Hlaupa Bleiku slaufuna í sólarhring Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. október 2024 19:41 Þátttakendur hafa skipt með sér tímum en einhver hleypur eða gengur Úlfarfellið á hverjum klukkutíma í nótt. Aðsend „Þetta verður í 24 tíma því að krabbameinið sefur aldrei, hvort sem það er nótt eða dagur. Það er fólk búið að skrá sig á alla tímanna í nótt. Þetta gengur frábærlega.“ Þetta segir Kjartan Long, einn skipuleggjanda Styrkleikanna sem fara nú fram á Úlfarsfelli. Styrkleikarnir eru haldnir í fyrsta sinn í ár en þeir ganga út á það að hátt í hundrað manns hafa skráð sig til leiks og skiptast á að ganga og hlaupa ákveðna leið um Úlfarsfell sem er í laginu eins og Bleika slaufan, í raun hefur leiðinni verið gefið nafnið Bleika slaufan. Leiðin sem hlaupið og gengið er um.aðsend Kjartan segir verkefnið vera táknrænt fyrir það að það fæst engin hvíld frá krabbameini og ítrekar að fólk sem tekst á við krabbamein geri það allan sólarhringinn. Hlaupið er til að sýna stuðning og safna fé til rannsókna á Krabbameinum. Hlaupið hófst klukkan níu í morgun og mun ljúka í fyrramálið á sama tíma. Hægt er að heita á þáttakendur hér en einnig er hægt að heita á hópinn í gegnum Aur með númerinu 1235401900. „Þessi leið er alveg eins og Bleika slaufan. Þetta er samstarfsverkefni milli Krabbameinsfélagsins og verkefnis sem heitir 100 Úllar 2024, þar sem fólk er að klífa Úlfarsfell hundrað sinnum á árinu. Við sameinuðum þetta í einn viðburð þar sem er hlaupið í sólarhring. Þetta er svona hálfgert boðhlaup. Það er alltaf einhver á fjallinu. Sumir taka bara eina ferð og sumir taka tíu.“ Þátttakendur í verkefninu á toppi Úlfarsfells.Aðsend Kjartan tekur fram að mikill samhugur sé meðal þátttakenda og að ýmsir taki þátt í verkefninu af persónulegum ástæðum. Kjartan ítrekar að hver sem er geti skráð sig í hlaupið og hvetur fólk til að taka þátt. Hægt er að skrá sig hér. „Hérna klukkan þrjú var fjölskylda sem missti mjög náin einstakling fyrir nokkrum dögum úr krabbameini. Það er búinn að vera mikill samhugur en líka mikil gleði. Krabbameinsfélagið er hérna á bílastæðinu með bás og er að bjóða upp á kaffi, kakó og kleinur.“ aðsend. Klukkan átta fer fram ljósaganga hjá hópnum þar sem um 50 manns munu safnast saman. Hver og einn þátttakandi verður þá með ljós og fara allir þátttakendur samferða leiðina. Krabbamein Reykjavík Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Sjá meira
Þetta segir Kjartan Long, einn skipuleggjanda Styrkleikanna sem fara nú fram á Úlfarsfelli. Styrkleikarnir eru haldnir í fyrsta sinn í ár en þeir ganga út á það að hátt í hundrað manns hafa skráð sig til leiks og skiptast á að ganga og hlaupa ákveðna leið um Úlfarsfell sem er í laginu eins og Bleika slaufan, í raun hefur leiðinni verið gefið nafnið Bleika slaufan. Leiðin sem hlaupið og gengið er um.aðsend Kjartan segir verkefnið vera táknrænt fyrir það að það fæst engin hvíld frá krabbameini og ítrekar að fólk sem tekst á við krabbamein geri það allan sólarhringinn. Hlaupið er til að sýna stuðning og safna fé til rannsókna á Krabbameinum. Hlaupið hófst klukkan níu í morgun og mun ljúka í fyrramálið á sama tíma. Hægt er að heita á þáttakendur hér en einnig er hægt að heita á hópinn í gegnum Aur með númerinu 1235401900. „Þessi leið er alveg eins og Bleika slaufan. Þetta er samstarfsverkefni milli Krabbameinsfélagsins og verkefnis sem heitir 100 Úllar 2024, þar sem fólk er að klífa Úlfarsfell hundrað sinnum á árinu. Við sameinuðum þetta í einn viðburð þar sem er hlaupið í sólarhring. Þetta er svona hálfgert boðhlaup. Það er alltaf einhver á fjallinu. Sumir taka bara eina ferð og sumir taka tíu.“ Þátttakendur í verkefninu á toppi Úlfarsfells.Aðsend Kjartan tekur fram að mikill samhugur sé meðal þátttakenda og að ýmsir taki þátt í verkefninu af persónulegum ástæðum. Kjartan ítrekar að hver sem er geti skráð sig í hlaupið og hvetur fólk til að taka þátt. Hægt er að skrá sig hér. „Hérna klukkan þrjú var fjölskylda sem missti mjög náin einstakling fyrir nokkrum dögum úr krabbameini. Það er búinn að vera mikill samhugur en líka mikil gleði. Krabbameinsfélagið er hérna á bílastæðinu með bás og er að bjóða upp á kaffi, kakó og kleinur.“ aðsend. Klukkan átta fer fram ljósaganga hjá hópnum þar sem um 50 manns munu safnast saman. Hver og einn þátttakandi verður þá með ljós og fara allir þátttakendur samferða leiðina.
Krabbamein Reykjavík Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Sjá meira