrum sinnum í dag og í gær. Hann segir þeirra samstarf gott. Þingflokksfundur og svo forseti Þingflokkur Framsóknarflokksins hittist á fundi klukkan 13 á Alþingi. Formaður flokksins heldur á fund forseta Íslands, höllu Tómasdóttur, klukkan 17.30 í dag. Þingflokkurinn kom einnig saman í gærkvöldi. „Við vorum bara að ræða stöðuna sem kom upp í dag og vendingar síðustu klukkustunda. Við vorum að ná utan um það og framhaldið í kjölfarið,“ sagði Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins í viðtali í gær. Sigurður Ingi harmaði að Sjálfstæðisflokkurinn sæi sér ekki lengur fært að vinna saman að þeim verkefnum sem ríkisstjórnin hefði sett sér. „Þetta kom okkur á óvörum sérstaklega í ljósi þess að formennirnir ræddu saman í gær. Við vildum ljúka mikilvægum verkefnum á skynsamlegan hátt áður en boðað yrði til kosninga,“ sagði Sigurður Ingi í gær. Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
„Það er mikilvægt að við komum saman og förum yfir þetta,“ segir hann um fund flokksins í dag. Sigurður segist enn á þeirri skoðun að það hefði verið hægt að vinna saman að þeim málum sem voru á dagsrá. Hann hafi heyrt ræðu forsætisráðherra og séð að Sjálfstæðismenn voru ekki til í það. Hann segir ábyrgðarhluta að vera í ríkisstjórn og það komi í ljós á næstu vikum hvaða verkefni verður hægt að leysa og hver ekki. Hann þá bera ábyrgð á pólitískri óvissu sem tóku þetta ákvörðun. Hann segir þessa ákvörðun Bjarna ekki hafa komið honum í opna skjöldu. Það hafi verið órói og ályktanir á landfundi Vinstri grænna hafi ekki verið í takt við þingmálaskrá. Hvort ríkisstjórnin geti haldið áfram að starfa fram að kosningum segir Sigurður Ingi það eitt af því sem hafi verið rætt á þingflokksfundi. Hann muni ræða það við forsetann og ætli ekki að ræða það opinberlega fyrr en hann hefur upplýst forsetann. Sigurður Ingi segir stöðuna óljósa og þau verkefni sem þarf að taka utan um muni líða fyrir það. Hann segir fjárlagafrumvarpið mikilvægasta verkefnið. Það geri allir sér grein fyrir því að það þurfi að ljúka því verkefni. Hann segist hafa rætt við Svandísi nokkrum sinnum í dag og í gær. Hann segir þeirra samstarf gott. Þingflokksfundur og svo forseti Þingflokkur Framsóknarflokksins hittist á fundi klukkan 13 á Alþingi. Formaður flokksins heldur á fund forseta Íslands, höllu Tómasdóttur, klukkan 17.30 í dag. Þingflokkurinn kom einnig saman í gærkvöldi. „Við vorum bara að ræða stöðuna sem kom upp í dag og vendingar síðustu klukkustunda. Við vorum að ná utan um það og framhaldið í kjölfarið,“ sagði Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins í viðtali í gær. Sigurður Ingi harmaði að Sjálfstæðisflokkurinn sæi sér ekki lengur fært að vinna saman að þeim verkefnum sem ríkisstjórnin hefði sett sér. „Þetta kom okkur á óvörum sérstaklega í ljósi þess að formennirnir ræddu saman í gær. Við vildum ljúka mikilvægum verkefnum á skynsamlegan hátt áður en boðað yrði til kosninga,“ sagði Sigurður Ingi í gær.
Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira