Er meðvirkni kostur? Davíð Þór Sigurðsson skrifar 9. október 2024 10:31 Eru kennarar við grunnskóla meðvirkir sem stétt? Þessu hef ég oft velt fyrir mér frá því ég byrjaði fyrst að kenna. Það liggur nefnilega fyrir að í hvert sinn sem kjarasamningar eru gerðir selja grunnskólakennarar frá sér réttindi eða kjarabætur. Hvað er það sem veldur? Hvað veldur því að við gerum hvað eftir annað samninga í góðri trú með loforðum sem ekki eru efnd? Við höfum ekki yfirvinnuheimild, bindingu á vinnutíma eða kennsluafslátt til að gefa lengur eftir í samningaviðræðum. Kannski dettur okkur í hug að auka kennsluskylduna? Mögulega bara gera það verkefni kennara að sækja nemendur í upphafi dags og skutla þeim heim úr skóla í lok dags? Hver veit? Þá heldur kannski meðalaldur kennarastéttarinnar áfram að lækka og hlutfall kennara með leyfisbréf að hækka. Nei bíddu, það var öfugt. En þá hlýtur hugsjónafólkinu okkar að renna blóð til skyldunnar að bjarga málunum. Ég myndi samt ekki setja pening á það. En kannski er bara klassíska íslenska æðruleysið útgangspunkturinn, að vona að þetta reddist. Sjálfur er ég frekar til í að finna aðrar lausnir en að stóla á að meðvirkni kennara endist að eilífu. Það liggur enda fyrir að einfaldasta lausnin sé að hækka laun kennara. Ég leyfi mér að fullyrða að það er töluvert meira til af fólki sem er tilbúið að vinna andlega og líkamlega krefjandi og slítandi starf fái það vel borgað. Sem mótsvar við því er auðvitað hægt að benda á höfrungahlaupið sem hækkun launa gæti ollið. Það er verðbólga. Kannski skortir sveitarfélögin bolmagn til að koma til móts við kennara. Staðreyndin er þó sú, að kjör og vinnuaðstæður grunnskólakennara geta hvorki keppt við opinbera markaðinn né hinn frjálsa um aðföng. Annars væri skólakerfið líklegast ekki að glíma við skort á jafn mikilvægum aðföngum og menntuðum kennurum. Ef nýútskrifaðir kennarar eru líklegri til að leita annað en á starfsvettvanginn sem þeir vörðu síðustu fimm árum ævi sinnar í að undirbúa sig fyrir, þá liggur vandinn að öllum líkindum ekki í því að það séu ekki nógu margir að útskrifast. Mér finnst líklegra að hann liggi heldur í launakjörum og vinnuaðstæðum. Ég held að kennarastarfið geti ekki bara verið unnið af hugsjóninni einni. Það þarf líka að vera eftirsóknarverður kostur sem framtíðarstarf. Höfundur er kennari og þjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Grunnskólar Skóla- og menntamál Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Eru kennarar við grunnskóla meðvirkir sem stétt? Þessu hef ég oft velt fyrir mér frá því ég byrjaði fyrst að kenna. Það liggur nefnilega fyrir að í hvert sinn sem kjarasamningar eru gerðir selja grunnskólakennarar frá sér réttindi eða kjarabætur. Hvað er það sem veldur? Hvað veldur því að við gerum hvað eftir annað samninga í góðri trú með loforðum sem ekki eru efnd? Við höfum ekki yfirvinnuheimild, bindingu á vinnutíma eða kennsluafslátt til að gefa lengur eftir í samningaviðræðum. Kannski dettur okkur í hug að auka kennsluskylduna? Mögulega bara gera það verkefni kennara að sækja nemendur í upphafi dags og skutla þeim heim úr skóla í lok dags? Hver veit? Þá heldur kannski meðalaldur kennarastéttarinnar áfram að lækka og hlutfall kennara með leyfisbréf að hækka. Nei bíddu, það var öfugt. En þá hlýtur hugsjónafólkinu okkar að renna blóð til skyldunnar að bjarga málunum. Ég myndi samt ekki setja pening á það. En kannski er bara klassíska íslenska æðruleysið útgangspunkturinn, að vona að þetta reddist. Sjálfur er ég frekar til í að finna aðrar lausnir en að stóla á að meðvirkni kennara endist að eilífu. Það liggur enda fyrir að einfaldasta lausnin sé að hækka laun kennara. Ég leyfi mér að fullyrða að það er töluvert meira til af fólki sem er tilbúið að vinna andlega og líkamlega krefjandi og slítandi starf fái það vel borgað. Sem mótsvar við því er auðvitað hægt að benda á höfrungahlaupið sem hækkun launa gæti ollið. Það er verðbólga. Kannski skortir sveitarfélögin bolmagn til að koma til móts við kennara. Staðreyndin er þó sú, að kjör og vinnuaðstæður grunnskólakennara geta hvorki keppt við opinbera markaðinn né hinn frjálsa um aðföng. Annars væri skólakerfið líklegast ekki að glíma við skort á jafn mikilvægum aðföngum og menntuðum kennurum. Ef nýútskrifaðir kennarar eru líklegri til að leita annað en á starfsvettvanginn sem þeir vörðu síðustu fimm árum ævi sinnar í að undirbúa sig fyrir, þá liggur vandinn að öllum líkindum ekki í því að það séu ekki nógu margir að útskrifast. Mér finnst líklegra að hann liggi heldur í launakjörum og vinnuaðstæðum. Ég held að kennarastarfið geti ekki bara verið unnið af hugsjóninni einni. Það þarf líka að vera eftirsóknarverður kostur sem framtíðarstarf. Höfundur er kennari og þjálfari.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun