Hundrað og fjögur ríki lýsa yfir stuðningi við Guterres Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. október 2024 23:34 Guterres hefur verið lýstur persona non grata í Ísrael. AP/UNTV Hundrað og fjögur ríki eiga aðild að sameiginlegri stuðningsyfirlýsingu við António Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, eftir að stjórnvöld í Ísrael lýstu hann „persona non grata“. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að ákvörðun Ísraels grafi undan getu Sameinuðu þjóðanna til að sinna hlutverki sínu, sem felst meðal annars í að miðla málum milli ríkja í átökum og standa fyrir mannúðaraðstoð. Ísraelsmenn lýstu Guterres „persona non grata“ eftir að Guterres harmaði stigmögnun átaka í Mið-Austurlöndum í kjölfar árásar Íran á Ísrael en án þess að fordæma árásina beinum orðum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur þegar lýst yfir stuðningi við Guterres og ítrekað nauðsyn þess að öll ríki eigi í virku og uppbyggilegu sambandi við framkvæmdastjórann. Fjallað er um rétt ríkja til að lýsa sendimenn annarra ríkja „persona non grata“, óæskilega persónu, í Vínarsamningnum um stjórnmálasambönd. Þar segir í 9. grein: „1. Móttökuríkið getur hvenær sem er, og án þess að þurfa að gefa skýringar á ákvörðun sinni, tilkynnt sendiríkinu að forstöðumaður sendiráðs eða annar stjórnarsendimaður sé persona non grata eða einhver annar úr hópi starfsmanna sendiráðs sé ekki viðtökuhæfur. Í öllum slíkum tilvikum skal sendiríki, eftir því sem við á, annaðhvort kalla hlutaðeigandi mann heim eða binda endi á starf hans í sendiráðinu. Lýsa má yfir að maður sé persona non grata, eða ekki viðtökuhæfur, áður en hann kemur í land móttökuríkisins. 2. Ef sendiríkið neitar eða lætur undir höfuð leggjast að framkvæma skyldur sínar samkvæmt 1. mgr. þessarar greinar innan hæfilegs frests, getur móttökuríkið neitað að viðurkenna hlutaðeigandi mann sem sendiráðsmann.“ Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Í yfirlýsingunni segir meðal annars að ákvörðun Ísraels grafi undan getu Sameinuðu þjóðanna til að sinna hlutverki sínu, sem felst meðal annars í að miðla málum milli ríkja í átökum og standa fyrir mannúðaraðstoð. Ísraelsmenn lýstu Guterres „persona non grata“ eftir að Guterres harmaði stigmögnun átaka í Mið-Austurlöndum í kjölfar árásar Íran á Ísrael en án þess að fordæma árásina beinum orðum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur þegar lýst yfir stuðningi við Guterres og ítrekað nauðsyn þess að öll ríki eigi í virku og uppbyggilegu sambandi við framkvæmdastjórann. Fjallað er um rétt ríkja til að lýsa sendimenn annarra ríkja „persona non grata“, óæskilega persónu, í Vínarsamningnum um stjórnmálasambönd. Þar segir í 9. grein: „1. Móttökuríkið getur hvenær sem er, og án þess að þurfa að gefa skýringar á ákvörðun sinni, tilkynnt sendiríkinu að forstöðumaður sendiráðs eða annar stjórnarsendimaður sé persona non grata eða einhver annar úr hópi starfsmanna sendiráðs sé ekki viðtökuhæfur. Í öllum slíkum tilvikum skal sendiríki, eftir því sem við á, annaðhvort kalla hlutaðeigandi mann heim eða binda endi á starf hans í sendiráðinu. Lýsa má yfir að maður sé persona non grata, eða ekki viðtökuhæfur, áður en hann kemur í land móttökuríkisins. 2. Ef sendiríkið neitar eða lætur undir höfuð leggjast að framkvæma skyldur sínar samkvæmt 1. mgr. þessarar greinar innan hæfilegs frests, getur móttökuríkið neitað að viðurkenna hlutaðeigandi mann sem sendiráðsmann.“
Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira