Ferðaþjónusturisi kaupir Fjaðrárgljúfur Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2024 08:49 Um þrjú hundruð þúsund ferðamenn heimsækja Fjaðrárgljúfur árlega samkvæmt upplýsingum Arctic Adventures. Vísir/Vilhelm Íslenska ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures hefur fest kaup á Fjaðrárgljúfri. Forstjóri fyrirtækisins segir markmiðið að gera friðlýstu náttúruperluna aðgengilegri ferðamönnum á sama tíma og gætt sé að náttúrunni. Gljúfrið, sem var friðlýst í vor í samstarfi við sveitarfélagið og fyrri eigendur, tilheyrir jörðinni Heiði sem Arctic Adventures keypti af Hverabergi ehf. og tengdum félögum. Ferðaþjónustufyrirtækið tekur við rekstri friðlýsta svæðisins 1. janúar 2025 samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventures, segir í samtali við Vísi að ráðist verði í uppbyggingu á göngustígum, útsýnispöllum og salernisaðstöðu í samræmi við aðgerðaáætlun Umhverfisstofnunar sem var unnin samhlið friðlýsingunni. Þá standi til að reisa þjónustumiðstöð rétt utan við friðlýsta svæðið. Á sama tíma eigi að gæta þess að fyrirbyggja gróðurskemmdir og Umhverfisstofnun hefur nokkrum sinnum lokað gljúfrinu vegna hættu á skemmdum á gróðri meðfram gönguslóðum vegna ágangs ferðamanna á undanförnum árum. Kaupverðið er trúnaðarmál, að sögn Ásgeirs. Eignarhald Arctic Adventures á gljúfrinu hafi ekki áhrif á möguleika keppinauta félagsins á að markaðssetja eða skipuleggja ferðir þangað. Fyrir á Arctic Adventures náttúrufyrirbrigðið Kerið í Grímsnesi. Ásgeir segir kaupin á Fjaðrárgljúfri ekki endilega upphaf að frekari landvinningum fyrirtækisins enda séu ekki margar náttúruperlur til sölu. „Við höfum trú á íslenskri ferðaþjónustu og áfangastöðum sem eru vel staðsettir og vinsælir. Við reynum að gera þá aðgengilegri ferðamönnum og passa upp á náttúruna á sama tíma,“ segir hann. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Skaftárhreppur Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Gljúfrið, sem var friðlýst í vor í samstarfi við sveitarfélagið og fyrri eigendur, tilheyrir jörðinni Heiði sem Arctic Adventures keypti af Hverabergi ehf. og tengdum félögum. Ferðaþjónustufyrirtækið tekur við rekstri friðlýsta svæðisins 1. janúar 2025 samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventures, segir í samtali við Vísi að ráðist verði í uppbyggingu á göngustígum, útsýnispöllum og salernisaðstöðu í samræmi við aðgerðaáætlun Umhverfisstofnunar sem var unnin samhlið friðlýsingunni. Þá standi til að reisa þjónustumiðstöð rétt utan við friðlýsta svæðið. Á sama tíma eigi að gæta þess að fyrirbyggja gróðurskemmdir og Umhverfisstofnun hefur nokkrum sinnum lokað gljúfrinu vegna hættu á skemmdum á gróðri meðfram gönguslóðum vegna ágangs ferðamanna á undanförnum árum. Kaupverðið er trúnaðarmál, að sögn Ásgeirs. Eignarhald Arctic Adventures á gljúfrinu hafi ekki áhrif á möguleika keppinauta félagsins á að markaðssetja eða skipuleggja ferðir þangað. Fyrir á Arctic Adventures náttúrufyrirbrigðið Kerið í Grímsnesi. Ásgeir segir kaupin á Fjaðrárgljúfri ekki endilega upphaf að frekari landvinningum fyrirtækisins enda séu ekki margar náttúruperlur til sölu. „Við höfum trú á íslenskri ferðaþjónustu og áfangastöðum sem eru vel staðsettir og vinsælir. Við reynum að gera þá aðgengilegri ferðamönnum og passa upp á náttúruna á sama tíma,“ segir hann.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Skaftárhreppur Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira