Kennarar greiða atkvæði um verkfall Árni Sæberg skrifar 8. október 2024 14:08 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Félagsmenn aðildarfélaga Kennarasambands Íslands í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum og einum framhaldsskóla greiða atkvæði um verkföll sem hefjast eiga í lok mánaðar. Atkvæðagreiðslurnar hófust á hádegi í dag en ekki er greint frá í hvaða skólum er greitt atkvæði um verkföll. Í tilkynningu á vef KÍ segir að samninganefndir Félags framhaldsskólakennara (FF), Félags grunnskólakennara (FG), Félags leikskólakennara (FL), Félags stjórnenda í framhaldsskólum (FS) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ) hafi ákveðið að hefja atkvæðagreiðslu um boðun verkfalla í átta ótilgreindum skólum. Ótímabundið í leikskólunum Áformað sé að verkföll í þessum átta skólum hefjist á miðnætti 29. október næstkomandi, eða klukkan 00:01. Verkföll verði tímabundin í grunnskólunum og í framhaldsskólanum en í leikskólum verði boðað til ótímabundinna verkfalla. Atkvæðagreiðslur um verkföll hafi hafist á hádegi í dag. Aðgerðirnar nái til félagsmanna aðildarfélaga Kennarasambandsins sem starfa í skólunum átta og taka laun samkvæmt kjarasamningum KÍ. Atkvæðagreiðslurnar standi til hádegis á fimmtudag, 10. október. Næsti fundur á morgun Kjaradeila aðildarfélaga KÍ sem semja við sveitarfélögin liggi á borði ríkissáttasemjara. Samband íslenskra sveitarfélaga hafi vísað deilunni til embættis ríkissáttasemjara 24. september síðastliðinn. Kjarasamningar aðildarfélaganna sem semja við sveitarfélögin hafi runnið út 31. maí síðastliðinn. Félög framhaldsskólans, FF og FS, hafi vísað sinni kjaradeilu til ríkissáttasemjara 26. september síðastliðinn en þeirra samningsaðili sé ríkið. FF og FS hafi verið samningslaus síðan 31. mars síðastliðinn. Aðildarfélög Kennarasambandsins hafi skipað eina viðræðunefnd. Viðræðunefndin sé skipuð formönnum aðildarfélaga KÍ ásamt formanni Kennarasambandsins. Ríkissáttasemjari hafi boðað samningsaðila til fundar í gær. Næsti fundur hafi verið boðaður á morgun. Veistu hvaða skóla er um að ræða þar sem greidd verða atkvæði um verkfall? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Stéttarfélög Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Kennaraverkfall 2024 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Í tilkynningu á vef KÍ segir að samninganefndir Félags framhaldsskólakennara (FF), Félags grunnskólakennara (FG), Félags leikskólakennara (FL), Félags stjórnenda í framhaldsskólum (FS) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ) hafi ákveðið að hefja atkvæðagreiðslu um boðun verkfalla í átta ótilgreindum skólum. Ótímabundið í leikskólunum Áformað sé að verkföll í þessum átta skólum hefjist á miðnætti 29. október næstkomandi, eða klukkan 00:01. Verkföll verði tímabundin í grunnskólunum og í framhaldsskólanum en í leikskólum verði boðað til ótímabundinna verkfalla. Atkvæðagreiðslur um verkföll hafi hafist á hádegi í dag. Aðgerðirnar nái til félagsmanna aðildarfélaga Kennarasambandsins sem starfa í skólunum átta og taka laun samkvæmt kjarasamningum KÍ. Atkvæðagreiðslurnar standi til hádegis á fimmtudag, 10. október. Næsti fundur á morgun Kjaradeila aðildarfélaga KÍ sem semja við sveitarfélögin liggi á borði ríkissáttasemjara. Samband íslenskra sveitarfélaga hafi vísað deilunni til embættis ríkissáttasemjara 24. september síðastliðinn. Kjarasamningar aðildarfélaganna sem semja við sveitarfélögin hafi runnið út 31. maí síðastliðinn. Félög framhaldsskólans, FF og FS, hafi vísað sinni kjaradeilu til ríkissáttasemjara 26. september síðastliðinn en þeirra samningsaðili sé ríkið. FF og FS hafi verið samningslaus síðan 31. mars síðastliðinn. Aðildarfélög Kennarasambandsins hafi skipað eina viðræðunefnd. Viðræðunefndin sé skipuð formönnum aðildarfélaga KÍ ásamt formanni Kennarasambandsins. Ríkissáttasemjari hafi boðað samningsaðila til fundar í gær. Næsti fundur hafi verið boðaður á morgun. Veistu hvaða skóla er um að ræða þar sem greidd verða atkvæði um verkfall? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu hvaða skóla er um að ræða þar sem greidd verða atkvæði um verkfall? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Stéttarfélög Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Kennaraverkfall 2024 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira