Vísa á bug kenningu um að stjórnarsamstarfið tóri á styrkveitingum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. október 2024 21:03 Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður VG segja ekkert til í kenningum Jóhanns Páls Jóhannssonar þingmanns Samfylkingarinnar. Vísir Þingflokksformenn VG og Sjálfstæðisflokks þverneita að fjárstyrkir til stjórnmálaflokkanna séu ástæða þess að ríkisstjórnin ætli að þrauka út kjörtímabilið. Flokkarnir eiga von á tugum, og jafnvel hundruð, milljóna styrkveitingu í lok janúar. Landsfundur Vinstri grænna lýsti því yfir um helgina að ríkisstjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok og kallaði eftir þingkosningum í vor, en ekki haust þegar kjörtímabilið klárarst. Þingflokksformaður Framsóknar hefur tekið undir þetta. Þingmaður Samfylkingar varpaði fram kenningu í gær hvað það er sem veldur að ríkisstjórnin ætli að tóra út kjörtímabilið: „En samt, samt ætla þau að hanga saman, að minnsta kosti fram yfir 25. janúar þegar flokkarnir taka við ríkisstyrkjum upp á mörg hundruð milljóna,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar í umræðu um störf þingsins í gær. Myndu tapa tugum milljóna Í lögum er kveðið á um árlega úthlutun úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. Það framlag skiptist hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í síðustu kosningum og er greitt út 25. janúar ár hvert. VG fékk úthlutað rúmlega 87 milljónum króna á þessu ári og imiðast fjárhæðin við 12,6 prósenta fylgi þeirra í síðustu kosningum. Flokkurinn hefur undanfarið mælst með 3,5 til 4 prósenta fylgi og fengi þannig tæpar 25 milljónir ef gengið yrði til kosninga í dag. Mest fær Sjálfstæðisflokkurinn - 158 milljónir - og Framsókn 115 milljónir. Ljóst er að framlögin myndu lækka töluvert ef litið er á núverandi fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mældist í síðasta Þjóðarpúlsi Gallup með 14 prósenta fylgi og fengi 87 milljónir. Framsókn mælist nú með sex prósenta fylgi og fengi 37 milljónir. „Til að svara þessari spurningunni og þessum ásökunum eða samsæriskenningu öllu heldur, þá hafna ég henni alfarið. Ég get fullyrt að það hefur aldrei verið rætt á þennan hátt innan Sjálfstæðisflokksins,“ segir Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. „Þessi umræða sýnir fram á hversu vond þessi ríkisvæðing stjórnmálaflokka er. Framlög til stjórnmálaflokka hafa margfaldast og þetta sýnir að er ekki mjög farsæl þróun. Við í Sjálfstæðisflokknum erum á móti þessu, Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram frumvarp þar sem þessir styrkir eru lækkaðir.“ „Augljóst“ hvað haldi ríkisstjórninni saman Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður VG vísar orðum Jóhanns Páls alfarið á bug. „Það gerði minn formaður, nýkjörinn, í öðru fjölmiðlaviðtali fyrir einhverju síðan. Ég er algjörlega sammála henni. Þetta finnst mér algjörlega fáránleg röksemdafærsla.“ Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, skrifaði í Morgunblaðið í morgun að útilokað sé að réttlæta áframhaldandi stjórnarsamstarf við VG. „Ég er alla jafna sammála mínum góða vini Óla Birni, hann er einhvers konar samviska í flokknum. Ég held að við séum sammála um að þetta snýst um: Náum við hér að klára mál eða ekki?“ segir Hildur. „Skrif Óla Björns Kárasonar félaga míns koma mér ekkert á óvart. Þetta er sami tónn og ég hef lesið eftir hann á undanförnum misserum,“ segir Orri. Hvað er það sem heldur ríkisstjórninni saman? „Það er alveg augljóst finnst mér og af svörum forystumanna flokkanna. Það eru ærin verkefni fram undan. Hér er stjórnarsáttmáli í gangi. Hér er þingmálaskrá. Hér eru verkefni sem blasa við öllum í samfélaginu sem lúta að því að ráða niðurlögum vaxta og verðbólgu.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Telur að Óli Björn líti svo á að VG hafi kastað stríðshanskanum Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að framganga Vinstri grænna sé með þeim hætti að útilokað sé að réttlæta áframhaldandi samstarf við þá í ríkisstjórn og segir hingað og ekki lengra. Stjórnmálafræðiprófessor segir stjórnarflokkana líta svo á að samstarfinu sé efnislega lokið og að þeir séu hættir málamiðlunum. 9. október 2024 12:05 Milljónagreiðslur haldi stjórnarflokkunum saman Ríkisstjórnarflokkarnir ætla sér að hanga saman fram yfir 25. janúar 2025 til þess að þiggja ríkisstyrk miðað við núverandi þingstyrk, sem nemur mörg hundruð milljónum. 8. október 2024 15:59 „Þetta er bara órætt okkar á milli“ Forsætisráðherra segist ekkert hafa rætt hugsanlegar kosningar í vor við hina formenn ríkisstjórnarflokkanna. Landsfundur Vinstri grænna ályktaði um helgina að ganga verði til kosninga næsta vor. 8. október 2024 12:20 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
Landsfundur Vinstri grænna lýsti því yfir um helgina að ríkisstjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok og kallaði eftir þingkosningum í vor, en ekki haust þegar kjörtímabilið klárarst. Þingflokksformaður Framsóknar hefur tekið undir þetta. Þingmaður Samfylkingar varpaði fram kenningu í gær hvað það er sem veldur að ríkisstjórnin ætli að tóra út kjörtímabilið: „En samt, samt ætla þau að hanga saman, að minnsta kosti fram yfir 25. janúar þegar flokkarnir taka við ríkisstyrkjum upp á mörg hundruð milljóna,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar í umræðu um störf þingsins í gær. Myndu tapa tugum milljóna Í lögum er kveðið á um árlega úthlutun úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. Það framlag skiptist hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í síðustu kosningum og er greitt út 25. janúar ár hvert. VG fékk úthlutað rúmlega 87 milljónum króna á þessu ári og imiðast fjárhæðin við 12,6 prósenta fylgi þeirra í síðustu kosningum. Flokkurinn hefur undanfarið mælst með 3,5 til 4 prósenta fylgi og fengi þannig tæpar 25 milljónir ef gengið yrði til kosninga í dag. Mest fær Sjálfstæðisflokkurinn - 158 milljónir - og Framsókn 115 milljónir. Ljóst er að framlögin myndu lækka töluvert ef litið er á núverandi fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mældist í síðasta Þjóðarpúlsi Gallup með 14 prósenta fylgi og fengi 87 milljónir. Framsókn mælist nú með sex prósenta fylgi og fengi 37 milljónir. „Til að svara þessari spurningunni og þessum ásökunum eða samsæriskenningu öllu heldur, þá hafna ég henni alfarið. Ég get fullyrt að það hefur aldrei verið rætt á þennan hátt innan Sjálfstæðisflokksins,“ segir Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. „Þessi umræða sýnir fram á hversu vond þessi ríkisvæðing stjórnmálaflokka er. Framlög til stjórnmálaflokka hafa margfaldast og þetta sýnir að er ekki mjög farsæl þróun. Við í Sjálfstæðisflokknum erum á móti þessu, Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram frumvarp þar sem þessir styrkir eru lækkaðir.“ „Augljóst“ hvað haldi ríkisstjórninni saman Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður VG vísar orðum Jóhanns Páls alfarið á bug. „Það gerði minn formaður, nýkjörinn, í öðru fjölmiðlaviðtali fyrir einhverju síðan. Ég er algjörlega sammála henni. Þetta finnst mér algjörlega fáránleg röksemdafærsla.“ Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, skrifaði í Morgunblaðið í morgun að útilokað sé að réttlæta áframhaldandi stjórnarsamstarf við VG. „Ég er alla jafna sammála mínum góða vini Óla Birni, hann er einhvers konar samviska í flokknum. Ég held að við séum sammála um að þetta snýst um: Náum við hér að klára mál eða ekki?“ segir Hildur. „Skrif Óla Björns Kárasonar félaga míns koma mér ekkert á óvart. Þetta er sami tónn og ég hef lesið eftir hann á undanförnum misserum,“ segir Orri. Hvað er það sem heldur ríkisstjórninni saman? „Það er alveg augljóst finnst mér og af svörum forystumanna flokkanna. Það eru ærin verkefni fram undan. Hér er stjórnarsáttmáli í gangi. Hér er þingmálaskrá. Hér eru verkefni sem blasa við öllum í samfélaginu sem lúta að því að ráða niðurlögum vaxta og verðbólgu.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Telur að Óli Björn líti svo á að VG hafi kastað stríðshanskanum Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að framganga Vinstri grænna sé með þeim hætti að útilokað sé að réttlæta áframhaldandi samstarf við þá í ríkisstjórn og segir hingað og ekki lengra. Stjórnmálafræðiprófessor segir stjórnarflokkana líta svo á að samstarfinu sé efnislega lokið og að þeir séu hættir málamiðlunum. 9. október 2024 12:05 Milljónagreiðslur haldi stjórnarflokkunum saman Ríkisstjórnarflokkarnir ætla sér að hanga saman fram yfir 25. janúar 2025 til þess að þiggja ríkisstyrk miðað við núverandi þingstyrk, sem nemur mörg hundruð milljónum. 8. október 2024 15:59 „Þetta er bara órætt okkar á milli“ Forsætisráðherra segist ekkert hafa rætt hugsanlegar kosningar í vor við hina formenn ríkisstjórnarflokkanna. Landsfundur Vinstri grænna ályktaði um helgina að ganga verði til kosninga næsta vor. 8. október 2024 12:20 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
Telur að Óli Björn líti svo á að VG hafi kastað stríðshanskanum Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að framganga Vinstri grænna sé með þeim hætti að útilokað sé að réttlæta áframhaldandi samstarf við þá í ríkisstjórn og segir hingað og ekki lengra. Stjórnmálafræðiprófessor segir stjórnarflokkana líta svo á að samstarfinu sé efnislega lokið og að þeir séu hættir málamiðlunum. 9. október 2024 12:05
Milljónagreiðslur haldi stjórnarflokkunum saman Ríkisstjórnarflokkarnir ætla sér að hanga saman fram yfir 25. janúar 2025 til þess að þiggja ríkisstyrk miðað við núverandi þingstyrk, sem nemur mörg hundruð milljónum. 8. október 2024 15:59
„Þetta er bara órætt okkar á milli“ Forsætisráðherra segist ekkert hafa rætt hugsanlegar kosningar í vor við hina formenn ríkisstjórnarflokkanna. Landsfundur Vinstri grænna ályktaði um helgina að ganga verði til kosninga næsta vor. 8. október 2024 12:20