Þurfa ekki að greiða vegna viðskiptavina sem borguðu ekki fyrir bílastæði Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2024 18:29 Deilurnar snúast um greiðslur upp á rúmlega fimmtíu þúsund krónur vegna notkunar á bílastæðum í bílastæðahúsi Hafnartorgs. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar um að Brimborg ehf. þurfi ekki að greiða Rekstrarfélagi Hafnartorgs rúmar fimmtíu þúsund krónur, auk vaxta frá 31. maí 2019, vegna afnota viðskiptavina bílaleigu Brimborgar á bílastæði við Hafnartorg. Brimborg var sýknað af kröfum Rekstrarfélagsins á öllum dómstigum. Deila Brimborgar og Rekstrarfélagsins Hafnartorgs snerist um þá leigutaka bílaleigu Brimborgar sem höfðu lagt í stæði í bílastæðahúsi við Hafnartorg í Reykjavík en ekki greitt fyrir afnotin. Rekstrarfélagið rekur bílastæðahúsið. Forsvarsmenn Rekstrarfélagsins héldu því fram að Brimborg bæri ábyrgð á að greiða leigugjald auk greiðslu á 1.800 króna innheimtukostnaðar. Var það eftir að forsvarsmenn Brimborgar neituðu að afhenda Rekstrarfélaginu upplýsingar um þá leigutaka sem notuðu bílastæðin. Alls vildi rekstrarfélagið fá greitt fyrir 23 skipti þar sem leigutakar á bílum frá bílaleigu Brimborgar höfðu lagt í bílastæðahúsinu en ekki greitt fyrir notkun þess. Krafðist rekstrarfélagið þess að fá greiddar 52.499 krónur vegna þess. Sjá einnig: Þurfa ekki að greiða fyrir þá sem borguðu ekki fyrir bílastæðin Landsréttur hafnaði kröfum Rekstrarfélagsins í fyrra og var því áfrýjað til Hæstaréttar í janúar. Hæstiréttur hefur nú komist að sömu niðurstöðu. Í dómi Hæstaréttar segir að Brimborg hefði getað afhent Rekstrarfélaginu upplýsingar um fólkið sem leigt hafði umrædda bíla og ekki greitt fyrir bílastæði í Hafnartorgi, en það að upplýsingarnar hefðu ekki verið afhentar gerði félagið ekki ábyrgt fyrir greiðslunum, eins og forsvarsmenn Rekstrarfélagsins héldu fram. Dómsmál Bílastæði Bílaleigur Reykjavík Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Deila Brimborgar og Rekstrarfélagsins Hafnartorgs snerist um þá leigutaka bílaleigu Brimborgar sem höfðu lagt í stæði í bílastæðahúsi við Hafnartorg í Reykjavík en ekki greitt fyrir afnotin. Rekstrarfélagið rekur bílastæðahúsið. Forsvarsmenn Rekstrarfélagsins héldu því fram að Brimborg bæri ábyrgð á að greiða leigugjald auk greiðslu á 1.800 króna innheimtukostnaðar. Var það eftir að forsvarsmenn Brimborgar neituðu að afhenda Rekstrarfélaginu upplýsingar um þá leigutaka sem notuðu bílastæðin. Alls vildi rekstrarfélagið fá greitt fyrir 23 skipti þar sem leigutakar á bílum frá bílaleigu Brimborgar höfðu lagt í bílastæðahúsinu en ekki greitt fyrir notkun þess. Krafðist rekstrarfélagið þess að fá greiddar 52.499 krónur vegna þess. Sjá einnig: Þurfa ekki að greiða fyrir þá sem borguðu ekki fyrir bílastæðin Landsréttur hafnaði kröfum Rekstrarfélagsins í fyrra og var því áfrýjað til Hæstaréttar í janúar. Hæstiréttur hefur nú komist að sömu niðurstöðu. Í dómi Hæstaréttar segir að Brimborg hefði getað afhent Rekstrarfélaginu upplýsingar um fólkið sem leigt hafði umrædda bíla og ekki greitt fyrir bílastæði í Hafnartorgi, en það að upplýsingarnar hefðu ekki verið afhentar gerði félagið ekki ábyrgt fyrir greiðslunum, eins og forsvarsmenn Rekstrarfélagsins héldu fram.
Dómsmál Bílastæði Bílaleigur Reykjavík Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira