„Við sjáum afleiðingar þess að vinna ekki fyrir ofan fossinn“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. október 2024 12:32 Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Vísir Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir geðheilbrigðiskerfið hafa verið fjársvelt í áratugi á sama tíma og líðan þjóðar fari versnandi. Samtökin hafa sent stjórnvöldum enn eina umsögnina þess efnis. Það þurfi stórefla forvarnir og hætta að tala bara um einstaka átak sem fjari svo út eftir nokkra daga. Mikil umræða hefur komið fram um vanda í geðheilbrigðiskerfinu undanfarið. Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur í Grafarvogi benti í færslu á Facebook í gær að samfélagið horfi æ oftar á að fólk fái ekki þá aðstoð sem það þurfi þaðan. Geðsjúkdómar dragi fólk til dauða eins og krabbamein og hjartasjúkdómar. Færslan var í tilefni þess að á mánudaginn jarðsöng hún Kolfinnu Eldey Sigurðardóttur sem var tíu ára þegar hún lést. Faðir hennar situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa orðið henni að bana. Arna benti á ef við viljum koma í veg fyrir fleiri voðaverk, þar sem saklaus börn láti lífið, þá þurfi samfélagið að spýta í lófana og þrýsta á stjórnvöld um að efla verulega alla geðheilbrigðisþjónustu. Stjórnvöld þurfi nú að bregðast við Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir geðheilbrigðiskerfið hafi verið fjársvelt í áratugi á sama tíma og líðan sérstaklega hjá börnum og ungmennum sé að versna. Nú í október hafi samtökin sent fjárlaganefnd enn eina umsögnina þar sem þau benda á að geðheilbrigðismál hér á landi séu ekki tekin nægjanlega alvarlega þrátt vísbendingar um alvarlega stöðu í samfélaginu. Við erum ekkert að bregðast við þessu, þessum alvarlegu ábendingum frá svo mörgum stöðum. Þetta er það sem við eigum að setja fyrst á dagskrá því þarna er innviðaskuldin stærst. Við að geðdeild Landspítalans er í gömlum húsum, þar er hvert rúm skipað, það er mikil starfsmannavelta. Það er lítil fagmenntun, hugmyndafræði er gamaldags. Þetta er geðheilbrigðiskerfið á Íslandi. Því miður. Það er hins vegar ekki bara það að við séum búin að svelta geðheilbrigðiskerfið. Það er svo margt í samfélaginu sem við verðum að endurskoða,“ segir hann. Fólk með geðrænan vanda beiti ekki meira ofbeldi en aðrir Grímur segir hins vegar varasamt að benda á að fólk sem glímir við geðrænan vanda beiti meira ofbeldi en aðrir. „Fólk með geðrænar áskoranir er ekki fólkið sem beitir annað fólk ofbeldi í meira mæli en aðrir hins. Það er bara jafnt yfir vegar er fólk með geðrænar áskoranir tíu sinnum líklegra að verða fyrir ofbeldi. Það er mikið ofbeldi í samfélaginu því miður. Ég held að samfélagsgerðin okkar sé ekki mjög vinsamleg því miður,“ segir hann. Þá segir hann skorta forvarnir. „Við sjáum afleiðingar þess að vinna ekki fyrir ofan fossinn eins og við köllum það. Það er er alvarlegast í þessu máli,“ segir hann. Það sé ekki nóg að ráðast í einstaka átak heldur þurfi að vinna jafnt og þétt í forvörnum. „Það er svo sorglegt að sjá að umræða um átak og forvarnir dugir aðeins í nokkra daga í kringum hræðilega hluti eins og gerðust í sumar en fjarar svo út. Það þarf alltaf að vinna í forvörnum þegar þessir hræðilegu hluti sem gerðust í sumar þá kemur átak í nokkra daga þar sem við ætlum að gera betur,“ segir Grímur að lokum. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Mikil umræða hefur komið fram um vanda í geðheilbrigðiskerfinu undanfarið. Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur í Grafarvogi benti í færslu á Facebook í gær að samfélagið horfi æ oftar á að fólk fái ekki þá aðstoð sem það þurfi þaðan. Geðsjúkdómar dragi fólk til dauða eins og krabbamein og hjartasjúkdómar. Færslan var í tilefni þess að á mánudaginn jarðsöng hún Kolfinnu Eldey Sigurðardóttur sem var tíu ára þegar hún lést. Faðir hennar situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa orðið henni að bana. Arna benti á ef við viljum koma í veg fyrir fleiri voðaverk, þar sem saklaus börn láti lífið, þá þurfi samfélagið að spýta í lófana og þrýsta á stjórnvöld um að efla verulega alla geðheilbrigðisþjónustu. Stjórnvöld þurfi nú að bregðast við Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir geðheilbrigðiskerfið hafi verið fjársvelt í áratugi á sama tíma og líðan sérstaklega hjá börnum og ungmennum sé að versna. Nú í október hafi samtökin sent fjárlaganefnd enn eina umsögnina þar sem þau benda á að geðheilbrigðismál hér á landi séu ekki tekin nægjanlega alvarlega þrátt vísbendingar um alvarlega stöðu í samfélaginu. Við erum ekkert að bregðast við þessu, þessum alvarlegu ábendingum frá svo mörgum stöðum. Þetta er það sem við eigum að setja fyrst á dagskrá því þarna er innviðaskuldin stærst. Við að geðdeild Landspítalans er í gömlum húsum, þar er hvert rúm skipað, það er mikil starfsmannavelta. Það er lítil fagmenntun, hugmyndafræði er gamaldags. Þetta er geðheilbrigðiskerfið á Íslandi. Því miður. Það er hins vegar ekki bara það að við séum búin að svelta geðheilbrigðiskerfið. Það er svo margt í samfélaginu sem við verðum að endurskoða,“ segir hann. Fólk með geðrænan vanda beiti ekki meira ofbeldi en aðrir Grímur segir hins vegar varasamt að benda á að fólk sem glímir við geðrænan vanda beiti meira ofbeldi en aðrir. „Fólk með geðrænar áskoranir er ekki fólkið sem beitir annað fólk ofbeldi í meira mæli en aðrir hins. Það er bara jafnt yfir vegar er fólk með geðrænar áskoranir tíu sinnum líklegra að verða fyrir ofbeldi. Það er mikið ofbeldi í samfélaginu því miður. Ég held að samfélagsgerðin okkar sé ekki mjög vinsamleg því miður,“ segir hann. Þá segir hann skorta forvarnir. „Við sjáum afleiðingar þess að vinna ekki fyrir ofan fossinn eins og við köllum það. Það er er alvarlegast í þessu máli,“ segir hann. Það sé ekki nóg að ráðast í einstaka átak heldur þurfi að vinna jafnt og þétt í forvörnum. „Það er svo sorglegt að sjá að umræða um átak og forvarnir dugir aðeins í nokkra daga í kringum hræðilega hluti eins og gerðust í sumar en fjarar svo út. Það þarf alltaf að vinna í forvörnum þegar þessir hræðilegu hluti sem gerðust í sumar þá kemur átak í nokkra daga þar sem við ætlum að gera betur,“ segir Grímur að lokum.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira